Enn birtir til í efnahagslífinu Steingrímur J. Sigfússon skrifar 23. júní 2012 06:00 Atvinnuleysi er á niðurleið á Íslandi. Þetta kom skýrt fram í nýlegum tölum Vinnumálastofnunar þar sem skráð atvinnuleysi var 5,6% í maímánuði. Stofnunin gerir ráð fyrir að í júní fari atvinnuleysi niður í 4,6-5,0%. Ný vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar í maí staðfestir einnig að staðan á vinnumarkaðnum hefur batnað. Í nýliðnum maí voru til að mynda 5.100 fleiri í störfum samanborið við maímánuð fyrir ári. Ef borið er saman við maí 2010 nemur fjölgunin 8.700 störfum. Gögn Hagstofunnar sýna svo ekki verður um villst að atvinnuþátttakan fer nú vaxandi á ný. Þetta gefur góð fyrirheit fyrir komandi mánuði. Það jákvæða við vinnumarkaðsupplýsingarnar nú er að batinn er sýnilegur bæði á höfuðborgarsvæði og á landsbyggðinni og einnig fækkar bæði konum og körlum á atvinnuleysisskrá. Því má segja að efnahagsbatinn sé nú greinilegri og sýnilegri á mun fleiri sviðum atvinnulífsins en við sáum áður. Krónan styrkist – verðbólga mun lækkaAukin umsvif í hagkerfinu birtast víða þessa dagana. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í ferðaþjónustu og fjölmörg gistirými bæst við víða um land. Annatíminn í ferðaþjónustunni er byrjaður og kallar það á mörg störf í fjölmörgum þjónustugreinum. Líklegt er að aukinn fjöldi erlendra ferðamanna sé nú þegar byrjaður að hafa áhrif á gengi krónunnar. Fleira kemur þó til – þannig má reikna með því að fyrirframgreiðsla Landsbankans til skilanefndar gamla Landsbankans muni létta á þrýstingi til veikingar á gengi krónunnar. Krónan hefur styrkst undanfarið – það mun hafa áhrif til lækkunar á verðbólgu. Auk þess hefur olíuverð einnig gefið eftir á erlendum mörkuðum og því ætti bensínverð að geta lækkað frekar á næstunni vegna þessa. Verðbólguhorfur hafa því batnað talsvert síðustu vikur. Sjávarútvegurinn kraftmikillAflaverðmæti íslenskra skipa jókst um tæpa 10 ma.kr (+26%) á fyrsta fjórðungi ársins. Tæplega helmingur þessarar aukningar skýrist af auknum loðnuafla en verðmæti þorsks og karfa jókst einnig umtalsvert. Makrílvertíðin er nú hafin og fer þokkalega af stað. Allt þetta bendir til þess að umsvif og afkoma í sjávarútvegi geti orðið mjög góð á yfirstandandi ári. Þrátt fyrir óvissu á erlendum mörkuðum hefur afurðaverð á heildina litið haldist hátt. Nýleg ráðgjöf Hafró um helstu nytjastofna gefur vísbendingar um að næstu ár verði gjöful fyrir sjávarútveginn. Bankar selja eignirÁ síðustu mánuðum hafa bankarnir haldið áfram að selja frá sér eignir sem þeir yfirtóku við hrunið. Viðskiptalífið er með því smám saman að komast í eðlilegra horf. Það er jákvæð þróun. Nýjasta dæmið er sala Landsbankans á fasteignafélaginu Regin og væntanleg skráning þess í Kauphöllina. Fleiri skráningar í Kauphöllina eru fyrirhugaðar á næstunni sem fjölgar kostum lífeyrissjóða og annarra fjárfesta. Batinn augljósari með hverjum mánuði sem líðurFjölmargir hagvísar úr ólíkum áttum staðfesta að batinn og forsendur hans eru traustari en margir hafa talið allt til þessa. Þar með dregur úr óvissu. Aukinn stöðugleiki er því að mínu mati að færast yfir þjóðlífið. Tal um mikla óvissu nú er því sérkennilegt þegar hagtölur eru skoðaðar og sérstaklega þegar litið er til baka og haft í huga út úr hvaða aðstæðum við erum hægt og bítandi að vinna okkur. Óvissan um þróun mála í Evrópu og heimsbúskapnum er helsta áhyggjuefnið nú um stundir. Við það fáum við Íslendingar hins vegar litlu ráðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Sjá meira
Atvinnuleysi er á niðurleið á Íslandi. Þetta kom skýrt fram í nýlegum tölum Vinnumálastofnunar þar sem skráð atvinnuleysi var 5,6% í maímánuði. Stofnunin gerir ráð fyrir að í júní fari atvinnuleysi niður í 4,6-5,0%. Ný vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar í maí staðfestir einnig að staðan á vinnumarkaðnum hefur batnað. Í nýliðnum maí voru til að mynda 5.100 fleiri í störfum samanborið við maímánuð fyrir ári. Ef borið er saman við maí 2010 nemur fjölgunin 8.700 störfum. Gögn Hagstofunnar sýna svo ekki verður um villst að atvinnuþátttakan fer nú vaxandi á ný. Þetta gefur góð fyrirheit fyrir komandi mánuði. Það jákvæða við vinnumarkaðsupplýsingarnar nú er að batinn er sýnilegur bæði á höfuðborgarsvæði og á landsbyggðinni og einnig fækkar bæði konum og körlum á atvinnuleysisskrá. Því má segja að efnahagsbatinn sé nú greinilegri og sýnilegri á mun fleiri sviðum atvinnulífsins en við sáum áður. Krónan styrkist – verðbólga mun lækkaAukin umsvif í hagkerfinu birtast víða þessa dagana. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í ferðaþjónustu og fjölmörg gistirými bæst við víða um land. Annatíminn í ferðaþjónustunni er byrjaður og kallar það á mörg störf í fjölmörgum þjónustugreinum. Líklegt er að aukinn fjöldi erlendra ferðamanna sé nú þegar byrjaður að hafa áhrif á gengi krónunnar. Fleira kemur þó til – þannig má reikna með því að fyrirframgreiðsla Landsbankans til skilanefndar gamla Landsbankans muni létta á þrýstingi til veikingar á gengi krónunnar. Krónan hefur styrkst undanfarið – það mun hafa áhrif til lækkunar á verðbólgu. Auk þess hefur olíuverð einnig gefið eftir á erlendum mörkuðum og því ætti bensínverð að geta lækkað frekar á næstunni vegna þessa. Verðbólguhorfur hafa því batnað talsvert síðustu vikur. Sjávarútvegurinn kraftmikillAflaverðmæti íslenskra skipa jókst um tæpa 10 ma.kr (+26%) á fyrsta fjórðungi ársins. Tæplega helmingur þessarar aukningar skýrist af auknum loðnuafla en verðmæti þorsks og karfa jókst einnig umtalsvert. Makrílvertíðin er nú hafin og fer þokkalega af stað. Allt þetta bendir til þess að umsvif og afkoma í sjávarútvegi geti orðið mjög góð á yfirstandandi ári. Þrátt fyrir óvissu á erlendum mörkuðum hefur afurðaverð á heildina litið haldist hátt. Nýleg ráðgjöf Hafró um helstu nytjastofna gefur vísbendingar um að næstu ár verði gjöful fyrir sjávarútveginn. Bankar selja eignirÁ síðustu mánuðum hafa bankarnir haldið áfram að selja frá sér eignir sem þeir yfirtóku við hrunið. Viðskiptalífið er með því smám saman að komast í eðlilegra horf. Það er jákvæð þróun. Nýjasta dæmið er sala Landsbankans á fasteignafélaginu Regin og væntanleg skráning þess í Kauphöllina. Fleiri skráningar í Kauphöllina eru fyrirhugaðar á næstunni sem fjölgar kostum lífeyrissjóða og annarra fjárfesta. Batinn augljósari með hverjum mánuði sem líðurFjölmargir hagvísar úr ólíkum áttum staðfesta að batinn og forsendur hans eru traustari en margir hafa talið allt til þessa. Þar með dregur úr óvissu. Aukinn stöðugleiki er því að mínu mati að færast yfir þjóðlífið. Tal um mikla óvissu nú er því sérkennilegt þegar hagtölur eru skoðaðar og sérstaklega þegar litið er til baka og haft í huga út úr hvaða aðstæðum við erum hægt og bítandi að vinna okkur. Óvissan um þróun mála í Evrópu og heimsbúskapnum er helsta áhyggjuefnið nú um stundir. Við það fáum við Íslendingar hins vegar litlu ráðið.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun