Ríkið tekur til sín stóran hluta lífeyrissjóðsgreiðslna Sigríður Hanna Ingólfsdóttir skrifar 6. september 2012 06:00 Hið opinbera klípur, oft duglega, af greiðslum til lífeyrisþega úr tveimur áttum. Annars vegar í gegnum tekjuskatt og/eða fjármagnstekjuskatt og hins vegar með tekjutengingum, þar sem skattskyldar tekjur fyrir skatt skerða lífeyrisgreiðslur, sem fólk fær úr almannatryggingakerfinu. Veigamest er tekjutengingin á sérstaka uppbót til framfærslu, en hún skerðist krónu á móti krónu (100% skerðing) við skattskyldar tekjur fyrir skatt. Lítum á dæmi: Örorkulífeyrisþeginn í dæminu fær útborgað á mánuði 18.798 kr. úr lífeyrissjóði en sömu tekjur (30.000 kr. fyrir skatt) skerða örorkulífeyri hans (eftir skatt) frá TR um 10.702 kr. á mánuði. Samanlögð er þá skerðing vegna tekna úr lífeyrissjóði og tekjuskattur af sömu greiðslum 21.904 kr. á mánuði. Því gefa 30.000 kr. á mánuði (fyrir skatt) frá lífeyrissjóði aðeins 8.096 kr. hærri ráðstöfunartekjur. Meginhluta greiðslnanna tekur ríkið til sín í formi tekjuskatts og tekjutenginga. 30.000 kr. lífeyrissjóðsgreiðslur á mánuði fyrir skatt: 8.096 kr. hærri ráðstöfunartekjur 21.904 kr. eða 73% af 30.000 kr. fær ríkið í gegnum tekjuskatt og tekjutengingar Lögbundin aðild að lífeyrissjóðum, ekki frjálst val. Öryrkjar með réttindi í lífeyrissjóði hafa greitt iðgjöld oft og tíðum í mörg ár fyrir örorkumat. Samkvæmt lögum er skylda að greiða iðgjald í lífeyrissjóð frá 16 til 70 ára. Aðild að lífeyrissjóði kemur fram í kjarasamningi og því er um lögbundinn skyldusparnað að ræða, en ekki frjálst val. Mörgum örorkulífeyrisþegum sem leitað hafa til ÖBÍ og hafa greitt iðgjald í lífeyrissjóð fyrir orkutap misbýður að fá aðeins lítinn hluta lífeyrissjóðsgreiðslnanna í vasann þar sem meginhluti þeirra gengur til ríkissjóðs. Ríkið tekur til sín 73% af lágum lífeyrissjóðsgreiðslum. Dæmið hér að ofan er um örorkulífeyrisþega með lágar aðrar tekjur, eða 30.000 kr. fyrir skatt. Af lágum lífeyrissjóðsgreiðslum tekur ríkissjóður 73% í formi tekjuskatts og tekjutenginga. Dæmið sýnir enn fremur hversu miklar tekjuskerðingar eru í almannatryggingakerfinu og á það sérstaklega við um sérstaka uppbót til framfærslu, sem skerðist krónu á móti krónu. Svipuð útkoma yrði ef 30.000 lífeyrissjóðstekjum yrði skipt út fyrir 30.000 kr. atvinnutekjur á mánuði. Það gleymist gjarnan þegar rætt er um útgjöld til almannatrygginga hversu stóran hluta ríkið tekur til baka með skerðingum, tekjutengingum og skatti, en skerðingar voru auknar að nýju í júlí 2009. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Hið opinbera klípur, oft duglega, af greiðslum til lífeyrisþega úr tveimur áttum. Annars vegar í gegnum tekjuskatt og/eða fjármagnstekjuskatt og hins vegar með tekjutengingum, þar sem skattskyldar tekjur fyrir skatt skerða lífeyrisgreiðslur, sem fólk fær úr almannatryggingakerfinu. Veigamest er tekjutengingin á sérstaka uppbót til framfærslu, en hún skerðist krónu á móti krónu (100% skerðing) við skattskyldar tekjur fyrir skatt. Lítum á dæmi: Örorkulífeyrisþeginn í dæminu fær útborgað á mánuði 18.798 kr. úr lífeyrissjóði en sömu tekjur (30.000 kr. fyrir skatt) skerða örorkulífeyri hans (eftir skatt) frá TR um 10.702 kr. á mánuði. Samanlögð er þá skerðing vegna tekna úr lífeyrissjóði og tekjuskattur af sömu greiðslum 21.904 kr. á mánuði. Því gefa 30.000 kr. á mánuði (fyrir skatt) frá lífeyrissjóði aðeins 8.096 kr. hærri ráðstöfunartekjur. Meginhluta greiðslnanna tekur ríkið til sín í formi tekjuskatts og tekjutenginga. 30.000 kr. lífeyrissjóðsgreiðslur á mánuði fyrir skatt: 8.096 kr. hærri ráðstöfunartekjur 21.904 kr. eða 73% af 30.000 kr. fær ríkið í gegnum tekjuskatt og tekjutengingar Lögbundin aðild að lífeyrissjóðum, ekki frjálst val. Öryrkjar með réttindi í lífeyrissjóði hafa greitt iðgjöld oft og tíðum í mörg ár fyrir örorkumat. Samkvæmt lögum er skylda að greiða iðgjald í lífeyrissjóð frá 16 til 70 ára. Aðild að lífeyrissjóði kemur fram í kjarasamningi og því er um lögbundinn skyldusparnað að ræða, en ekki frjálst val. Mörgum örorkulífeyrisþegum sem leitað hafa til ÖBÍ og hafa greitt iðgjald í lífeyrissjóð fyrir orkutap misbýður að fá aðeins lítinn hluta lífeyrissjóðsgreiðslnanna í vasann þar sem meginhluti þeirra gengur til ríkissjóðs. Ríkið tekur til sín 73% af lágum lífeyrissjóðsgreiðslum. Dæmið hér að ofan er um örorkulífeyrisþega með lágar aðrar tekjur, eða 30.000 kr. fyrir skatt. Af lágum lífeyrissjóðsgreiðslum tekur ríkissjóður 73% í formi tekjuskatts og tekjutenginga. Dæmið sýnir enn fremur hversu miklar tekjuskerðingar eru í almannatryggingakerfinu og á það sérstaklega við um sérstaka uppbót til framfærslu, sem skerðist krónu á móti krónu. Svipuð útkoma yrði ef 30.000 lífeyrissjóðstekjum yrði skipt út fyrir 30.000 kr. atvinnutekjur á mánuði. Það gleymist gjarnan þegar rætt er um útgjöld til almannatrygginga hversu stóran hluta ríkið tekur til baka með skerðingum, tekjutengingum og skatti, en skerðingar voru auknar að nýju í júlí 2009.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun