Útrýmum undantekningunum Einar Magnús Magnússon skrifar 28. desember 2012 08:00 Það er ástæða til að hrósa íslenskum ökumönnum en einhverra hluta vegna hefur of lítið farið fyrir þeirri umræðu. Okkur hættir til að fjalla eingöngu um það sem telja má sem alvarlegt frávik frá þeirri almennu reglu að við séum bara nokkuð góð og vel flest til fyrirmyndar. Slysum og umferðarlagabrotum meðal ungra ökumanna hefur stórlega fækkað á undanförnum árum. Nú kann einhver að segja að það sé vegna þess að fyrir nokkrum árum var sett í lög akstursbann á þá nýliða í umferðinni sem brjóta alvarlega af sér og að óttinn við það sé þess valdur að ungir ökumenn hagi sér nú af meiri skynsemi. En vitanlega eiga þeir hrósið skilið því skynsemi þeirra og dómgreind segir að áhættuhegðun og óábyrgð hegðun í umferðinni geti haft áþreifanlegar og alvarlegar afleiðingar. Mörgum þeirra reynist erfiðara að ímynda sér örkuml og dauða sem afleiðingu gjörða sinna en slíkt virðist reyndar vera algengt meðal ungs fólks og þá sérstaklega ungra karlmanna sem flestir eru haldnir þeim meðfædda misskilningi að þeir sé ódauðlegir.Áhættuhegðun Hvernig er í raun hægt að segja annað en að ökumenn séu almennt til fyrirmyndar þegar tugir þúsunda ökumanna deila með sér strætum og götum á degi hverjum við oft erfiðar og þröngar aðstæður og það telst til undantekninga að alvarleg slys hljótist af? Undantekningarnar frá þessari reglu eru hins vegar oft svo alvarlegar að þær krefjast þess að unnið sé hörðum höndum að eftirliti, forvörnum og fræðslu þannig að sú áhættuhegðun sem leiðir af sér slíkar undantekningar sé upprætt. Það er vissulega erfitt fyrir þann sem hefur þurft að kljást við gjörbreytt líf og erfiða lífsbaráttu af völdum umferðarslyss að hrósa okkur fyrir það hve góðir ökumenn við séum. Það er óásættanlega stór hópur sem telja má til fórnarlamba umferðarslysa. Um leið og við hjá Umferðarstofu viljum óska landsmönnum gleðilegrar hátíðar þá viljum við hvetja landsmenn til að halda sig frá undantekningunum á komandi ári og árum. Leiðum hugann að þeim sem eiga um sárt að binda og tökum undir bæn þeirra um að ekki verði fleiri undantekningar frá þeirri reglu að við komumst heil heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Það er ástæða til að hrósa íslenskum ökumönnum en einhverra hluta vegna hefur of lítið farið fyrir þeirri umræðu. Okkur hættir til að fjalla eingöngu um það sem telja má sem alvarlegt frávik frá þeirri almennu reglu að við séum bara nokkuð góð og vel flest til fyrirmyndar. Slysum og umferðarlagabrotum meðal ungra ökumanna hefur stórlega fækkað á undanförnum árum. Nú kann einhver að segja að það sé vegna þess að fyrir nokkrum árum var sett í lög akstursbann á þá nýliða í umferðinni sem brjóta alvarlega af sér og að óttinn við það sé þess valdur að ungir ökumenn hagi sér nú af meiri skynsemi. En vitanlega eiga þeir hrósið skilið því skynsemi þeirra og dómgreind segir að áhættuhegðun og óábyrgð hegðun í umferðinni geti haft áþreifanlegar og alvarlegar afleiðingar. Mörgum þeirra reynist erfiðara að ímynda sér örkuml og dauða sem afleiðingu gjörða sinna en slíkt virðist reyndar vera algengt meðal ungs fólks og þá sérstaklega ungra karlmanna sem flestir eru haldnir þeim meðfædda misskilningi að þeir sé ódauðlegir.Áhættuhegðun Hvernig er í raun hægt að segja annað en að ökumenn séu almennt til fyrirmyndar þegar tugir þúsunda ökumanna deila með sér strætum og götum á degi hverjum við oft erfiðar og þröngar aðstæður og það telst til undantekninga að alvarleg slys hljótist af? Undantekningarnar frá þessari reglu eru hins vegar oft svo alvarlegar að þær krefjast þess að unnið sé hörðum höndum að eftirliti, forvörnum og fræðslu þannig að sú áhættuhegðun sem leiðir af sér slíkar undantekningar sé upprætt. Það er vissulega erfitt fyrir þann sem hefur þurft að kljást við gjörbreytt líf og erfiða lífsbaráttu af völdum umferðarslyss að hrósa okkur fyrir það hve góðir ökumenn við séum. Það er óásættanlega stór hópur sem telja má til fórnarlamba umferðarslysa. Um leið og við hjá Umferðarstofu viljum óska landsmönnum gleðilegrar hátíðar þá viljum við hvetja landsmenn til að halda sig frá undantekningunum á komandi ári og árum. Leiðum hugann að þeim sem eiga um sárt að binda og tökum undir bæn þeirra um að ekki verði fleiri undantekningar frá þeirri reglu að við komumst heil heim.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar