Valdsvið forseta Íslands Eiríkur Bergmann skrifar 19. júní 2012 06:00 Merkilegt er hvað forsetaefnin virðast líta valdheimildir embættisins ólíkum augum. Fræðimenn hafa sömuleiðis að undanförnu rætt út og suður um stjórnskipun landsins, svo allt í einu er orðin óvissa um sjálfan grundvöll ríkisvaldsins – sem tæpast kann góðri lukku að stýra. Ruglingurinn ræðst einkum af því hve óskýr stjórnarskráin okkar er um hlutverk forseta í stjórnskipuninni. LeppshlutverkinVið lýðveldistökuna árið 1944 var í nafni samstöðu ákveðið að gera sem minnstar breytingar á fullveldisstjórnarskránni frá árinu 1920 sem að uppistöðu var byggð á dönsku stjórnarskránni – sem lítið hafði breyst frá endalokum einveldisins árið 1849. Í stað konungs kom þjóðkjörinn forseti. Að öðru leyti endurspeglaði stjórnarskáin ekki almennilega þá stjórnkerfisbreytingu sem orðið hafði við hægfara umskipti frá einveldi til fulltrúalýðræðis. Þjóðhöfðinginn var áfram sagður fara með ýmsar stjórnarathafnir sem í raun höfðu verið færðar til ráðherra. Þaðan kemur sú arfleifð að forseti er sagður fara með ýmis völd sem í raun voru farin frá honum; svo sem að skipa ráðherra, ákveða tölu þeirra og skipta með þeim verkum (15. gr.), veita embætti (20. gr.), leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta (25. gr.), gefa út bráðabirgðalög (28. gr.), gera þjóðréttarsamninga við önnur ríki (21. gr.), fella niður saksókn vegna afbrota, náða menn og veita uppgjöf saka (29. gr.) auk þess að veita undanþágur frá lögum samkvæmt reglum sem farið hefur verið eftir hingað til (30. gr.). Stjórnarskráin færir forsetanum þannig ýmis völd sem hún svo kippir til baka í greinum þar sem segir að forseti sé ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum (11. gr.) og að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt (13. gr.) enda öðlast löggjafarmál og stjórnarerindi fyrst gildi þegar ráðherra undirritar þau með forseta (19. gr.). Stjórnarskráin okkar er því óþægilega þvælin um hlutverk forsetans sem sagður er fara með ýmis verk sem hann sannarlega sinnir ekki. Öðru máli gegnir hins vegar um 26. greinina sem er ein fárra sem Íslendingar settu sér sjálfir við lýðveldistökuna en samkvæmt henni getur forseti ákveðið að synja lögum staðfestingar án þess að atbeini ráðherra komi til, eðli málsins samkvæmt. ÞingræðislýðveldiLengst af lýðveldistímanum hafa menn litið svo á að forseti geti ekki virkjað framangreind leppshlutverk sem fólust í valdatilfærslunni frá arfakonungi til þingbundinnar ríkisstjórnar. En nú virðist það allt komið á flot og sum forsetaefnanna gæla við þá hugmynd að forseti geti lagt fram frumvörp á Alþingi og jafnvel rofið þing að eigin frumkvæði. En slíkt myndi vitaskuld stefna stjórnskipan landsins í uppnám. Fram er komin sú kenning að hér sé ekki hefðbundið þingræði heldur einhvers konar hálf-forsetaræði. Hugtakið hálf-forsetaræði (stundum þýtt forsetaþingræði) kemur frá stjórnmálafræðingnum Maurice Duverger og var notað til að lýsa franska stjórnkerfinu. Í samanburði á sjö Evrópuríkjum komst Duverger að þeirri niðurstöðu að lagalega væri forseti Íslands einn sá valdamesti en að í raun væri hann samt sem áður sá valdaminnsti. Öfugt við það sem þekkist hér á landi er franski forsetinn helsti stjórnmálaleiðtogi landsins en deilir ríkisforystunni með forsætisráðherra. Vandi slíkra kerfa er einkum óstöðugleiki, óljós ábyrgð og stjórnmálin eiga það til að lamast í gagnkvæmum ásökunum á milli þátta hins klofna framkvæmdavalds. Ríki sem búa við hálf-forsetaræði/forsetaþingræði eru til að mynda Litháen, Haítí, Palestína, Kína, Sri-Lanka, Alsír og Finnland fram að stjórnarskrárbreytingunni árið 2000. Íslenska stjórnkerfið er í grundvallaratriðum ólíkt slíkum ríkjum. Eins og fram kemur í fyrstu grein lýðveldisstjórnarskrárinnar er Ísland lýðveldi með þingbundinni stjórn, svokallað þingræðislýðveldi (e. parliamentary republic eða parliamentary constitutional republic), eins og á við um fleiri ríki sem brutust undan konungsveldum á öldum lýðræðisbylgjunnar miklu. Í þingræðislýðveldum fer fjölskipuð ríkisstjórn með framkvæmdarvaldið í umboði þings en forseti gegnir áfram hlutverki þjóðhöfðingja en er þó ekki eiginlegur hluti af hinu daglega pólitíska valdi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Merkilegt er hvað forsetaefnin virðast líta valdheimildir embættisins ólíkum augum. Fræðimenn hafa sömuleiðis að undanförnu rætt út og suður um stjórnskipun landsins, svo allt í einu er orðin óvissa um sjálfan grundvöll ríkisvaldsins – sem tæpast kann góðri lukku að stýra. Ruglingurinn ræðst einkum af því hve óskýr stjórnarskráin okkar er um hlutverk forseta í stjórnskipuninni. LeppshlutverkinVið lýðveldistökuna árið 1944 var í nafni samstöðu ákveðið að gera sem minnstar breytingar á fullveldisstjórnarskránni frá árinu 1920 sem að uppistöðu var byggð á dönsku stjórnarskránni – sem lítið hafði breyst frá endalokum einveldisins árið 1849. Í stað konungs kom þjóðkjörinn forseti. Að öðru leyti endurspeglaði stjórnarskáin ekki almennilega þá stjórnkerfisbreytingu sem orðið hafði við hægfara umskipti frá einveldi til fulltrúalýðræðis. Þjóðhöfðinginn var áfram sagður fara með ýmsar stjórnarathafnir sem í raun höfðu verið færðar til ráðherra. Þaðan kemur sú arfleifð að forseti er sagður fara með ýmis völd sem í raun voru farin frá honum; svo sem að skipa ráðherra, ákveða tölu þeirra og skipta með þeim verkum (15. gr.), veita embætti (20. gr.), leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta (25. gr.), gefa út bráðabirgðalög (28. gr.), gera þjóðréttarsamninga við önnur ríki (21. gr.), fella niður saksókn vegna afbrota, náða menn og veita uppgjöf saka (29. gr.) auk þess að veita undanþágur frá lögum samkvæmt reglum sem farið hefur verið eftir hingað til (30. gr.). Stjórnarskráin færir forsetanum þannig ýmis völd sem hún svo kippir til baka í greinum þar sem segir að forseti sé ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum (11. gr.) og að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt (13. gr.) enda öðlast löggjafarmál og stjórnarerindi fyrst gildi þegar ráðherra undirritar þau með forseta (19. gr.). Stjórnarskráin okkar er því óþægilega þvælin um hlutverk forsetans sem sagður er fara með ýmis verk sem hann sannarlega sinnir ekki. Öðru máli gegnir hins vegar um 26. greinina sem er ein fárra sem Íslendingar settu sér sjálfir við lýðveldistökuna en samkvæmt henni getur forseti ákveðið að synja lögum staðfestingar án þess að atbeini ráðherra komi til, eðli málsins samkvæmt. ÞingræðislýðveldiLengst af lýðveldistímanum hafa menn litið svo á að forseti geti ekki virkjað framangreind leppshlutverk sem fólust í valdatilfærslunni frá arfakonungi til þingbundinnar ríkisstjórnar. En nú virðist það allt komið á flot og sum forsetaefnanna gæla við þá hugmynd að forseti geti lagt fram frumvörp á Alþingi og jafnvel rofið þing að eigin frumkvæði. En slíkt myndi vitaskuld stefna stjórnskipan landsins í uppnám. Fram er komin sú kenning að hér sé ekki hefðbundið þingræði heldur einhvers konar hálf-forsetaræði. Hugtakið hálf-forsetaræði (stundum þýtt forsetaþingræði) kemur frá stjórnmálafræðingnum Maurice Duverger og var notað til að lýsa franska stjórnkerfinu. Í samanburði á sjö Evrópuríkjum komst Duverger að þeirri niðurstöðu að lagalega væri forseti Íslands einn sá valdamesti en að í raun væri hann samt sem áður sá valdaminnsti. Öfugt við það sem þekkist hér á landi er franski forsetinn helsti stjórnmálaleiðtogi landsins en deilir ríkisforystunni með forsætisráðherra. Vandi slíkra kerfa er einkum óstöðugleiki, óljós ábyrgð og stjórnmálin eiga það til að lamast í gagnkvæmum ásökunum á milli þátta hins klofna framkvæmdavalds. Ríki sem búa við hálf-forsetaræði/forsetaþingræði eru til að mynda Litháen, Haítí, Palestína, Kína, Sri-Lanka, Alsír og Finnland fram að stjórnarskrárbreytingunni árið 2000. Íslenska stjórnkerfið er í grundvallaratriðum ólíkt slíkum ríkjum. Eins og fram kemur í fyrstu grein lýðveldisstjórnarskrárinnar er Ísland lýðveldi með þingbundinni stjórn, svokallað þingræðislýðveldi (e. parliamentary republic eða parliamentary constitutional republic), eins og á við um fleiri ríki sem brutust undan konungsveldum á öldum lýðræðisbylgjunnar miklu. Í þingræðislýðveldum fer fjölskipuð ríkisstjórn með framkvæmdarvaldið í umboði þings en forseti gegnir áfram hlutverki þjóðhöfðingja en er þó ekki eiginlegur hluti af hinu daglega pólitíska valdi.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun