Valkostur í stjórnarskrármálinu 30. ágúst 2012 06:00 Í grein sem birtist í Fréttablaðinu í kjölfar búsáhaldabyltingar, snemma árs 2009, varpaði ég fram þeirri spurningu hvort það væri sanngjörn ályktun að lýðveldisstjórnarskráin hefði brugðist íslensku samfélagi og hvort það væri óhjákvæmilegur þáttur í viðreisn Íslands að byrjað væri frá grunni við mótun íslenskrar stjórnskipunar. Sjálfur leitaðist ég við að svara spurningunni á þá leið að hollusta við grunngildi núverandi stjórnarskrár væri mikilvægari en setning nýrrar og áferðarfallegri stjórnarskrár. Þótt yfirvegaðar breytingar á afmörkuðum atriðum stjórnarskrárinnar væru af hinu góða (og það væru vissulega atriði í íslenskri stjórnskipun sem færa mættu til betri vegar) gegndi öðru máli um „stjórnskipulega óvissuferð" á umbrotatímum. Slíkri vegferð kynni að lykta með því að stjórnarskránni yrði í heild sinni varpað fyrir róða með ófyrirséðum afleiðingum. Nú, rúmlega þremur árum síðar eftir birtingu framangreindrar greinar, liggur fyrir frumvarp Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem felur í sér breytingar á velflestum ef ekki öllum meginatriðum íslenskrar stjórnskipunar, jafnvel á sumum sem ekki hafa valdið sérstökum ágreiningi. Þótt ætluð áhrif breytinganna, sem sumar hverjar eru róttækar, hafi lítt verið könnuð og hin nýja stjórnskipun sé í raun þokukennd þegar litið er á frumvarpið í heild, hefur verið ákveðið að frumvarpið verði borið undir atkvæði þjóðarinnar 20. október nk. í ráðgefandi atkvæðagreiðslu. Þar sem vilji núverandi ríkisstjórnar virðist standa til þess að frumvarpið verði samþykkt fyrir næstu kosningar til Alþingis getur það alls ekki talist fjarstæðukennt að frumvarp Stjórnlagaráðs verði, með eða án einhverra breytinga, samþykkt sem stjórnskipunarlög á næsta kjörtímabili. Það er því löngu tímabært að frumvarp Stjórnlagaráðs sé tekið og rætt af fullri alvöru. Eins og stjórnarskrármálið liggur fyrir á þessari stundu kann svo að virðast að valkostirnir séu aðeins tveir: Að sætta sig við óbreytta stjórnarskrá og stjórnskipulega stöðnun eða samþykkja frumvarp stjórnlagaráðs og þá hugsanlega með einhverjum breytingum. Þá leið að nálgast endurskoðun stjórnarskrárinnar með meiri varkárni og yfirvegun en leiðir af frumvarpi Stjórnlagaráðs hefur vissulega borið á góma með almennum hætti. Að mínum dómi hefur það hins vegar háð umræðunni um þetta mál að ekki hafa komið fram nánar útfærðar hugmyndir um hvernig slík stjórnarskrártillaga gæti litið út. Úr þessu höfum við Ágúst Þór Árnason, deildarformaður lagadeildar Háskólans á Akureyri, séð okkur knúna til að bæta með því að birta opinberlega heildstæða tillögu að endurskoðaðri stjórnarskrá lýðveldisins Íslands ásamt skýringum. Tillaga okkar að endurskoðaðri stjórnarskrá er að meginstefnu byggð á atriðum sem hafa verið til umræðu á undanförnum árum og áratugum og hafa hlotið nokkuð rækilega athugun. Jafnframt er hér um að ræða atriði, þar sem veruleg samstaða ríkir um breytingar, en sneitt hjá þeim þáttum sem sætt hafa ágreiningi. Hér er því ekki endilega um að ræða einhvers konar draumastjórnarskrá tveggja háskólamanna heldur tilraun til þess að festa hendur á þeim breytingum sem um ríkir víðtæk samstaða. Von okkar er sú að tillagan verði uppbyggilegt framlag til umræðu um stjórnarskrármál á komandi misserum. Tillagan, ásamt skýringum, er birt á vefsíðunni Stjornskipun.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í grein sem birtist í Fréttablaðinu í kjölfar búsáhaldabyltingar, snemma árs 2009, varpaði ég fram þeirri spurningu hvort það væri sanngjörn ályktun að lýðveldisstjórnarskráin hefði brugðist íslensku samfélagi og hvort það væri óhjákvæmilegur þáttur í viðreisn Íslands að byrjað væri frá grunni við mótun íslenskrar stjórnskipunar. Sjálfur leitaðist ég við að svara spurningunni á þá leið að hollusta við grunngildi núverandi stjórnarskrár væri mikilvægari en setning nýrrar og áferðarfallegri stjórnarskrár. Þótt yfirvegaðar breytingar á afmörkuðum atriðum stjórnarskrárinnar væru af hinu góða (og það væru vissulega atriði í íslenskri stjórnskipun sem færa mættu til betri vegar) gegndi öðru máli um „stjórnskipulega óvissuferð" á umbrotatímum. Slíkri vegferð kynni að lykta með því að stjórnarskránni yrði í heild sinni varpað fyrir róða með ófyrirséðum afleiðingum. Nú, rúmlega þremur árum síðar eftir birtingu framangreindrar greinar, liggur fyrir frumvarp Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem felur í sér breytingar á velflestum ef ekki öllum meginatriðum íslenskrar stjórnskipunar, jafnvel á sumum sem ekki hafa valdið sérstökum ágreiningi. Þótt ætluð áhrif breytinganna, sem sumar hverjar eru róttækar, hafi lítt verið könnuð og hin nýja stjórnskipun sé í raun þokukennd þegar litið er á frumvarpið í heild, hefur verið ákveðið að frumvarpið verði borið undir atkvæði þjóðarinnar 20. október nk. í ráðgefandi atkvæðagreiðslu. Þar sem vilji núverandi ríkisstjórnar virðist standa til þess að frumvarpið verði samþykkt fyrir næstu kosningar til Alþingis getur það alls ekki talist fjarstæðukennt að frumvarp Stjórnlagaráðs verði, með eða án einhverra breytinga, samþykkt sem stjórnskipunarlög á næsta kjörtímabili. Það er því löngu tímabært að frumvarp Stjórnlagaráðs sé tekið og rætt af fullri alvöru. Eins og stjórnarskrármálið liggur fyrir á þessari stundu kann svo að virðast að valkostirnir séu aðeins tveir: Að sætta sig við óbreytta stjórnarskrá og stjórnskipulega stöðnun eða samþykkja frumvarp stjórnlagaráðs og þá hugsanlega með einhverjum breytingum. Þá leið að nálgast endurskoðun stjórnarskrárinnar með meiri varkárni og yfirvegun en leiðir af frumvarpi Stjórnlagaráðs hefur vissulega borið á góma með almennum hætti. Að mínum dómi hefur það hins vegar háð umræðunni um þetta mál að ekki hafa komið fram nánar útfærðar hugmyndir um hvernig slík stjórnarskrártillaga gæti litið út. Úr þessu höfum við Ágúst Þór Árnason, deildarformaður lagadeildar Háskólans á Akureyri, séð okkur knúna til að bæta með því að birta opinberlega heildstæða tillögu að endurskoðaðri stjórnarskrá lýðveldisins Íslands ásamt skýringum. Tillaga okkar að endurskoðaðri stjórnarskrá er að meginstefnu byggð á atriðum sem hafa verið til umræðu á undanförnum árum og áratugum og hafa hlotið nokkuð rækilega athugun. Jafnframt er hér um að ræða atriði, þar sem veruleg samstaða ríkir um breytingar, en sneitt hjá þeim þáttum sem sætt hafa ágreiningi. Hér er því ekki endilega um að ræða einhvers konar draumastjórnarskrá tveggja háskólamanna heldur tilraun til þess að festa hendur á þeim breytingum sem um ríkir víðtæk samstaða. Von okkar er sú að tillagan verði uppbyggilegt framlag til umræðu um stjórnarskrármál á komandi misserum. Tillagan, ásamt skýringum, er birt á vefsíðunni Stjornskipun.is.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun