Vandinn við að vera fatlaður á nóttunni Dóra S. Bjarnason skrifar 2. nóvember 2012 08:00 Opið bréf til Bjarkar Vilhelmsdóttur og Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, Jóns Gnarr borgarstjóra og Dags Eggertssonar, forseta borgarstjórnar. Getur verið að yfirfærsla málefna fatlaðra hafi verið í hálfgerðu frosti frá janúar 2011? Getur verið að þekking á málum fólks með fötlun og fjölskyldum þess sé lítil hjá velferðarráði og starfsfólki á velferðarsviði Reykjavíkur? Hvernig dugar hún í þjónustu við fatlaða Reykvíkinga? Er næg samleiðni í þekkingu starfsfólksins? Er sú þekking í einhverjum tilfellum úrelt? Getur verið að það sé einkennandi fyrir velferðarráð og þjónustukerfi Reykjavíkur að fólk fái engin svör við spurningum eða útúrsnúninga? Er starfsfólk velferðarsviðs valdalaust og án verkfæra til að annast lögbundnar skyldur við að tryggja mannréttindi fatlaðra Reykvíkinga? Þessar og fleiri spurningar leita á mig, nú eftir nær tveggja ára kafkaísk samskipti okkar sonar míns, lögfræðings okkar og vina við ykkur, Vesturgarð og velferðarsvið. Málið snýst um að ég hef óskað eftir því í tæp tvö ár að fatlaður sonur minn fái fjármuni til að greiða fyrir næturvaktir. Benedikt Hákon Bjarnason er farsæll og víðförull Reykvíkingur og tónlistarunnandi á fertugsaldri. Hann hefur búið með reisn á eigin heimili í 12 ár, enda þótt hann geti aldrei verið einn sökum fötlunar sinnar og flogaveiki. Við komum á fót því sem nú nefnist í lögum „notendastýrð persónuleg aðstoð" (NPA) og Benedikt fékk fyrstur fjölfatlaðra manna hér á landi (2001-2011) slíkan stuðning. Greiðslurnar hafa aldrei staðið fyllilega undir kostnaði við aðstoð við Benedikt og vorum við árlega sett í betlarastöðu gagnvart Svæðisskrifstofu Reykjavíkur. Ég og vinir Benedikts sáum um þann stuðning sem á vantaði. Benedikt deilir heimili sínu með þremur aðstoðarmönnum, erlendu námsfólki á líku reki og hann. Hann á líf sitt og lífsgæði undir árvekni þess. Starfsmennirnir aðstoða hann til skiptis á daginn og á ólaunuðum næturvöktum. Þegar Reykjavíkurborg tók við málaflokknum varð Benedikt þjónustuþegi Vesturgarðs. Ég sótti strax í janúar 2011 um næturvaktir svo Benedikt þyrfti ekki lengur að vera upp á mig og góðvild starfsfólksins kominn. Á þeim tíma þurfti Benedikt að skipta út flogaveikilyfjum sem hann hefur notað frá 1995 og gerir enn. Slíkar breytingar geta kallað fram flogaköst sem ég vil ekki leggja á Benedikt og aðstoðarfólk í sjálfboðavinnu. Vesturgarður tók okkur upphaflega vel. Hófst nú mikil fundaröð um þetta einfalda mál. Á vordögum 2011 var syni mínum boðin hálf næturvakt (greiðsla fyrir fjórar stundir), sem við vorum þá tilbúin að þiggja í ljósi 11 ára reynslu af því að taka það sem býðst hverju sinni og semja betur næst. Þetta tilboð var hins vegar afturkallað án raka og syni mínum bent á að sækja um „notendastýrða, persónulega aðstoð" (NPA) í tilraunaskyni. Í haust 2012 stóð honum þetta skyndilega aftur til boða. Við höfnuðum því enda er Benedikt fatlaður 24 tíma sólarhrings. Ég er ekki tilbúin til að sitja fleiri baráttufundi vegna málsins. Í stuttu máli hefur umsókn Benedikts verið hafnað tvívegis og án haldbærra raka. Ítrekaðar fyrirspurnir mínar, lögfræðibréf, vönduð skýrsla fötlunarfræðings og skorinort bréf frá sérfræðilækni sem staðfestir að „Benedikt er flogaveikur og fjölfatlaður og þarf aðstoð allan sólarhringinn", hafa fallið í grýttan jarðveg, ekki verið svarað eða svarað með útúrsnúningum. Læknabréfið þótti til dæmis ekki nægilega nákvæmt. Borgarstjórinn úr Besta flokknum, Jón Gnarr, þáði teboð heima hjá syni mínum í sumar ásamt tveimur öðrum gestum úr forystu Samfylkingarinnar og embættiskerfinu. Þetta var ánægjulegt heimboð sem lauk með því að Benedikt og borgarstjóri tóku höndum saman í léttum dans. Gestum mátti vera ljós þörf Benedikts og umhyggja starfsfólksins hans. Ég er 65 ára og er að gefast upp á því að þurfa að taka svona slag. Ég er ekki lengur fær um að stökkva til ef eitthvað bilar í þjónustu við son minn. Allir foreldrar eiga rétt á að eldast og deyja. Ég kaus Samfylkinguna fyrir Reykjavík, því ég treysti þeim flokki til að standa vörð um mannréttindi á þessum erfiðu tímum. Var það dómgreindarbrestur? Nú get ég fátt annað gert en að bjóða ykkur, forystufólki borgarinnar, heim til Benedikts nokkur kvöld. Dagur, þú ert velkominn fyrstur, því þér treysti ég best í krafti menntunar þinnar. Þér er hér með boðið að koma 4. nóvember kl. 22 og gista á Reynimelnum. Málið er að öðru leyti í höndum lögfræðings enda varðar það mannréttindi. Með vinsemd og virðingu Dóra S. Bjarnason Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til Bjarkar Vilhelmsdóttur og Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, Jóns Gnarr borgarstjóra og Dags Eggertssonar, forseta borgarstjórnar. Getur verið að yfirfærsla málefna fatlaðra hafi verið í hálfgerðu frosti frá janúar 2011? Getur verið að þekking á málum fólks með fötlun og fjölskyldum þess sé lítil hjá velferðarráði og starfsfólki á velferðarsviði Reykjavíkur? Hvernig dugar hún í þjónustu við fatlaða Reykvíkinga? Er næg samleiðni í þekkingu starfsfólksins? Er sú þekking í einhverjum tilfellum úrelt? Getur verið að það sé einkennandi fyrir velferðarráð og þjónustukerfi Reykjavíkur að fólk fái engin svör við spurningum eða útúrsnúninga? Er starfsfólk velferðarsviðs valdalaust og án verkfæra til að annast lögbundnar skyldur við að tryggja mannréttindi fatlaðra Reykvíkinga? Þessar og fleiri spurningar leita á mig, nú eftir nær tveggja ára kafkaísk samskipti okkar sonar míns, lögfræðings okkar og vina við ykkur, Vesturgarð og velferðarsvið. Málið snýst um að ég hef óskað eftir því í tæp tvö ár að fatlaður sonur minn fái fjármuni til að greiða fyrir næturvaktir. Benedikt Hákon Bjarnason er farsæll og víðförull Reykvíkingur og tónlistarunnandi á fertugsaldri. Hann hefur búið með reisn á eigin heimili í 12 ár, enda þótt hann geti aldrei verið einn sökum fötlunar sinnar og flogaveiki. Við komum á fót því sem nú nefnist í lögum „notendastýrð persónuleg aðstoð" (NPA) og Benedikt fékk fyrstur fjölfatlaðra manna hér á landi (2001-2011) slíkan stuðning. Greiðslurnar hafa aldrei staðið fyllilega undir kostnaði við aðstoð við Benedikt og vorum við árlega sett í betlarastöðu gagnvart Svæðisskrifstofu Reykjavíkur. Ég og vinir Benedikts sáum um þann stuðning sem á vantaði. Benedikt deilir heimili sínu með þremur aðstoðarmönnum, erlendu námsfólki á líku reki og hann. Hann á líf sitt og lífsgæði undir árvekni þess. Starfsmennirnir aðstoða hann til skiptis á daginn og á ólaunuðum næturvöktum. Þegar Reykjavíkurborg tók við málaflokknum varð Benedikt þjónustuþegi Vesturgarðs. Ég sótti strax í janúar 2011 um næturvaktir svo Benedikt þyrfti ekki lengur að vera upp á mig og góðvild starfsfólksins kominn. Á þeim tíma þurfti Benedikt að skipta út flogaveikilyfjum sem hann hefur notað frá 1995 og gerir enn. Slíkar breytingar geta kallað fram flogaköst sem ég vil ekki leggja á Benedikt og aðstoðarfólk í sjálfboðavinnu. Vesturgarður tók okkur upphaflega vel. Hófst nú mikil fundaröð um þetta einfalda mál. Á vordögum 2011 var syni mínum boðin hálf næturvakt (greiðsla fyrir fjórar stundir), sem við vorum þá tilbúin að þiggja í ljósi 11 ára reynslu af því að taka það sem býðst hverju sinni og semja betur næst. Þetta tilboð var hins vegar afturkallað án raka og syni mínum bent á að sækja um „notendastýrða, persónulega aðstoð" (NPA) í tilraunaskyni. Í haust 2012 stóð honum þetta skyndilega aftur til boða. Við höfnuðum því enda er Benedikt fatlaður 24 tíma sólarhrings. Ég er ekki tilbúin til að sitja fleiri baráttufundi vegna málsins. Í stuttu máli hefur umsókn Benedikts verið hafnað tvívegis og án haldbærra raka. Ítrekaðar fyrirspurnir mínar, lögfræðibréf, vönduð skýrsla fötlunarfræðings og skorinort bréf frá sérfræðilækni sem staðfestir að „Benedikt er flogaveikur og fjölfatlaður og þarf aðstoð allan sólarhringinn", hafa fallið í grýttan jarðveg, ekki verið svarað eða svarað með útúrsnúningum. Læknabréfið þótti til dæmis ekki nægilega nákvæmt. Borgarstjórinn úr Besta flokknum, Jón Gnarr, þáði teboð heima hjá syni mínum í sumar ásamt tveimur öðrum gestum úr forystu Samfylkingarinnar og embættiskerfinu. Þetta var ánægjulegt heimboð sem lauk með því að Benedikt og borgarstjóri tóku höndum saman í léttum dans. Gestum mátti vera ljós þörf Benedikts og umhyggja starfsfólksins hans. Ég er 65 ára og er að gefast upp á því að þurfa að taka svona slag. Ég er ekki lengur fær um að stökkva til ef eitthvað bilar í þjónustu við son minn. Allir foreldrar eiga rétt á að eldast og deyja. Ég kaus Samfylkinguna fyrir Reykjavík, því ég treysti þeim flokki til að standa vörð um mannréttindi á þessum erfiðu tímum. Var það dómgreindarbrestur? Nú get ég fátt annað gert en að bjóða ykkur, forystufólki borgarinnar, heim til Benedikts nokkur kvöld. Dagur, þú ert velkominn fyrstur, því þér treysti ég best í krafti menntunar þinnar. Þér er hér með boðið að koma 4. nóvember kl. 22 og gista á Reynimelnum. Málið er að öðru leyti í höndum lögfræðings enda varðar það mannréttindi. Með vinsemd og virðingu Dóra S. Bjarnason
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun