Hestamenn hunsaðir Brynjar Kvaran skrifar 4. september 2012 06:00 Nú er til kynningar hjá Reykjavíkurborg nýtt deiliskipulag fyrir Heiðmörk og hægt að gera athugasemdir við það til 12. september nk. Hestaíþróttin er þriðja fjölmennasta íþróttagreinin innan ÍSÍ með um tólf þúsund félagsmenn. Á höfuðborgarsvæðinu einu eru skráðir félagsmenn um sex þúsund. Fjöldi þeirra sem stunda hestamennsku er þó mun meiri þar sem stór hluti hestamanna er ekki félagsbundinn. Á höfuðborgarsvæðinu eru einnig margir reiðskólar og hestaleigur og áætlað er að um átján þúsund manns stundi hestamennsku á ári hverju á höfuðborgarsvæðinu. Félagssvæði hestamannafélaganna í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði eru öll í næsta nágrenni við Heiðmörkina því þar hafa sveitarfélögin úthlutað þeim svæðum undir hesthús, reiðhallir og keppnisvelli. Hins vegar virðist skilningur skipulagsyfirvalda á eðli hestamennsku vera takmarkaður sem kemur best fram þegar verið er að skipuleggja nágrenni hestamannahverfanna. Hestamennska gengur aðeins að litlum hluta út á að ríða á hringvöllum eða í reiðhöllum. Hún gengur fyrst og fremst út á að að ríða út í náttúrunni og njóta hennar og hestanna í reiðtúrum og ferðalögum um landið. Miklu skiptir því að fjölbreyttar reiðleiðir séu fyrir hendi og eðli málsins samkvæmt ekki síst í námunda við hestamannahverfin. Á tímabilinu frá desember til júní ár hvert eru hestamenn án efa einn allra fjölmennasti hópurinn sem fer um og nýtir sér Heiðmerkursvæðið. Það hlýtur því að teljast eðlilegt og sjálfsagt að tekið sé tillit til hestamanna og þarfa þeirra við gerð deiliskipulags fyrir svæðið. Það er því nokkuð einkennilegt að lesa greinargerð með deiliskipulagstillögunni en í henni er ekkert fjallað um þessa miklu umferð hestamanna um svæðið sem áratuga hefð er fyrir. Skipulagið verður auðvitað að gera ráð fyrir að hestamenn geti hér eftir sem hingað til stundað íþrótt sína og útreiðar í námunda við hestamannahverfin þar sem þeir hafa fjárfest í aðstöðu fyrir sitt áhugamál. Reiðgötur eru útivistar- og íþróttavettvangur hestamanna. Þeir vilja að aðrir sýni þessu skilning og þá ekki síst sveitarfélög og skipulagsyfirvöld. Sama deiliskipulagstillaga og nú er auglýst af hálfu Reykjavíkurborgar var til umfjöllunar fyrir tveimur árum. Hestamennafélagið Fákur, reiðveganefnd Landssambands hestamanna og fleiri gerðu þá alvarlegar athugasemdir við tillöguna og bentu á að það væri óásættanlegt hversu lítið tillit væri tekið til ofangreindra hagsmuna hestamanna í tillögunni. Hestamenn eru samkvæmt tillögunni útilokaðir frá stórum hluta svæðisins og hún tekur alls ekki tillit til almennrar notkunar og þarfa hestamanna. Besta dæmið þar um er að stysti hringur sem hestamenn geta farið innan svæðisins sem tillagan tekur til er u.þ.b. 19 km langur. Það er auðvitað algjörlega óásættanlegt. Í samvinnu við landslagsarkitekt og aðra fagaðila voru lagðar fram vel ígrundaðar tillögur til breytinga og bóta á skipulaginu. Síðan þá hefur ekkert heyrst í þeim sem fara með þessi mál af hálfu Reykjavíkurborgar. Engir fundir hafa verið haldnir með hestamönnum um tillöguna eða önnur samskipi höfð við þá um hana. Athugasemdir og breytingatillögur hagsmunaaðila hestamanna virðast hafa verið algjörlega hunsaðar. Á fundi sem hestamannafélagið Fákur hélt nýlega var fundarmönnum heitt í hamsi og þar samþykkt harðorð ályktun gegn deiliskipulagstillögunni og breytinga krafist. Líklegt er að önnur hestamannafélög á höfuðborgarsvæðinu muni gera slíkt hið sama enda hafa þau líka hagsmuna að gæta þar sem félagssvæði þeirra flestra liggja að Heiðmerkursvæðinu. Það munu einnig fjölmargir hestamenn gera í eigin nafni því tillagan er óásættanleg og takmarkar möguleika þeirra til að stunda íþrótt sína og áhugamál og rýrir um leið verðgildi fasteigna þeirra. Þess er krafist að fundað verði með hestamönnum, hlustað á þá, þeim sýndur skilningur og virðing og að komið verði til móts við kröfur þeirra um betra aðgengi fyrir hestamenn og nýtingu á Heiðmerkursvæðinu. Það viljum við gera í sátt og samlyndi við aðra notendur svæðisins, hagsmunaaðila, fagaðila og náttúruna sjálfa. Er það ekki tilgangurinn og það sem að er stefnt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Nú er til kynningar hjá Reykjavíkurborg nýtt deiliskipulag fyrir Heiðmörk og hægt að gera athugasemdir við það til 12. september nk. Hestaíþróttin er þriðja fjölmennasta íþróttagreinin innan ÍSÍ með um tólf þúsund félagsmenn. Á höfuðborgarsvæðinu einu eru skráðir félagsmenn um sex þúsund. Fjöldi þeirra sem stunda hestamennsku er þó mun meiri þar sem stór hluti hestamanna er ekki félagsbundinn. Á höfuðborgarsvæðinu eru einnig margir reiðskólar og hestaleigur og áætlað er að um átján þúsund manns stundi hestamennsku á ári hverju á höfuðborgarsvæðinu. Félagssvæði hestamannafélaganna í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði eru öll í næsta nágrenni við Heiðmörkina því þar hafa sveitarfélögin úthlutað þeim svæðum undir hesthús, reiðhallir og keppnisvelli. Hins vegar virðist skilningur skipulagsyfirvalda á eðli hestamennsku vera takmarkaður sem kemur best fram þegar verið er að skipuleggja nágrenni hestamannahverfanna. Hestamennska gengur aðeins að litlum hluta út á að ríða á hringvöllum eða í reiðhöllum. Hún gengur fyrst og fremst út á að að ríða út í náttúrunni og njóta hennar og hestanna í reiðtúrum og ferðalögum um landið. Miklu skiptir því að fjölbreyttar reiðleiðir séu fyrir hendi og eðli málsins samkvæmt ekki síst í námunda við hestamannahverfin. Á tímabilinu frá desember til júní ár hvert eru hestamenn án efa einn allra fjölmennasti hópurinn sem fer um og nýtir sér Heiðmerkursvæðið. Það hlýtur því að teljast eðlilegt og sjálfsagt að tekið sé tillit til hestamanna og þarfa þeirra við gerð deiliskipulags fyrir svæðið. Það er því nokkuð einkennilegt að lesa greinargerð með deiliskipulagstillögunni en í henni er ekkert fjallað um þessa miklu umferð hestamanna um svæðið sem áratuga hefð er fyrir. Skipulagið verður auðvitað að gera ráð fyrir að hestamenn geti hér eftir sem hingað til stundað íþrótt sína og útreiðar í námunda við hestamannahverfin þar sem þeir hafa fjárfest í aðstöðu fyrir sitt áhugamál. Reiðgötur eru útivistar- og íþróttavettvangur hestamanna. Þeir vilja að aðrir sýni þessu skilning og þá ekki síst sveitarfélög og skipulagsyfirvöld. Sama deiliskipulagstillaga og nú er auglýst af hálfu Reykjavíkurborgar var til umfjöllunar fyrir tveimur árum. Hestamennafélagið Fákur, reiðveganefnd Landssambands hestamanna og fleiri gerðu þá alvarlegar athugasemdir við tillöguna og bentu á að það væri óásættanlegt hversu lítið tillit væri tekið til ofangreindra hagsmuna hestamanna í tillögunni. Hestamenn eru samkvæmt tillögunni útilokaðir frá stórum hluta svæðisins og hún tekur alls ekki tillit til almennrar notkunar og þarfa hestamanna. Besta dæmið þar um er að stysti hringur sem hestamenn geta farið innan svæðisins sem tillagan tekur til er u.þ.b. 19 km langur. Það er auðvitað algjörlega óásættanlegt. Í samvinnu við landslagsarkitekt og aðra fagaðila voru lagðar fram vel ígrundaðar tillögur til breytinga og bóta á skipulaginu. Síðan þá hefur ekkert heyrst í þeim sem fara með þessi mál af hálfu Reykjavíkurborgar. Engir fundir hafa verið haldnir með hestamönnum um tillöguna eða önnur samskipi höfð við þá um hana. Athugasemdir og breytingatillögur hagsmunaaðila hestamanna virðast hafa verið algjörlega hunsaðar. Á fundi sem hestamannafélagið Fákur hélt nýlega var fundarmönnum heitt í hamsi og þar samþykkt harðorð ályktun gegn deiliskipulagstillögunni og breytinga krafist. Líklegt er að önnur hestamannafélög á höfuðborgarsvæðinu muni gera slíkt hið sama enda hafa þau líka hagsmuna að gæta þar sem félagssvæði þeirra flestra liggja að Heiðmerkursvæðinu. Það munu einnig fjölmargir hestamenn gera í eigin nafni því tillagan er óásættanleg og takmarkar möguleika þeirra til að stunda íþrótt sína og áhugamál og rýrir um leið verðgildi fasteigna þeirra. Þess er krafist að fundað verði með hestamönnum, hlustað á þá, þeim sýndur skilningur og virðing og að komið verði til móts við kröfur þeirra um betra aðgengi fyrir hestamenn og nýtingu á Heiðmerkursvæðinu. Það viljum við gera í sátt og samlyndi við aðra notendur svæðisins, hagsmunaaðila, fagaðila og náttúruna sjálfa. Er það ekki tilgangurinn og það sem að er stefnt?
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar