Metár í ferðaþjónustu Steingrímur J. Sigfússon skrifar 15. desember 2012 06:00 Nú liggur fyrir að árið 2012 verður algert metár í íslenskri ferðaþjónustu. Flest bendir til að fjöldi erlendra ferðamanna verði nálægt 670 þúsund á yfirstandandi ári. Það er heildarfjöldi til flugvalla og með farþegum frá Norrænu til Seyðisfjarðar. Þetta jafngildir 18,5% aukningu frá fyrra metárinu 2011 en þá nam fjöldinn 565 þúsund. Skýringar á þessari jákvæðu þróun eru fjölmargar en markaðsstarfið vegur þó þyngst. Kynning á Íslandi sem ferðamannalandi á erlendum mörkuðum hefur gengið vel. Þar hefur farið saman gott samstarf fyrirtækja í greininni og stjórnvalda, sem tók flugið með markaðsátakinu "Inspired by Iceland". Flestir eru einnig sammála um mikinn árangur af sameiginlegu átaki stjórnvalda og greinarinnar í vetrarferðamennskuátakinu "Ísland allt árið" sem stendur yfir um þessar mundir. Þetta staðfesta nýjar tölur frá nóvember sem sýna ótrúlega aukningu, eða 61% frá fyrra ári. Á árinu 2012 hefur ferðamönnum frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Asíu fjölgað mest en minnst er aukningin frá Norðurlöndunum. Þetta er ánægjuleg þróun, hröð framvinda og breiðari grunnur er lagður með vaxandi fjölda ferðamanna hvaðanæva að.Skemmtiferðaskipin viðbót Til viðbótar hinni miklu fjölgun erlendra ferðamanna í gegnum flugvelli og með Norrænu kom metfjöldi erlendra skemmtiferðaskipa til landsins í ár. Um 100 þúsund erlendir gestir komu t.a.m. til Faxaflóahafna í sumar samanborið við 63 þúsund í fyrra. Það er 59% aukning! Helsta skýring er aukning í komu stærri skemmtiferðaskipa. Þessi aukning mælist ekki í opinberum tölum um fjölda erlendra ferðamanna, þar sem farþegarnir gista um borð í skipunum en ekki á hótelum og gistiheimilum. Jákvætt er einnig að skipin stoppa nú mörg lengur en áður, sum í 1-2 sólarhringa. Bókanir skemmtiferðaskipa til Íslands fyrir árið 2013 eru nú þegar miklar og enn eitt metið gæti verið í vændum þar.Innviðafjárfesting á teikniborðinu Að framansögðu er því ljóst að heildarferðamannafjöldi til landsins nálgast óðfluga 1 milljón talsins. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013, eins og það stendur nú eftir 2. umræðu, er að finna margvíslegar aðgerðir til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar svo hún geti staðið undir vaxandi umsvifum. Þar ber hæst 500 m.kr. framlag í framkvæmdasjóð ferðamála og 250 m.kr. framlag í þjóðgarða og friðlýst svæði. Með þessu verður kleift að gera stórátak til úrbóta á vinsælum stöðum þar sem álagið er gríðarlegt á háannatímanum auk þess að þróa nýja áfangastaði og dreifa þannig álaginu. Tilkoma Hörpunnar og væntanlegs hótels við hlið hennar mun skapa ný tækifæri innan greinarinnar, sérstaklega til að halda stórar ráðstefnur. Margvísleg verkefni í sóknaráætlunum ríkisstjórnarinnar fyrir einstaka landshluta styðja í reynd við og falla vel að áframhaldandi sókn í ferðamálum um allt land. Fjárfestingar í innviðum svo sem samgöngum á landsbyggðinni, stuðningur við skapandi greinar, aukin kynning og efling markaðsstarfs á sviði menningar, lista, handverks og hönnunar, allt styður það við þessa þróun. Frá fyrirtækjum í greininni berast nú einnig jákvæðar fréttir. Ákvörðun Icelandair um endurnýjun á flugflota sínum sýnir þetta svart á hvítu og hefur sú efling leiðarkerfisins sem félagið hefur þegar ráðist í skipt sköpum fyrir sókn íslenskrar ferðaþjónustu. Nýleg ákvörðun félagsins um myndarlegan sjóð til stuðnings nýjum ferðamannastöðum á Íslandi mun einnig styrkja innviði ferðaþjónustunnar til muna.Áframhaldandi vöxtur Flest bendir til áframhaldandi vaxtar á árinu 2013 þrátt fyrir að aðstæður á erlendum mörkuðum séu víða erfiðar. Framboð íslensku flugfélaganna á áfangastaði erlendis mun aukast og erlend flugfélög sem flogið hafa til Íslands ætla, það best er vitað, flest að halda áfram. Ísland er enn einna efst á listum margra helstu ferðamálatímarita. Ísland hefur aldrei í sögu sinni notið sambærilegarar athygli erlendis og nú. Margt og misgott kemur til. Hrunið 2008, náttúruhamfarir, erlendar stórmyndir teknar á Íslandi og nú í vaxandi mæli jákvæð umfjöllun um hvernig Ísland er að vinna sig út úr hruninu. Við höfum fengið gríðarlega kynningu og ókeypis auglýsingu út á allt þetta og fleira til og fylgjum því vel eftir sjálf með framsækinni kynningarstarfsemi. Á heildina litið er útlitið bjart fyrir ferðaþjónustuna og ástæða til að gleðjast yfir því hversu vel gengur. Vaxandi umsvif skapa auknar gjaldeyristekjur og bæta lífskjör í landinu. Ferðaþjónustan er orðin fullorðin og þarf að átta sig á því sjálf rétt eins og við hin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir að árið 2012 verður algert metár í íslenskri ferðaþjónustu. Flest bendir til að fjöldi erlendra ferðamanna verði nálægt 670 þúsund á yfirstandandi ári. Það er heildarfjöldi til flugvalla og með farþegum frá Norrænu til Seyðisfjarðar. Þetta jafngildir 18,5% aukningu frá fyrra metárinu 2011 en þá nam fjöldinn 565 þúsund. Skýringar á þessari jákvæðu þróun eru fjölmargar en markaðsstarfið vegur þó þyngst. Kynning á Íslandi sem ferðamannalandi á erlendum mörkuðum hefur gengið vel. Þar hefur farið saman gott samstarf fyrirtækja í greininni og stjórnvalda, sem tók flugið með markaðsátakinu "Inspired by Iceland". Flestir eru einnig sammála um mikinn árangur af sameiginlegu átaki stjórnvalda og greinarinnar í vetrarferðamennskuátakinu "Ísland allt árið" sem stendur yfir um þessar mundir. Þetta staðfesta nýjar tölur frá nóvember sem sýna ótrúlega aukningu, eða 61% frá fyrra ári. Á árinu 2012 hefur ferðamönnum frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Asíu fjölgað mest en minnst er aukningin frá Norðurlöndunum. Þetta er ánægjuleg þróun, hröð framvinda og breiðari grunnur er lagður með vaxandi fjölda ferðamanna hvaðanæva að.Skemmtiferðaskipin viðbót Til viðbótar hinni miklu fjölgun erlendra ferðamanna í gegnum flugvelli og með Norrænu kom metfjöldi erlendra skemmtiferðaskipa til landsins í ár. Um 100 þúsund erlendir gestir komu t.a.m. til Faxaflóahafna í sumar samanborið við 63 þúsund í fyrra. Það er 59% aukning! Helsta skýring er aukning í komu stærri skemmtiferðaskipa. Þessi aukning mælist ekki í opinberum tölum um fjölda erlendra ferðamanna, þar sem farþegarnir gista um borð í skipunum en ekki á hótelum og gistiheimilum. Jákvætt er einnig að skipin stoppa nú mörg lengur en áður, sum í 1-2 sólarhringa. Bókanir skemmtiferðaskipa til Íslands fyrir árið 2013 eru nú þegar miklar og enn eitt metið gæti verið í vændum þar.Innviðafjárfesting á teikniborðinu Að framansögðu er því ljóst að heildarferðamannafjöldi til landsins nálgast óðfluga 1 milljón talsins. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013, eins og það stendur nú eftir 2. umræðu, er að finna margvíslegar aðgerðir til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar svo hún geti staðið undir vaxandi umsvifum. Þar ber hæst 500 m.kr. framlag í framkvæmdasjóð ferðamála og 250 m.kr. framlag í þjóðgarða og friðlýst svæði. Með þessu verður kleift að gera stórátak til úrbóta á vinsælum stöðum þar sem álagið er gríðarlegt á háannatímanum auk þess að þróa nýja áfangastaði og dreifa þannig álaginu. Tilkoma Hörpunnar og væntanlegs hótels við hlið hennar mun skapa ný tækifæri innan greinarinnar, sérstaklega til að halda stórar ráðstefnur. Margvísleg verkefni í sóknaráætlunum ríkisstjórnarinnar fyrir einstaka landshluta styðja í reynd við og falla vel að áframhaldandi sókn í ferðamálum um allt land. Fjárfestingar í innviðum svo sem samgöngum á landsbyggðinni, stuðningur við skapandi greinar, aukin kynning og efling markaðsstarfs á sviði menningar, lista, handverks og hönnunar, allt styður það við þessa þróun. Frá fyrirtækjum í greininni berast nú einnig jákvæðar fréttir. Ákvörðun Icelandair um endurnýjun á flugflota sínum sýnir þetta svart á hvítu og hefur sú efling leiðarkerfisins sem félagið hefur þegar ráðist í skipt sköpum fyrir sókn íslenskrar ferðaþjónustu. Nýleg ákvörðun félagsins um myndarlegan sjóð til stuðnings nýjum ferðamannastöðum á Íslandi mun einnig styrkja innviði ferðaþjónustunnar til muna.Áframhaldandi vöxtur Flest bendir til áframhaldandi vaxtar á árinu 2013 þrátt fyrir að aðstæður á erlendum mörkuðum séu víða erfiðar. Framboð íslensku flugfélaganna á áfangastaði erlendis mun aukast og erlend flugfélög sem flogið hafa til Íslands ætla, það best er vitað, flest að halda áfram. Ísland er enn einna efst á listum margra helstu ferðamálatímarita. Ísland hefur aldrei í sögu sinni notið sambærilegarar athygli erlendis og nú. Margt og misgott kemur til. Hrunið 2008, náttúruhamfarir, erlendar stórmyndir teknar á Íslandi og nú í vaxandi mæli jákvæð umfjöllun um hvernig Ísland er að vinna sig út úr hruninu. Við höfum fengið gríðarlega kynningu og ókeypis auglýsingu út á allt þetta og fleira til og fylgjum því vel eftir sjálf með framsækinni kynningarstarfsemi. Á heildina litið er útlitið bjart fyrir ferðaþjónustuna og ástæða til að gleðjast yfir því hversu vel gengur. Vaxandi umsvif skapa auknar gjaldeyristekjur og bæta lífskjör í landinu. Ferðaþjónustan er orðin fullorðin og þarf að átta sig á því sjálf rétt eins og við hin.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun