Mikilvægi hluta- bréfaskráninga Páll Harðarson skrifar 8. desember 2012 08:00 Velmegun Íslands í gegnum tíðina hefur verið nátengd því hvernig atvinnulífinu reiðir af. Örfá af stærri fyrirtækjum landsins sem gegna stóru hlutverki sem atvinnuveitendur eru nú á hlutabréfamarkaði en þau hafa að miklu leyti fjármagnað sinn vöxt í gegnum kauphöll. Hlutabréfamarkaðurinn er núna að glæðast, en einhverra hluta vegna hefur það verið útbreiddur misskilningur að einungis stór fyrirtæki eigi erindi inn á markað. Við sjáum það svo á nýskráningum og á þeim sem hafa áætlanir um að koma á markað að um er að ræða fyrirtæki í stærri kantinum, frekar en ekki. En þetta er ekki staðreyndin þegar litið er til annarra markaða á Norðurlöndunum. Hvers vegna koma ekki fleiri smá og millistór fyrirtæki á markað hér og njóta þeirra vaxtarmöguleika sem þar er boðið upp á?Fjármögnun = vöxtur Vöxtur lítilla og meðalstórra fyrirtækja er grundvallaratriði fyrir vöxt efnahagslífsins, það er geta þeirra til að skapa ný störf og viðhalda þannig góðum gangi í efnahagslífinu. Lítil og meðalstór fyrirtæki í dag eiga sum hver í erfiðleikum með að fá aðgang að fjármagni til að stækka. Þar fyrir utan gætu nýjar eiginfjárreglur frá ESB, svonefndar Basel III-reglur, hækkað lántökukostnað vegna bankalána. Við erum því sannfærð um að Kauphöllin muni og þurfi að leika lykilhlutverk í framtíðarfjármögnun fyrirtækja. Fyrir þessu eru nokkrar ástæður: Ÿ Kauphöllin býður upp á sjálfstæða fjármögnun fyrir fyrirtæki og þar með tækifæri fyrir þau til að þróast og vaxa á eigin forsendum. Við sjáum dæmi þessa nú þegar á þeim stóru fyrirtækjum sem hafa vaxið á íslenskum markaði undanfarin 20 ár. Ÿ Kauphöllin býður upp á fjármögnun á breiðum grunni. Hlutafjárútboð veitir öllum sem vilja fjárfesta, bæði litlum og stórum fjárfestum, tækifæri til að taka þátt í vexti fyrirtækis. Ÿ Kauphöllin býður upp á gagnsæi. Gagnsæi er okkar leiðarljós. Við erum sannfærð um að gagnsæi sé ekki bara gott fyrir fjárfesta, heldur einnig fyrir fyrirtæki þar sem þau þurfa stöðugt að að vera á tánum í sínum rekstri. Í bandarískri rannsókn, sem unnin var af IHS Global Insight, kom í ljós að 92 prósent af öllum störfum hjá skráðum fyrirtækjum í Bandaríkjunum höfðu orðið til eftir að þau voru skráð á hlutabréfamarkað.Fleiri skráningar Þrátt fyrir þessa staðreynd er lítið um skráningar smærri fyrirtækja enn sem komið er sem á sér vissulegar margar mismunandi skýringar. Okkur ber þar af leiðandi að velta við hverjum steini til að ýta úr vegi öllum óþarfa hindrunum fyrir fyrirtæki til að vaxa og efnahagslífið að dafna. Við höfum talað fyrir lagabreytingum í þá átt að veita lífeyrissjóðum svigrúm til að fjárfesta í verðbréfum fyrirtækja á First North-markaði Kauphallarinnar. Við höfum talað fyrir breytingum á ákvæðum laga um auðlegðarskatt til að tryggja að hluthöfum í skráðum fyrirtækjum sé ekki mismunað í samanburði við hluthafa í óskráðum fyrirtækjum. Við höfum eflt okkar fræðslustarf um markaðinn og Kauphöllina, til að hvetja til aukinnar umræðu um markaðinn og gagnrýna hugsun. Sé miðað við vaxtarmarkaði svipaða First North t.d. í London, þá er árlegur vöxtur lítilla og meðalstórra fyrirtækja þar 37 prósent. Tíu prósent fyrirtækja á First North-markaðnum í Svíþjóð færa sig upp á Aðalmarkað frá First North á hverju ári, sem sýnir að First North-markaðurinn virkar sem stökkbretti fyrir frekari vöxt fyrirtækja. Við verðum að þora að endurskoða og hugsa upp á nýtt og allir þeir sem hafa áhuga á að endurvekja vöxt í efnahagslífinu þurfa að taka þátt. Kauphöllin er hluti af mikilvægu vistkerfi, þar sem ríkisstjórn og bankar, lífeyrissjóðir, fjárfestingarsjóðir, áhættufjármagnssjóðir, fyrirtæki, stjórnmálamenn og fjárfestar hafa allir hlutverk. Vöxtur sem byggist á blómlegu atvinnu- og efnahagslífi og stuðlar að góðum lífskjörum Íslendinga hlýtur að vera eitthvað sem við viljum öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Velmegun Íslands í gegnum tíðina hefur verið nátengd því hvernig atvinnulífinu reiðir af. Örfá af stærri fyrirtækjum landsins sem gegna stóru hlutverki sem atvinnuveitendur eru nú á hlutabréfamarkaði en þau hafa að miklu leyti fjármagnað sinn vöxt í gegnum kauphöll. Hlutabréfamarkaðurinn er núna að glæðast, en einhverra hluta vegna hefur það verið útbreiddur misskilningur að einungis stór fyrirtæki eigi erindi inn á markað. Við sjáum það svo á nýskráningum og á þeim sem hafa áætlanir um að koma á markað að um er að ræða fyrirtæki í stærri kantinum, frekar en ekki. En þetta er ekki staðreyndin þegar litið er til annarra markaða á Norðurlöndunum. Hvers vegna koma ekki fleiri smá og millistór fyrirtæki á markað hér og njóta þeirra vaxtarmöguleika sem þar er boðið upp á?Fjármögnun = vöxtur Vöxtur lítilla og meðalstórra fyrirtækja er grundvallaratriði fyrir vöxt efnahagslífsins, það er geta þeirra til að skapa ný störf og viðhalda þannig góðum gangi í efnahagslífinu. Lítil og meðalstór fyrirtæki í dag eiga sum hver í erfiðleikum með að fá aðgang að fjármagni til að stækka. Þar fyrir utan gætu nýjar eiginfjárreglur frá ESB, svonefndar Basel III-reglur, hækkað lántökukostnað vegna bankalána. Við erum því sannfærð um að Kauphöllin muni og þurfi að leika lykilhlutverk í framtíðarfjármögnun fyrirtækja. Fyrir þessu eru nokkrar ástæður: Ÿ Kauphöllin býður upp á sjálfstæða fjármögnun fyrir fyrirtæki og þar með tækifæri fyrir þau til að þróast og vaxa á eigin forsendum. Við sjáum dæmi þessa nú þegar á þeim stóru fyrirtækjum sem hafa vaxið á íslenskum markaði undanfarin 20 ár. Ÿ Kauphöllin býður upp á fjármögnun á breiðum grunni. Hlutafjárútboð veitir öllum sem vilja fjárfesta, bæði litlum og stórum fjárfestum, tækifæri til að taka þátt í vexti fyrirtækis. Ÿ Kauphöllin býður upp á gagnsæi. Gagnsæi er okkar leiðarljós. Við erum sannfærð um að gagnsæi sé ekki bara gott fyrir fjárfesta, heldur einnig fyrir fyrirtæki þar sem þau þurfa stöðugt að að vera á tánum í sínum rekstri. Í bandarískri rannsókn, sem unnin var af IHS Global Insight, kom í ljós að 92 prósent af öllum störfum hjá skráðum fyrirtækjum í Bandaríkjunum höfðu orðið til eftir að þau voru skráð á hlutabréfamarkað.Fleiri skráningar Þrátt fyrir þessa staðreynd er lítið um skráningar smærri fyrirtækja enn sem komið er sem á sér vissulegar margar mismunandi skýringar. Okkur ber þar af leiðandi að velta við hverjum steini til að ýta úr vegi öllum óþarfa hindrunum fyrir fyrirtæki til að vaxa og efnahagslífið að dafna. Við höfum talað fyrir lagabreytingum í þá átt að veita lífeyrissjóðum svigrúm til að fjárfesta í verðbréfum fyrirtækja á First North-markaði Kauphallarinnar. Við höfum talað fyrir breytingum á ákvæðum laga um auðlegðarskatt til að tryggja að hluthöfum í skráðum fyrirtækjum sé ekki mismunað í samanburði við hluthafa í óskráðum fyrirtækjum. Við höfum eflt okkar fræðslustarf um markaðinn og Kauphöllina, til að hvetja til aukinnar umræðu um markaðinn og gagnrýna hugsun. Sé miðað við vaxtarmarkaði svipaða First North t.d. í London, þá er árlegur vöxtur lítilla og meðalstórra fyrirtækja þar 37 prósent. Tíu prósent fyrirtækja á First North-markaðnum í Svíþjóð færa sig upp á Aðalmarkað frá First North á hverju ári, sem sýnir að First North-markaðurinn virkar sem stökkbretti fyrir frekari vöxt fyrirtækja. Við verðum að þora að endurskoða og hugsa upp á nýtt og allir þeir sem hafa áhuga á að endurvekja vöxt í efnahagslífinu þurfa að taka þátt. Kauphöllin er hluti af mikilvægu vistkerfi, þar sem ríkisstjórn og bankar, lífeyrissjóðir, fjárfestingarsjóðir, áhættufjármagnssjóðir, fyrirtæki, stjórnmálamenn og fjárfestar hafa allir hlutverk. Vöxtur sem byggist á blómlegu atvinnu- og efnahagslífi og stuðlar að góðum lífskjörum Íslendinga hlýtur að vera eitthvað sem við viljum öll.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun