Enn birtir til í efnahagslífinu Steingrímur J. Sigfússon skrifar 23. júní 2012 06:00 Atvinnuleysi er á niðurleið á Íslandi. Þetta kom skýrt fram í nýlegum tölum Vinnumálastofnunar þar sem skráð atvinnuleysi var 5,6% í maímánuði. Stofnunin gerir ráð fyrir að í júní fari atvinnuleysi niður í 4,6-5,0%. Ný vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar í maí staðfestir einnig að staðan á vinnumarkaðnum hefur batnað. Í nýliðnum maí voru til að mynda 5.100 fleiri í störfum samanborið við maímánuð fyrir ári. Ef borið er saman við maí 2010 nemur fjölgunin 8.700 störfum. Gögn Hagstofunnar sýna svo ekki verður um villst að atvinnuþátttakan fer nú vaxandi á ný. Þetta gefur góð fyrirheit fyrir komandi mánuði. Það jákvæða við vinnumarkaðsupplýsingarnar nú er að batinn er sýnilegur bæði á höfuðborgarsvæði og á landsbyggðinni og einnig fækkar bæði konum og körlum á atvinnuleysisskrá. Því má segja að efnahagsbatinn sé nú greinilegri og sýnilegri á mun fleiri sviðum atvinnulífsins en við sáum áður. Krónan styrkist – verðbólga mun lækkaAukin umsvif í hagkerfinu birtast víða þessa dagana. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í ferðaþjónustu og fjölmörg gistirými bæst við víða um land. Annatíminn í ferðaþjónustunni er byrjaður og kallar það á mörg störf í fjölmörgum þjónustugreinum. Líklegt er að aukinn fjöldi erlendra ferðamanna sé nú þegar byrjaður að hafa áhrif á gengi krónunnar. Fleira kemur þó til – þannig má reikna með því að fyrirframgreiðsla Landsbankans til skilanefndar gamla Landsbankans muni létta á þrýstingi til veikingar á gengi krónunnar. Krónan hefur styrkst undanfarið – það mun hafa áhrif til lækkunar á verðbólgu. Auk þess hefur olíuverð einnig gefið eftir á erlendum mörkuðum og því ætti bensínverð að geta lækkað frekar á næstunni vegna þessa. Verðbólguhorfur hafa því batnað talsvert síðustu vikur. Sjávarútvegurinn kraftmikillAflaverðmæti íslenskra skipa jókst um tæpa 10 ma.kr (+26%) á fyrsta fjórðungi ársins. Tæplega helmingur þessarar aukningar skýrist af auknum loðnuafla en verðmæti þorsks og karfa jókst einnig umtalsvert. Makrílvertíðin er nú hafin og fer þokkalega af stað. Allt þetta bendir til þess að umsvif og afkoma í sjávarútvegi geti orðið mjög góð á yfirstandandi ári. Þrátt fyrir óvissu á erlendum mörkuðum hefur afurðaverð á heildina litið haldist hátt. Nýleg ráðgjöf Hafró um helstu nytjastofna gefur vísbendingar um að næstu ár verði gjöful fyrir sjávarútveginn. Bankar selja eignirÁ síðustu mánuðum hafa bankarnir haldið áfram að selja frá sér eignir sem þeir yfirtóku við hrunið. Viðskiptalífið er með því smám saman að komast í eðlilegra horf. Það er jákvæð þróun. Nýjasta dæmið er sala Landsbankans á fasteignafélaginu Regin og væntanleg skráning þess í Kauphöllina. Fleiri skráningar í Kauphöllina eru fyrirhugaðar á næstunni sem fjölgar kostum lífeyrissjóða og annarra fjárfesta. Batinn augljósari með hverjum mánuði sem líðurFjölmargir hagvísar úr ólíkum áttum staðfesta að batinn og forsendur hans eru traustari en margir hafa talið allt til þessa. Þar með dregur úr óvissu. Aukinn stöðugleiki er því að mínu mati að færast yfir þjóðlífið. Tal um mikla óvissu nú er því sérkennilegt þegar hagtölur eru skoðaðar og sérstaklega þegar litið er til baka og haft í huga út úr hvaða aðstæðum við erum hægt og bítandi að vinna okkur. Óvissan um þróun mála í Evrópu og heimsbúskapnum er helsta áhyggjuefnið nú um stundir. Við það fáum við Íslendingar hins vegar litlu ráðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun Skoðun Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Atvinnuleysi er á niðurleið á Íslandi. Þetta kom skýrt fram í nýlegum tölum Vinnumálastofnunar þar sem skráð atvinnuleysi var 5,6% í maímánuði. Stofnunin gerir ráð fyrir að í júní fari atvinnuleysi niður í 4,6-5,0%. Ný vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar í maí staðfestir einnig að staðan á vinnumarkaðnum hefur batnað. Í nýliðnum maí voru til að mynda 5.100 fleiri í störfum samanborið við maímánuð fyrir ári. Ef borið er saman við maí 2010 nemur fjölgunin 8.700 störfum. Gögn Hagstofunnar sýna svo ekki verður um villst að atvinnuþátttakan fer nú vaxandi á ný. Þetta gefur góð fyrirheit fyrir komandi mánuði. Það jákvæða við vinnumarkaðsupplýsingarnar nú er að batinn er sýnilegur bæði á höfuðborgarsvæði og á landsbyggðinni og einnig fækkar bæði konum og körlum á atvinnuleysisskrá. Því má segja að efnahagsbatinn sé nú greinilegri og sýnilegri á mun fleiri sviðum atvinnulífsins en við sáum áður. Krónan styrkist – verðbólga mun lækkaAukin umsvif í hagkerfinu birtast víða þessa dagana. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í ferðaþjónustu og fjölmörg gistirými bæst við víða um land. Annatíminn í ferðaþjónustunni er byrjaður og kallar það á mörg störf í fjölmörgum þjónustugreinum. Líklegt er að aukinn fjöldi erlendra ferðamanna sé nú þegar byrjaður að hafa áhrif á gengi krónunnar. Fleira kemur þó til – þannig má reikna með því að fyrirframgreiðsla Landsbankans til skilanefndar gamla Landsbankans muni létta á þrýstingi til veikingar á gengi krónunnar. Krónan hefur styrkst undanfarið – það mun hafa áhrif til lækkunar á verðbólgu. Auk þess hefur olíuverð einnig gefið eftir á erlendum mörkuðum og því ætti bensínverð að geta lækkað frekar á næstunni vegna þessa. Verðbólguhorfur hafa því batnað talsvert síðustu vikur. Sjávarútvegurinn kraftmikillAflaverðmæti íslenskra skipa jókst um tæpa 10 ma.kr (+26%) á fyrsta fjórðungi ársins. Tæplega helmingur þessarar aukningar skýrist af auknum loðnuafla en verðmæti þorsks og karfa jókst einnig umtalsvert. Makrílvertíðin er nú hafin og fer þokkalega af stað. Allt þetta bendir til þess að umsvif og afkoma í sjávarútvegi geti orðið mjög góð á yfirstandandi ári. Þrátt fyrir óvissu á erlendum mörkuðum hefur afurðaverð á heildina litið haldist hátt. Nýleg ráðgjöf Hafró um helstu nytjastofna gefur vísbendingar um að næstu ár verði gjöful fyrir sjávarútveginn. Bankar selja eignirÁ síðustu mánuðum hafa bankarnir haldið áfram að selja frá sér eignir sem þeir yfirtóku við hrunið. Viðskiptalífið er með því smám saman að komast í eðlilegra horf. Það er jákvæð þróun. Nýjasta dæmið er sala Landsbankans á fasteignafélaginu Regin og væntanleg skráning þess í Kauphöllina. Fleiri skráningar í Kauphöllina eru fyrirhugaðar á næstunni sem fjölgar kostum lífeyrissjóða og annarra fjárfesta. Batinn augljósari með hverjum mánuði sem líðurFjölmargir hagvísar úr ólíkum áttum staðfesta að batinn og forsendur hans eru traustari en margir hafa talið allt til þessa. Þar með dregur úr óvissu. Aukinn stöðugleiki er því að mínu mati að færast yfir þjóðlífið. Tal um mikla óvissu nú er því sérkennilegt þegar hagtölur eru skoðaðar og sérstaklega þegar litið er til baka og haft í huga út úr hvaða aðstæðum við erum hægt og bítandi að vinna okkur. Óvissan um þróun mála í Evrópu og heimsbúskapnum er helsta áhyggjuefnið nú um stundir. Við það fáum við Íslendingar hins vegar litlu ráðið.
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun