Þegar ég dey Davíð Ingi Magnússon skrifar 1. nóvember 2012 08:00 Þegar ég kveð þennan heim hætta ákveðin ensím og taugaboð að myndast í heilanum. Hugsanir, hreyfingar og tilfinningar mínar verða að engu. Líkami minn verður að öllum líkindum grafinn, enda hugnast mér líkbruni illa. Áður en að greftrinum kemur fer líkami minn í ákveðið ferli hjá næstu heilbrigðisstofnun við dánarstað minn. Á bak við þetta ferli stendur vel menntað fólk á borð við lækna og hjúkrunarfræðinga. Það er gott að hugsa til þess að hæft fólk muni annast jarðneskar leifar mínar eftir minn dag. Það eru þó blikur á lofti hvað varðar hæfi þessara heilbrigðisstarfsmanna. Ástæðan er ekki sú að heilbrigðisstarfsmenn á Íslandi séu vanhæfir til þess að sinna störfum sínum en vegna niðurskurðar til Háskóla Íslands, gæti svo farið. Niðurskurðurinn bitnar með beinum hætti á verðandi heilbrigðisstarfsmönnum og nú þegar hefur Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, sökum fjárskorts, þurft að fella niður hluta af námskeiði um meðhöndlun líka. Hvernig eiga þessir starfsmenn að geta sinnt skyldum sínum ef þekkingin er ekki til staðar? Mun líkami okkar fá þá virðingu að vera meðhöndlaður af hæfu starfsfólki eftir okkar dag? Ég beini þessum einföldu spurningum til ráðamanna í íslensku samfélagi og óska eftir því að þeir íhugi vandlega í hvað fjármagnið fer þegar fjárlög til Háskóla Íslands verða tekin til skoðunar á næstu vikum. Ég tel að svarið sé einfalt. Fyrsta flokks háskólar, fyrsta flokks samfélag. Annars flokks háskólar, annars flokks samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar ég kveð þennan heim hætta ákveðin ensím og taugaboð að myndast í heilanum. Hugsanir, hreyfingar og tilfinningar mínar verða að engu. Líkami minn verður að öllum líkindum grafinn, enda hugnast mér líkbruni illa. Áður en að greftrinum kemur fer líkami minn í ákveðið ferli hjá næstu heilbrigðisstofnun við dánarstað minn. Á bak við þetta ferli stendur vel menntað fólk á borð við lækna og hjúkrunarfræðinga. Það er gott að hugsa til þess að hæft fólk muni annast jarðneskar leifar mínar eftir minn dag. Það eru þó blikur á lofti hvað varðar hæfi þessara heilbrigðisstarfsmanna. Ástæðan er ekki sú að heilbrigðisstarfsmenn á Íslandi séu vanhæfir til þess að sinna störfum sínum en vegna niðurskurðar til Háskóla Íslands, gæti svo farið. Niðurskurðurinn bitnar með beinum hætti á verðandi heilbrigðisstarfsmönnum og nú þegar hefur Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, sökum fjárskorts, þurft að fella niður hluta af námskeiði um meðhöndlun líka. Hvernig eiga þessir starfsmenn að geta sinnt skyldum sínum ef þekkingin er ekki til staðar? Mun líkami okkar fá þá virðingu að vera meðhöndlaður af hæfu starfsfólki eftir okkar dag? Ég beini þessum einföldu spurningum til ráðamanna í íslensku samfélagi og óska eftir því að þeir íhugi vandlega í hvað fjármagnið fer þegar fjárlög til Háskóla Íslands verða tekin til skoðunar á næstu vikum. Ég tel að svarið sé einfalt. Fyrsta flokks háskólar, fyrsta flokks samfélag. Annars flokks háskólar, annars flokks samfélag.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar