Hver er róninn? Páll Tryggvason skrifar 13. október 2012 06:00 Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2013 segir á bls. 358 undir lið 206 sem fjallar um sjúkratryggingar: „Greiðsluþátttöku verður hætt í metýlfenidatlyfjum fyrir fullorðna enda eru lyfin einungis ætluð börnum og unglingum samkvæmt klínískum leiðbeiningum."¹ Þessi fullyrðing kallar á athugasemd því hún er röng. Árið 2006 stofnaði þáverandi landlæknir til vinnuhóps til að semja klínískar leiðbeiningar um greiningu og meðferð ADHD. Leiðbeiningarnar, Vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests með ofvirkni (ADHD), voru birtar í desember 2007 á heimasíðu embættisins sem opinberar, faglegar leiðbeiningar embættisins til heilbrigðisstarfsmanna en jafnframt til upplýsinga fyrir stjórnsýsluna og almenning. Þáverandi aðstoðarlandlæknir, sem svo síðar um tíma gegndi embætti landlæknis, leiddi starfshópinn. Víða var leitað fanga: Erlendar klínískar leiðbeiningar beggja vegna Atlantshafsála voru skoðaðar og hafðar til hliðsjónar og leitað til innlendra sérfræðinga um afmörkuð efni. Í kjölfar umræðu í samfélaginu um misnotkun örvandi lyfja 2011 var vinnuhópurinn kallaður saman til að fara yfir leiðbeiningarnar. Yfirfarnar og endurbættar leiðbeiningar landlæknis voru birtar á vef embættisins 7. mars 2012. Á bls. 21-30 er fjallað um meðferð fullorðinna. Í kaflanum „Verklag við greiningu fullorðinna" er m.a fjallað um hvernig rétt sé að standa að greiningu, hvaða tæki skal nota og hvaða upplýsinga skal afla og með hvaða hætti. Þar er kafli um mismunagreiningar og fylgisjúkdóma, taugasálfræðilegar og líffræðilegar rannsóknir, samband vímuefnavandamála og ADHD og þeirrar varúðar sem þarf þess vegna að gæta við greiningu og meðferð. Fjallað er um fræðslu til sjúklinga og aðstandenda, einstaklingsmeðferð og hópmeðferð, svo dæmi séu nefnd. Minnstu máli er varið til að fjalla um lyfjameðferð en þó segir þar: „Ef fræðsla og ráðgjöf bera ekki árangur er rétt að hugleiða lyfjameðferð við ADHD svo framarlega sem ekki er frábending fyrir notkun þeirra svo sem fíknisjúkdómur geðrofssjúkdómur. Í flestum tilfellum er methylphenidat fyrsta val en ef það virkar ekki, þolist ekki eða er ekki talið viðeigandi má reyna meðferð með atomoxetini (NICE 2008)." (bls. 27)². Síðan eru gefnar ýmsar leiðbeiningar sem lúta að lyfjameðferðinni, fjallað um gildi hennar og rannsóknir sem styðja hana og hvernig skuli standa að eftirliti með meðferð. Að öllu ofansögðu er ljóst að tilvitnunin í frumvarpinu er röng, þ.e.a.s. ef þar er átt við klínískar leiðbeiningar landlæknis. Öllum verða einhvern tíma á mistök og sérhver sem viðurkennir mistök sín vex við það. Þessi ranga tilvitnun hefur því miður ekki verið dregin til baka eða leiðrétt og svo virðist sem tillagan eigi að standa óbreytt. Það vekur athygli að núverandi landlæknir virðist áhyggjulítill um að hallað sé réttu máli þegar vitnað er til skýrslu sem hann er ábyrgur fyrir. Það er full ástæða til að fara vel með opinbert fé og viðeigandi stofnanir sinni því eftirliti sem þeim ber og nauðsyn að sjá til þess að þessi lyf, sem önnur, rati eingöngu til þeirra sem þau eru ætluð. En það ber að fara rétt með staðreyndir. Metýlfenidat er öruggt og öflugt lyf. Vandamál sem tengjast misnotkun þess verður að takast á við með öflugum hætti. Tilkynning velferðarráðuneytisins í dag (10. okt.) felur ekki í sér nýjungar. Allt hefur það komið fram áður án þess að bera árangur. Af hverju skyldi það duga nú? Árni Pálsson prófessor mun einhvern tíma hafa sagt að það væru rónarnir sem kæmu óorði á brennivínið. Það er engum til góðs að kasta barninu út með baðvatninu og með því bera fyrir borð hag þeirra sem þjást. Öflugt eftirlit eykur á gæði greiningar og meðferðar og fer vel með opinbert fé. Þetta eftirlit hefur verið máttlítið þrátt fyrir augljósan vanda. Veldur hver á heldur. Þá virðist það gleymast í þessum „nýju" aðgerðum að hluti þjóðarinnar býr fyrir aftan Esjuna. Hugsum málið upp á nýtt og hlúum að þeim sem eiga erfitt. ¹. http://www.althingi.is/altext/141/s/pdf/0001.pdf ². http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item14259/version5/ADHD-7.%20mars%202012.pdf Skrifað í Svíþjóð á alþjóða geðheilbrigðisdeginum 10. okt. 2012. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2013 segir á bls. 358 undir lið 206 sem fjallar um sjúkratryggingar: „Greiðsluþátttöku verður hætt í metýlfenidatlyfjum fyrir fullorðna enda eru lyfin einungis ætluð börnum og unglingum samkvæmt klínískum leiðbeiningum."¹ Þessi fullyrðing kallar á athugasemd því hún er röng. Árið 2006 stofnaði þáverandi landlæknir til vinnuhóps til að semja klínískar leiðbeiningar um greiningu og meðferð ADHD. Leiðbeiningarnar, Vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests með ofvirkni (ADHD), voru birtar í desember 2007 á heimasíðu embættisins sem opinberar, faglegar leiðbeiningar embættisins til heilbrigðisstarfsmanna en jafnframt til upplýsinga fyrir stjórnsýsluna og almenning. Þáverandi aðstoðarlandlæknir, sem svo síðar um tíma gegndi embætti landlæknis, leiddi starfshópinn. Víða var leitað fanga: Erlendar klínískar leiðbeiningar beggja vegna Atlantshafsála voru skoðaðar og hafðar til hliðsjónar og leitað til innlendra sérfræðinga um afmörkuð efni. Í kjölfar umræðu í samfélaginu um misnotkun örvandi lyfja 2011 var vinnuhópurinn kallaður saman til að fara yfir leiðbeiningarnar. Yfirfarnar og endurbættar leiðbeiningar landlæknis voru birtar á vef embættisins 7. mars 2012. Á bls. 21-30 er fjallað um meðferð fullorðinna. Í kaflanum „Verklag við greiningu fullorðinna" er m.a fjallað um hvernig rétt sé að standa að greiningu, hvaða tæki skal nota og hvaða upplýsinga skal afla og með hvaða hætti. Þar er kafli um mismunagreiningar og fylgisjúkdóma, taugasálfræðilegar og líffræðilegar rannsóknir, samband vímuefnavandamála og ADHD og þeirrar varúðar sem þarf þess vegna að gæta við greiningu og meðferð. Fjallað er um fræðslu til sjúklinga og aðstandenda, einstaklingsmeðferð og hópmeðferð, svo dæmi séu nefnd. Minnstu máli er varið til að fjalla um lyfjameðferð en þó segir þar: „Ef fræðsla og ráðgjöf bera ekki árangur er rétt að hugleiða lyfjameðferð við ADHD svo framarlega sem ekki er frábending fyrir notkun þeirra svo sem fíknisjúkdómur geðrofssjúkdómur. Í flestum tilfellum er methylphenidat fyrsta val en ef það virkar ekki, þolist ekki eða er ekki talið viðeigandi má reyna meðferð með atomoxetini (NICE 2008)." (bls. 27)². Síðan eru gefnar ýmsar leiðbeiningar sem lúta að lyfjameðferðinni, fjallað um gildi hennar og rannsóknir sem styðja hana og hvernig skuli standa að eftirliti með meðferð. Að öllu ofansögðu er ljóst að tilvitnunin í frumvarpinu er röng, þ.e.a.s. ef þar er átt við klínískar leiðbeiningar landlæknis. Öllum verða einhvern tíma á mistök og sérhver sem viðurkennir mistök sín vex við það. Þessi ranga tilvitnun hefur því miður ekki verið dregin til baka eða leiðrétt og svo virðist sem tillagan eigi að standa óbreytt. Það vekur athygli að núverandi landlæknir virðist áhyggjulítill um að hallað sé réttu máli þegar vitnað er til skýrslu sem hann er ábyrgur fyrir. Það er full ástæða til að fara vel með opinbert fé og viðeigandi stofnanir sinni því eftirliti sem þeim ber og nauðsyn að sjá til þess að þessi lyf, sem önnur, rati eingöngu til þeirra sem þau eru ætluð. En það ber að fara rétt með staðreyndir. Metýlfenidat er öruggt og öflugt lyf. Vandamál sem tengjast misnotkun þess verður að takast á við með öflugum hætti. Tilkynning velferðarráðuneytisins í dag (10. okt.) felur ekki í sér nýjungar. Allt hefur það komið fram áður án þess að bera árangur. Af hverju skyldi það duga nú? Árni Pálsson prófessor mun einhvern tíma hafa sagt að það væru rónarnir sem kæmu óorði á brennivínið. Það er engum til góðs að kasta barninu út með baðvatninu og með því bera fyrir borð hag þeirra sem þjást. Öflugt eftirlit eykur á gæði greiningar og meðferðar og fer vel með opinbert fé. Þetta eftirlit hefur verið máttlítið þrátt fyrir augljósan vanda. Veldur hver á heldur. Þá virðist það gleymast í þessum „nýju" aðgerðum að hluti þjóðarinnar býr fyrir aftan Esjuna. Hugsum málið upp á nýtt og hlúum að þeim sem eiga erfitt. ¹. http://www.althingi.is/altext/141/s/pdf/0001.pdf ². http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item14259/version5/ADHD-7.%20mars%202012.pdf Skrifað í Svíþjóð á alþjóða geðheilbrigðisdeginum 10. okt. 2012.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun