Kennaramenntun á Íslandi – Stöndum með kennurum Þórður Á. Hjaltested og Björg Bjarnadóttir skrifar 11. október 2012 00:00 Í Fréttablaðinu 10. október 2012 er viðtal við Björgvin G. Sigurðsson, formann allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, undir yfirskriftinni „Skoða styttingu náms í þrjú ár". Kennarasamband Íslands (KÍ) telur það algjörlega galið að forystufólk þjóðarinnar sé í alvöru að hugsa á þessum nótum. Hvar er metnaður og framsýni yfirvalda? Á að kasta út um gluggann framsýnni stefnu sem sett var með heildarendurskoðun á lögum um skólastigin og menntun kennara og skólastjórnenda 2008? – Uppgjöf myndi einhver segja. KÍ hefur haft það á stefnuskrá sinni um langt skeið að nám kennara sé eflt og styrkt. Sá áfangi náðist með lögum frá Alþingi 2008. Þar með stöndum við jafnfætis þeim þjóðum sem lengst hafa gengið. Lagabreytingin var gerð í samhengi við breytingu á lögum allra skólastiga og í samvinnu allra hagsmunaaðila, m.a. ríkis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, samtaka foreldra og stéttarfélaga kennara. Um var að ræða mikið framfaraspor sem við getum verið verulega stolt af og eftir því hefur verið tekið í löndunum í kringum okkur. Það var vitað að einhver fækkun yrði á nemendum við kennarabrautirnar fyrstu árin eftir að ný lög tækju gildi. Við verðum að horfa til framtíðar og því má það alls ekki gerast að þessu sé breytt aftur í fyrra horf. Það er engu minni ábyrgð að kenna nemendum á fyrsta skólastiginu, þ.e. leikskólanum, heldur en nemendum í grunnskóla eða framhaldsskóla. Það að leikskólakennari útskrifist með meistaragráðu er jafn mikilvægt og það er fyrir grunn- og framhaldsskólakennara. Menntun kennara á að vera samræmd. Það var eitt af lykilatriðum þess að hægt væri að tengja betur saman mörk skólastiganna og setja sameiginlega aðalnámskrá. Við Íslendingar viljum vera í fremstu röð meðal þjóða þegar kemur að menntun. Við viljum að kennarar séu vel menntaðir og vel undirbúnir til að takast á við það mikilvæga verkefni að mennta börn og ungmenni í því fjölbreytta samfélagi sem við lifum í. Nær væri að alþingismenn og sveitarstjórnarmenn færu að meta menntun betur til launa og búa kennurum betri starfsaðstæður. Kennarinn er háskólamenntaður sérfræðingur og á að vera metinn sem slíkur. Það sem fælir ungt fólk mest frá því að velja sér kennarastarfið sem framtíðarstarfsvettvang eru launakjörin sem í boði eru. Við brýnum forystumenn þjóðarinnar til að beita sér af alvöru fyrir bættum kjörum kennara. Þá mun ungt fólk flykkjast í kennaranám. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 10. október 2012 er viðtal við Björgvin G. Sigurðsson, formann allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, undir yfirskriftinni „Skoða styttingu náms í þrjú ár". Kennarasamband Íslands (KÍ) telur það algjörlega galið að forystufólk þjóðarinnar sé í alvöru að hugsa á þessum nótum. Hvar er metnaður og framsýni yfirvalda? Á að kasta út um gluggann framsýnni stefnu sem sett var með heildarendurskoðun á lögum um skólastigin og menntun kennara og skólastjórnenda 2008? – Uppgjöf myndi einhver segja. KÍ hefur haft það á stefnuskrá sinni um langt skeið að nám kennara sé eflt og styrkt. Sá áfangi náðist með lögum frá Alþingi 2008. Þar með stöndum við jafnfætis þeim þjóðum sem lengst hafa gengið. Lagabreytingin var gerð í samhengi við breytingu á lögum allra skólastiga og í samvinnu allra hagsmunaaðila, m.a. ríkis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, samtaka foreldra og stéttarfélaga kennara. Um var að ræða mikið framfaraspor sem við getum verið verulega stolt af og eftir því hefur verið tekið í löndunum í kringum okkur. Það var vitað að einhver fækkun yrði á nemendum við kennarabrautirnar fyrstu árin eftir að ný lög tækju gildi. Við verðum að horfa til framtíðar og því má það alls ekki gerast að þessu sé breytt aftur í fyrra horf. Það er engu minni ábyrgð að kenna nemendum á fyrsta skólastiginu, þ.e. leikskólanum, heldur en nemendum í grunnskóla eða framhaldsskóla. Það að leikskólakennari útskrifist með meistaragráðu er jafn mikilvægt og það er fyrir grunn- og framhaldsskólakennara. Menntun kennara á að vera samræmd. Það var eitt af lykilatriðum þess að hægt væri að tengja betur saman mörk skólastiganna og setja sameiginlega aðalnámskrá. Við Íslendingar viljum vera í fremstu röð meðal þjóða þegar kemur að menntun. Við viljum að kennarar séu vel menntaðir og vel undirbúnir til að takast á við það mikilvæga verkefni að mennta börn og ungmenni í því fjölbreytta samfélagi sem við lifum í. Nær væri að alþingismenn og sveitarstjórnarmenn færu að meta menntun betur til launa og búa kennurum betri starfsaðstæður. Kennarinn er háskólamenntaður sérfræðingur og á að vera metinn sem slíkur. Það sem fælir ungt fólk mest frá því að velja sér kennarastarfið sem framtíðarstarfsvettvang eru launakjörin sem í boði eru. Við brýnum forystumenn þjóðarinnar til að beita sér af alvöru fyrir bættum kjörum kennara. Þá mun ungt fólk flykkjast í kennaranám.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun