Sýnum djörfung og dug Birna Þórðardóttir skrifar 10. ágúst 2012 06:00 Heimþrá þarf maður vart að hafa á Ítalíu, hér er allt svo eðlilegt: Góðir í skandölum – komast upp með þá. Peningar gufa upp á milli staða sem enginn veit hvar eru – upphaf og endalok óskilgreind – ekki sakar að hafa heilaga jómfrú með í för – svo sem meistari Megas hefur reynt að kenna okkur. Gæðingar fá gefins alls kyns dótarí – jarðir og uppsprettur, sveitarfélög og jafnvel sorpið sem hægt er að græða á – með því að gera ekkert við það. Þetta er allt einhvern veginn mjög heimilislegt. Ítalir gætu jafnvel fengið lánaða forsetaræðuna góðu frá fundi í Sagnfræðingafélaginu í janúar 2006. Þar flutti forseti lýðveldisins lofgjörð um einstaka eðlisþætti Íslendingsins – eðlisþætti sem gera Íslendinginn að frumafli hins viti borna manns og útskýrir hvers vegna íslenskir athafnamenn bera sigurorð af öðrum. Ætti eiginlega að vera skyldulesning í skólum til varnar þeim hroka, siðblindu og sérgæsku sem einkennir ræðuna. En, aftur að efninu, er fellur sem flís við rass Rómverja, kæmi ekki til söguleg sérviska. Við mér blasir miðborg Rómar – besta byggingarsvæði borgarinnar – því vissulega væri hægt að byggja hér – en hvað sér auga mitt? Þið haldið mig skrökva þegar ég lýsi útsýninu – þannig að – fáið ykkur sæti ágætu lesendur svo þið komist heilir frá þessu – en sannleikurinn er sagna bestur. Það sem við blasir hér í þessari gömlu og að mörgu leyti virðulegu borg eru rústir – segi og skrifa RÚSTIR – sumt jafnvel svo gamalt dót að óvíst er um upprunann! Og ekki nóg með að þessum ósköpum sé haldið til haga heldur er þetta sýnt – jafnvel erlendum gestum! Hér væri nær að nota hinn íslenska drifkraft – moka yfir dótið eins og gekk svo blessunarlega vel með gamla Víkurkirkjugarðinn og á nú að halda áfram með Ingólfstorg/Hallærisplan. Þannig mætti í Róm moka yfir Largo d"Argentina – þar sem Júlíus Cesar var drepinn um árið, henda Colosseum á haugana – eða alla vega draga það upp í Árbæ þeirra Rómverja og endurreisa þar rústirnar. Hér í Róm skortir greinilega alla framtíðarsýn. Tillaga mín er einfaldlega sú, að íslenska þjóðin sýni nú loksins hvað í henni býr, fordæmið höfum við gefið jafnt og þétt með því að ryðja miðborg Reykjavíkur burt. Eðli málsins samkvæmt er embætti forseta Íslands hið eina sem væri þessum vanda vaxið – alvant þjóðarsefjun og aðstoð við íslenska ofurhuga. Nú verði kýlt á alvöru útrás: Íslenskir hótelhugsjónamenn sameinist um það – undir leiðsögn forseta lýðveldisins – að drífa þetta af stað. Samhliða því að miðborg Reykjavíkur verði hótelvædd frá Aðalstræti 6 og upp úr hefjist endurreisn Rómaborgar!! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Heimþrá þarf maður vart að hafa á Ítalíu, hér er allt svo eðlilegt: Góðir í skandölum – komast upp með þá. Peningar gufa upp á milli staða sem enginn veit hvar eru – upphaf og endalok óskilgreind – ekki sakar að hafa heilaga jómfrú með í för – svo sem meistari Megas hefur reynt að kenna okkur. Gæðingar fá gefins alls kyns dótarí – jarðir og uppsprettur, sveitarfélög og jafnvel sorpið sem hægt er að græða á – með því að gera ekkert við það. Þetta er allt einhvern veginn mjög heimilislegt. Ítalir gætu jafnvel fengið lánaða forsetaræðuna góðu frá fundi í Sagnfræðingafélaginu í janúar 2006. Þar flutti forseti lýðveldisins lofgjörð um einstaka eðlisþætti Íslendingsins – eðlisþætti sem gera Íslendinginn að frumafli hins viti borna manns og útskýrir hvers vegna íslenskir athafnamenn bera sigurorð af öðrum. Ætti eiginlega að vera skyldulesning í skólum til varnar þeim hroka, siðblindu og sérgæsku sem einkennir ræðuna. En, aftur að efninu, er fellur sem flís við rass Rómverja, kæmi ekki til söguleg sérviska. Við mér blasir miðborg Rómar – besta byggingarsvæði borgarinnar – því vissulega væri hægt að byggja hér – en hvað sér auga mitt? Þið haldið mig skrökva þegar ég lýsi útsýninu – þannig að – fáið ykkur sæti ágætu lesendur svo þið komist heilir frá þessu – en sannleikurinn er sagna bestur. Það sem við blasir hér í þessari gömlu og að mörgu leyti virðulegu borg eru rústir – segi og skrifa RÚSTIR – sumt jafnvel svo gamalt dót að óvíst er um upprunann! Og ekki nóg með að þessum ósköpum sé haldið til haga heldur er þetta sýnt – jafnvel erlendum gestum! Hér væri nær að nota hinn íslenska drifkraft – moka yfir dótið eins og gekk svo blessunarlega vel með gamla Víkurkirkjugarðinn og á nú að halda áfram með Ingólfstorg/Hallærisplan. Þannig mætti í Róm moka yfir Largo d"Argentina – þar sem Júlíus Cesar var drepinn um árið, henda Colosseum á haugana – eða alla vega draga það upp í Árbæ þeirra Rómverja og endurreisa þar rústirnar. Hér í Róm skortir greinilega alla framtíðarsýn. Tillaga mín er einfaldlega sú, að íslenska þjóðin sýni nú loksins hvað í henni býr, fordæmið höfum við gefið jafnt og þétt með því að ryðja miðborg Reykjavíkur burt. Eðli málsins samkvæmt er embætti forseta Íslands hið eina sem væri þessum vanda vaxið – alvant þjóðarsefjun og aðstoð við íslenska ofurhuga. Nú verði kýlt á alvöru útrás: Íslenskir hótelhugsjónamenn sameinist um það – undir leiðsögn forseta lýðveldisins – að drífa þetta af stað. Samhliða því að miðborg Reykjavíkur verði hótelvædd frá Aðalstræti 6 og upp úr hefjist endurreisn Rómaborgar!!
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun