Svo margt sameiginlegt Stefan Füle skrifar 11. október 2012 00:00 Þegar ég hitti Íslendinga er ég gjarnan spurður sömu tveggja spurninganna: Af hverju ættum við að ganga til liðs við Evrópusambandið á erfiðleikatímum? Og hvaða raunverulegi ávinningur fæst fyrir báða aðila ef Ísland gengur í sambandið? Þessar spurningar krefjast skýrra og heiðarlegra svara því þær ná inn að innsta kjarna sambands okkar sem byggir á sameiginlegum og óhagganlegum grunni. Til að byrja með þá deilum við sömu gildum. Samfélög okkar byggja á sömu grundvallarreglum um lýðræði og frelsi. Alþingi, elsta starfandi þing í heimi, er til marks um það. Ég einblíni á gildin vegna þess að þau móta sýn okkar á heiminn og viðbrögð okkar við hnattrænum áskorunum. Slíkar áskoranir, og viðbrögð við þeim, eru í síauknum mæli viðfangsefni bæði Íslands og ESB. Leyfið mér að orða það svona: Við erum eins og nágrannar sem búa hlið við hlið. Þrátt fyrir að stundum komi upp erjur erum við ávallt sammála í lykilmálum. Við deilum ekki einungis sameiginlegum gildum, áhugamálum og áskorunum heldur einnig sameiginlegum lausnum. Efnahagur okkar er nátengdur: ESB er langstærsti viðskiptaaðili Íslands, en þrír fjórðungar af útflutningi Íslands fara til landa ESB. Þá eigum við sameiginlegra hagsmuna að gæta hvað varðar sjálfbæran sjávarútveg og málefni norðurslóða, sem gegna stöðugt mikilvægara hlutverki. Með aðild að Schengen-samkomulaginu njóta Íslendingar þess að ferðast án vegabréfs til flestra landa ESB. Ísland er öflugur og virkur þátttakandi í rannsóknum sem fjármagnaðar eru af ESB. Fleiri en 2.100 íslenskir nemar hafa tekið þátt í Erasmus skiptinemaáætluninni frá 2007. Og síðast en ekki síst eru lög okkar að ákveðnum hluta sameiginleg, þökk sé aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Því er að sjálfsögðu ekki að neita að ESB er í kreppu en ég efast þó ekki um að sambandið nái sér á strik. Erfiðleikar – hvort sem þeir eru af efnahagslegum, pólitískum eða náttúrulegum toga – eru staðreynd lífsins. Það þarf ekki að sannfæra ykkur um það, sem hafið nýverið upplifað og jafnað ykkur á efnahagslegum og náttúrulegum hamförum. Bæði Ísland og ESB munu þurfa að kljást við aðra erfiðleika í framtíðinni. Það að kljást við er í raun lykilatriði. ESB hefur í gegnum tíðina sýnt merkilega hæfni til aðlögunar og til að takast á við erfiðleika, og jafnvel komið út sterkari fyrir vikið. Þetta er nokkuð sem við sjáum gerast núna. Þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í til að takast á við núverandi ástand eru teknar að móta nýja, bætta, samhæfðari og sterkari Evrópu. Í framtíðinni munu Ísland og ESB takast á við nýjar hnattrænar áskoranir. Það er mat mitt að bæði Ísland og ESB verði betur í stakk búin að takast á við þessar áskoranir í sameiningu. Þið verðið í aðstöðu til að móta stefnumál hjá leiðandi viðskiptabandalagi á heimsvísu og þungavigtaraðila á alþjóða vettvangi. ESB mun einnig njóta góðs af frumkvöðlakrafti Íslendinga og hæfileika þeirra til að yfirstíga hindranir. Þegar þið veltið fyrir ykkur framtíðarmöguleikum þá hvet ég ykkur eindregið til að horfa á það sem við eigum sameiginlegt, sér í lagi þegar samningar hafa náð mikilvægu stigi. Ég fagna þeirri opnu umræðu sem ég hef orðið vitni að hingað til og hvet alla Íslendinga til að taka þátt í þeirri umræðu. Ég er fullviss um að undir lok viðræðna getum við kynnt samning sem tekur tillit til sérstöðu Íslands og tryggir grundvallarreglur ESB. Hann mun gera ykkur, íslensku þjóðinni, kleift að taka ákvörðun. Greinin er birt í tilefni af útgáfu framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar ESB um Ísland, 10. október 2012. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Þegar ég hitti Íslendinga er ég gjarnan spurður sömu tveggja spurninganna: Af hverju ættum við að ganga til liðs við Evrópusambandið á erfiðleikatímum? Og hvaða raunverulegi ávinningur fæst fyrir báða aðila ef Ísland gengur í sambandið? Þessar spurningar krefjast skýrra og heiðarlegra svara því þær ná inn að innsta kjarna sambands okkar sem byggir á sameiginlegum og óhagganlegum grunni. Til að byrja með þá deilum við sömu gildum. Samfélög okkar byggja á sömu grundvallarreglum um lýðræði og frelsi. Alþingi, elsta starfandi þing í heimi, er til marks um það. Ég einblíni á gildin vegna þess að þau móta sýn okkar á heiminn og viðbrögð okkar við hnattrænum áskorunum. Slíkar áskoranir, og viðbrögð við þeim, eru í síauknum mæli viðfangsefni bæði Íslands og ESB. Leyfið mér að orða það svona: Við erum eins og nágrannar sem búa hlið við hlið. Þrátt fyrir að stundum komi upp erjur erum við ávallt sammála í lykilmálum. Við deilum ekki einungis sameiginlegum gildum, áhugamálum og áskorunum heldur einnig sameiginlegum lausnum. Efnahagur okkar er nátengdur: ESB er langstærsti viðskiptaaðili Íslands, en þrír fjórðungar af útflutningi Íslands fara til landa ESB. Þá eigum við sameiginlegra hagsmuna að gæta hvað varðar sjálfbæran sjávarútveg og málefni norðurslóða, sem gegna stöðugt mikilvægara hlutverki. Með aðild að Schengen-samkomulaginu njóta Íslendingar þess að ferðast án vegabréfs til flestra landa ESB. Ísland er öflugur og virkur þátttakandi í rannsóknum sem fjármagnaðar eru af ESB. Fleiri en 2.100 íslenskir nemar hafa tekið þátt í Erasmus skiptinemaáætluninni frá 2007. Og síðast en ekki síst eru lög okkar að ákveðnum hluta sameiginleg, þökk sé aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Því er að sjálfsögðu ekki að neita að ESB er í kreppu en ég efast þó ekki um að sambandið nái sér á strik. Erfiðleikar – hvort sem þeir eru af efnahagslegum, pólitískum eða náttúrulegum toga – eru staðreynd lífsins. Það þarf ekki að sannfæra ykkur um það, sem hafið nýverið upplifað og jafnað ykkur á efnahagslegum og náttúrulegum hamförum. Bæði Ísland og ESB munu þurfa að kljást við aðra erfiðleika í framtíðinni. Það að kljást við er í raun lykilatriði. ESB hefur í gegnum tíðina sýnt merkilega hæfni til aðlögunar og til að takast á við erfiðleika, og jafnvel komið út sterkari fyrir vikið. Þetta er nokkuð sem við sjáum gerast núna. Þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í til að takast á við núverandi ástand eru teknar að móta nýja, bætta, samhæfðari og sterkari Evrópu. Í framtíðinni munu Ísland og ESB takast á við nýjar hnattrænar áskoranir. Það er mat mitt að bæði Ísland og ESB verði betur í stakk búin að takast á við þessar áskoranir í sameiningu. Þið verðið í aðstöðu til að móta stefnumál hjá leiðandi viðskiptabandalagi á heimsvísu og þungavigtaraðila á alþjóða vettvangi. ESB mun einnig njóta góðs af frumkvöðlakrafti Íslendinga og hæfileika þeirra til að yfirstíga hindranir. Þegar þið veltið fyrir ykkur framtíðarmöguleikum þá hvet ég ykkur eindregið til að horfa á það sem við eigum sameiginlegt, sér í lagi þegar samningar hafa náð mikilvægu stigi. Ég fagna þeirri opnu umræðu sem ég hef orðið vitni að hingað til og hvet alla Íslendinga til að taka þátt í þeirri umræðu. Ég er fullviss um að undir lok viðræðna getum við kynnt samning sem tekur tillit til sérstöðu Íslands og tryggir grundvallarreglur ESB. Hann mun gera ykkur, íslensku þjóðinni, kleift að taka ákvörðun. Greinin er birt í tilefni af útgáfu framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar ESB um Ísland, 10. október 2012.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun