Hvar má treysta orðum manna? Bjarni Gíslason skrifar 27. nóvember 2012 08:00 Vilhjálmur Egilsson tók sterkt til orða 9. nóvember síðastliðinn í samtali við mbl.is, í tengslum við nýja skýrslu Samtaka atvinnulífsins um skattamál, þegar hann gagnrýndi stjórnvöld og sagði: „Ísland er ekki lengur hluti af Evrópu þar sem treysta má á orð manna og stöðugleika í starfsskilyrðum, Ísland er orðið nyrsta Afríkuríkið. Um þetta er talað meðal erlendra fjárfesta og þetta er staður sem við viljum ekki vera á." Nú ætla ég að láta Vilhjálmi eftir að fjalla um starfsskilyrði og stöðugleika á Íslandi og skattamál. En orðalagið er umhugsunarefni. Ég efast ekki um landafræðikunnáttu Vilhjálms, enda er hann að eigin sögn að tala um landafræði í huga erlendra fjárfesta. Hann virðist ganga út frá því sem vísu og erlendir fjárfestar að hans sögn einnig, að ekki í einu einasta ríki af 54 ríkjum Afríku megi „treysta á orð manna og stöðugleika í starfsskilyrðum". Eða er ég að misskilja eitthvað?Orðræða sem flokkar Orðalag lýsir hugsunarhætti. Orðræða sem flokkar og setur fram fullyrðingu um að heil heimsálfa sé óstöðug og ekki sé hægt að treysta orðum þar, er að mínu mati varhugaverð og ekki til fyrirmyndar. Hjálparstarf kirkjunnar hefur með stuðningi Íslendinga fjárfest heilmikið í Afríku ef svo má að orði komast. Í góðu samstarfi við stjórnvöld í Eþíópíu, Malaví og Úganda hefur tekist að vinna að framfaramálum meðal þeirra sem verst hafa það. Brunnar verið grafnir, hús og vatnstankar verið reistir fyrir munaðarlaus börn, heilsugæslustöðvar byggðar, staðaryfirvöld efld til að virkja lýðræði og samfélagsþátttöku fólks, kamrar reistir og frætt um smitleiðir sjúkdóma og hreinlæti og svona mætti lengi telja.Góður árangur Hverju verkefni er fylgt eftir og reynslan og matsskýrslur hafa sýnt góðan og stöðugan árangur. Að fjárfestingin hafi sannarlega skilað árangri og betri aðstæðum fyrir þá sem verkefni Hjálparstarfsins ná til. Framlag yfirvalda á hverjum stað og fólksins sjálfs er mjög mikið og grundvöllur þess góða árangurs sem náðst hefur. Mig langaði bara að benda Vilhjálmi, Samtökum atvinnulífsins og öllum Íslendingum á góða fjárfestingarmöguleika í Afríku. Að styðja verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku er góð fjárfesting sem skilar góðum ávexti í betri lífsskilyrðum þeirra sem búa við verstu kjörin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Sjá meira
Vilhjálmur Egilsson tók sterkt til orða 9. nóvember síðastliðinn í samtali við mbl.is, í tengslum við nýja skýrslu Samtaka atvinnulífsins um skattamál, þegar hann gagnrýndi stjórnvöld og sagði: „Ísland er ekki lengur hluti af Evrópu þar sem treysta má á orð manna og stöðugleika í starfsskilyrðum, Ísland er orðið nyrsta Afríkuríkið. Um þetta er talað meðal erlendra fjárfesta og þetta er staður sem við viljum ekki vera á." Nú ætla ég að láta Vilhjálmi eftir að fjalla um starfsskilyrði og stöðugleika á Íslandi og skattamál. En orðalagið er umhugsunarefni. Ég efast ekki um landafræðikunnáttu Vilhjálms, enda er hann að eigin sögn að tala um landafræði í huga erlendra fjárfesta. Hann virðist ganga út frá því sem vísu og erlendir fjárfestar að hans sögn einnig, að ekki í einu einasta ríki af 54 ríkjum Afríku megi „treysta á orð manna og stöðugleika í starfsskilyrðum". Eða er ég að misskilja eitthvað?Orðræða sem flokkar Orðalag lýsir hugsunarhætti. Orðræða sem flokkar og setur fram fullyrðingu um að heil heimsálfa sé óstöðug og ekki sé hægt að treysta orðum þar, er að mínu mati varhugaverð og ekki til fyrirmyndar. Hjálparstarf kirkjunnar hefur með stuðningi Íslendinga fjárfest heilmikið í Afríku ef svo má að orði komast. Í góðu samstarfi við stjórnvöld í Eþíópíu, Malaví og Úganda hefur tekist að vinna að framfaramálum meðal þeirra sem verst hafa það. Brunnar verið grafnir, hús og vatnstankar verið reistir fyrir munaðarlaus börn, heilsugæslustöðvar byggðar, staðaryfirvöld efld til að virkja lýðræði og samfélagsþátttöku fólks, kamrar reistir og frætt um smitleiðir sjúkdóma og hreinlæti og svona mætti lengi telja.Góður árangur Hverju verkefni er fylgt eftir og reynslan og matsskýrslur hafa sýnt góðan og stöðugan árangur. Að fjárfestingin hafi sannarlega skilað árangri og betri aðstæðum fyrir þá sem verkefni Hjálparstarfsins ná til. Framlag yfirvalda á hverjum stað og fólksins sjálfs er mjög mikið og grundvöllur þess góða árangurs sem náðst hefur. Mig langaði bara að benda Vilhjálmi, Samtökum atvinnulífsins og öllum Íslendingum á góða fjárfestingarmöguleika í Afríku. Að styðja verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku er góð fjárfesting sem skilar góðum ávexti í betri lífsskilyrðum þeirra sem búa við verstu kjörin.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun