Gegn fátækt Þorvaldur Gylfason skrifar 20. september 2012 06:00 Fátækt er ranglát, einkum gagnvart bjargarvana börnum, sem ráða engu um afkomu sína. En fátækt fer minnkandi um allan heim. Baráttan gegn fátæktinni hefur borið árangur. Um þennan árangur má hafa margt til marks. Sárasta fátækt líða þeir, sem þurfa að draga fram lífið á 1,25 Bandaríkjadollurum á dag eða minna. Alþjóðabankinn hefur fylgzt með þessum hópi frá 1981. Fyrir 30 árum þurftu þrír af hverjum fjórum íbúum Austur-Asíu að gera sér að góðu 1,25 dollara á dag, en nú er hlutfallið komið niður í einn af hverjum sjö. Í Suður-Asíu þurftu sex af hverjum tíu að láta sér duga 1,25 dollara á dag 1981, en nú er hlutfallið komið niður í röskan þriðjung. Í Suður-Ameríku hefur allra fátækasta fólkinu fækkað úr 12% af mannfjöldanum 1981 niður í 6% 2008. Framsóknin hefur verið hægari í Afríku. Þar lifðu 52% mannfjöldans á 1,25 dollurum á dag eða minna fyrir 30 árum, en nú er hlutfallið 48%. Afríka hefur rétt úr kútnum síðustu ár. Sum þeirra landa, sem búa við mestan hagvöxt nú, eru í Afríku. Botsvana á heimsmet í hagvexti frá 1965. Hagtölur segja þó ekki nema hálfa söguna um árangurinn af baráttunni við fátækt. Nýfætt barn í Kína 1960 gat vænzt þess að ná 43 ára aldri. Nú getur kínverskur hvítvoðungur vænzt þess að verða 73 ára. Meðalævin í Kína hefur því lengzt um 30 ár á hálfri öld eða um röska sjö mánuði á ári. Það er bylting. Í Indlandi hefur meðalævin lengzt úr 42 árum 1960 í 65 ár 2010 eða um næstum sex mánuði á ári. Þetta skiptir máli m.a. vegna þess, að þriðjungur mannkyns á heima í Indlandi og Kína. Betri hagstjórn og frjálsari viðskipti eiga ríkan þátt í þessum umskiptum þar og víða annars staðar. Þróunarsamvinna hefur gert gagn. Þróunarsamvinnustofnun Íslands vinnur gott og þarft verk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Sjá meira
Fátækt er ranglát, einkum gagnvart bjargarvana börnum, sem ráða engu um afkomu sína. En fátækt fer minnkandi um allan heim. Baráttan gegn fátæktinni hefur borið árangur. Um þennan árangur má hafa margt til marks. Sárasta fátækt líða þeir, sem þurfa að draga fram lífið á 1,25 Bandaríkjadollurum á dag eða minna. Alþjóðabankinn hefur fylgzt með þessum hópi frá 1981. Fyrir 30 árum þurftu þrír af hverjum fjórum íbúum Austur-Asíu að gera sér að góðu 1,25 dollara á dag, en nú er hlutfallið komið niður í einn af hverjum sjö. Í Suður-Asíu þurftu sex af hverjum tíu að láta sér duga 1,25 dollara á dag 1981, en nú er hlutfallið komið niður í röskan þriðjung. Í Suður-Ameríku hefur allra fátækasta fólkinu fækkað úr 12% af mannfjöldanum 1981 niður í 6% 2008. Framsóknin hefur verið hægari í Afríku. Þar lifðu 52% mannfjöldans á 1,25 dollurum á dag eða minna fyrir 30 árum, en nú er hlutfallið 48%. Afríka hefur rétt úr kútnum síðustu ár. Sum þeirra landa, sem búa við mestan hagvöxt nú, eru í Afríku. Botsvana á heimsmet í hagvexti frá 1965. Hagtölur segja þó ekki nema hálfa söguna um árangurinn af baráttunni við fátækt. Nýfætt barn í Kína 1960 gat vænzt þess að ná 43 ára aldri. Nú getur kínverskur hvítvoðungur vænzt þess að verða 73 ára. Meðalævin í Kína hefur því lengzt um 30 ár á hálfri öld eða um röska sjö mánuði á ári. Það er bylting. Í Indlandi hefur meðalævin lengzt úr 42 árum 1960 í 65 ár 2010 eða um næstum sex mánuði á ári. Þetta skiptir máli m.a. vegna þess, að þriðjungur mannkyns á heima í Indlandi og Kína. Betri hagstjórn og frjálsari viðskipti eiga ríkan þátt í þessum umskiptum þar og víða annars staðar. Þróunarsamvinna hefur gert gagn. Þróunarsamvinnustofnun Íslands vinnur gott og þarft verk.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar