Valkostur að vera öryrki? Ragnheiður Sverrisdóttir skrifar 11. október 2012 00:00 Nokkrir einstaklingar hafa að undanförnu komið fram í fjölmiðlum í nafni Öryrkjabandalags Íslands og fullyrt að þeir hafi ekki valið að verða öryrkjar. Þetta er athyglisverð fullyrðing. Hún vekur spurningar um hvort maður álíti hugsanlega að fólk velji að verða öryrkjar af því að það sé því á einhvern hátt til framdráttar. Maður staldrar við og veltir fyrir sér eigin viðhorfum til öryrkja og örorku. Það er margt sem við veljum ekki í lífinu eins og t.d. hvaða sjúkdóma við fáum eða hvort við verðum öryrkjar. Við höfum mismunandi afstöðu til sjúkdóma og ég hef heyrt geðfatlað fólk segja: „Bara að ég hefði frekar fengið krabbamein. Þá hefði ég fengið meiri stuðning, meiri samúð og mér væri ekki kennt um að hafa „valið" það að verða geðfötluð." Þetta er skýrt dæmi um hversu ólík viðhorf eru til sjúkdóma og þá ekki síst til geðsjúkdóma borið saman við líkamlega. Slys gera ekki boð á undan sér og þar eiga orð John Lennons sannarlega við: „Life is what happens to you while you're busy making other plans." – „Lífið er það sem á sér stað meðan þú skipuleggur annað." – En það gerist ýmislegt óvænt sem enginn mundi velja en verður samt sem áður að búa við til æviloka. Með auglýsingum ÖBÍ eru öryrkjar ekki að kalla eftir vorkunnsemi heldur þvert á móti skilningi og að mannréttindi þeirra séu virt og að lífsskilyrði þeirra verði bætt. Margir öryrkja leggja mikið af mörkum til samfélags okkar og flestir hafa verið á vinnumarkaði og greitt skatta og gera enn því bætur eru skattskyldar. Enginn sem ekki er til þess neyddur vill vera „áskrifandi" að örorkubótum því þær eru langt undir neysluviðmiðum velferðarráðuneytisins og leiða fólk oft inn í fátæktargildru. En það er mikilvægt að gæta þess að manngildi okkar felst ekki í því hvort við vinnum launavinnu eða ekki. Samfélag okkar er mótað af því viðhorfi að sérhver einstaklingur sé mikilvægur og skuli njóta mannréttinda. Barátta ÖBÍ gengur út á það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Nokkrir einstaklingar hafa að undanförnu komið fram í fjölmiðlum í nafni Öryrkjabandalags Íslands og fullyrt að þeir hafi ekki valið að verða öryrkjar. Þetta er athyglisverð fullyrðing. Hún vekur spurningar um hvort maður álíti hugsanlega að fólk velji að verða öryrkjar af því að það sé því á einhvern hátt til framdráttar. Maður staldrar við og veltir fyrir sér eigin viðhorfum til öryrkja og örorku. Það er margt sem við veljum ekki í lífinu eins og t.d. hvaða sjúkdóma við fáum eða hvort við verðum öryrkjar. Við höfum mismunandi afstöðu til sjúkdóma og ég hef heyrt geðfatlað fólk segja: „Bara að ég hefði frekar fengið krabbamein. Þá hefði ég fengið meiri stuðning, meiri samúð og mér væri ekki kennt um að hafa „valið" það að verða geðfötluð." Þetta er skýrt dæmi um hversu ólík viðhorf eru til sjúkdóma og þá ekki síst til geðsjúkdóma borið saman við líkamlega. Slys gera ekki boð á undan sér og þar eiga orð John Lennons sannarlega við: „Life is what happens to you while you're busy making other plans." – „Lífið er það sem á sér stað meðan þú skipuleggur annað." – En það gerist ýmislegt óvænt sem enginn mundi velja en verður samt sem áður að búa við til æviloka. Með auglýsingum ÖBÍ eru öryrkjar ekki að kalla eftir vorkunnsemi heldur þvert á móti skilningi og að mannréttindi þeirra séu virt og að lífsskilyrði þeirra verði bætt. Margir öryrkja leggja mikið af mörkum til samfélags okkar og flestir hafa verið á vinnumarkaði og greitt skatta og gera enn því bætur eru skattskyldar. Enginn sem ekki er til þess neyddur vill vera „áskrifandi" að örorkubótum því þær eru langt undir neysluviðmiðum velferðarráðuneytisins og leiða fólk oft inn í fátæktargildru. En það er mikilvægt að gæta þess að manngildi okkar felst ekki í því hvort við vinnum launavinnu eða ekki. Samfélag okkar er mótað af því viðhorfi að sérhver einstaklingur sé mikilvægur og skuli njóta mannréttinda. Barátta ÖBÍ gengur út á það.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar