Forseti ÍSÍ: Lyfjaeftirlitið aldrei jafnvel skipað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2013 15:47 Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ. Ólafur Rafnsson, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir engan afslátt gefinn hjá lyfjaeftirliti Íþróttasambands Íslands. Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum, skýtur föstum skotum að Ólafi í aðsendum pistli í Fréttablaðinu í dag. Birgir segir lyfjaeftirlit ÍSÍ ótrúverðugt undir stjórn Ólafs og vísar í umdeilt lyfjamál frá árinu 2001. „Lyfjaeftirlit okkar hefur aldrei verið skipað jafngóðu starfsfólki og í dag. Við höfum grátlega beðið um meiri fjármuni. Það er búið að skera niður fjárveitingu til lyfjamála og við erum afar ósátt við það. Það er enginn í íþróttahreyfingunni sem lætur sér koma til hugar að ég gefi nokkurn afslátt í lyfjamálum," segir Ólafur aðspurður um trúverðugleika lyfjaeftirlits ÍsÍ í dag. Birgir starfaði við lyfjaeftirlit innan ÍsÍ frá miðjum 9. áratug síðustu aldar fram að málinu umdeilda. Hann sat einnig í lækna- og lyfjaráði Alþjóðfrjálsíþróttasambandsins um miðjan síðasta áratug. Hann segir lyfjaeftirlit ÍSÍ í stjórnartíð Ólafs ótrúverðugt og vísar í umdeilt mál frá árinu 2001 sem leiddi til afsagnar Birgis. „Þá fannst jákvætt sýni hjá einstaklingi úr félagi þáverandi forseta ÍSÍ, fyrirliða félagsliðs sem og landsliðs. Skorti á upplýsingum var borið við. Hófst nú mikil íhlutun forseta og fylgiliðs og formanns viðkomandi sérsambands, núverandi forseta ÍSÍ," segir meðal annars í grein Birgis. Árið 2001 var Ellert B. Schram forseti ÍSÍ en Ólafur Rafnsson var í forsvari fyrir Körfuknattleikssamband Íslands. Ólafur hafði ekki lesið grein Birgis þegar fréttastofa náði af honum tali. „Ég man málið þannig að það voru engin afskipti af lyfjaeftirliti í málinu. Málið snerist um verulegan óheiðarleika Birgis Guðjónssonar við meðferð málsins. Ég man að við skrifuðum langa greinargerð og kröfðumst afsagnar Birgis vegna þess," segir Ólafur. Ólafur segir fyrsta fund vegna málsins hafa vakið mikla athygli. Þá hafi hann verið boðaður á fund lyfjaeftirlitsins án þess að vita hvað væri til umræðu. Í ljós hafi komið að efedrín hafi fundist í sýnum tveggja körfuknattleiksmanna auk þess sem körfuknattleikskona hafi verið greind með astmalyf. „Okkur fannst þetta stóralvarlegt mál," segir Ólafur sem segir Birgi hafa boðið afar undarlegan kost. „Hann býður okkur að ef stúlkan játi muni strákarnir sleppa," segir Ólafur og bendir á að annar fulltrúi lyfjaráðs, sem hafi verið viðstaddur fundinn, geti staðfest hvað fram fór á umræddum fundi. „Við bara göptum. Hvers lags boð var það? Auðvitað átti að refsa strákunum ef þeir væru sekir, sem var gert," segir Ólafur sem sagði öllu máli hafa skipt að málin fengju heiðarlega niðurstöðu. Lyfjadómstóll ÍsÍ komst að þeirri niðurstöðu að körfuknattleikskonan væri saklaus í málinu sem var áfrýjað í tvígang. Í grein sinni í dag fjallar Birgir einnig um heimsþekktan íþróttamann sem lést árið 1993. Greinilegt er að Birgir á við Jón Pál Sigmarsson en Ólafur áttar sig ekki á hvernig hann tengist umræðu um lyfjaeftirlit ÍSÍ. „Jón Páll var ekkert inni í íþróttahreyfingunni á þessum tíma. Kraftlyftingasambandið er aftur orðinn aðili að ÍSÍ í kjölfar þess að það fór út úr hreyfingunni vegna þess að við gáfum engan afslátt á lyfjaeftirliti," segir Ólafur. Hann bætir við að samstarfið við Kraftlyftingasambandið hafi verið afar gott og þar gangist íþróttafólkið undir lyfjapróf líkt og innan annarra sérsambanda. Grein Birgis úr Fréttablaðinu má sjá hér fyrir neðan. Innlent Tengdar fréttir Sterar, brjóst og eistu - Morgunblaðið og New York Times Ég umorða ummæli Lloyd Bentsen þegar Dan Quayle líkti sér við John F. Kennedy í kappræðum varaforsetaefnanna 1988 og segi við Moggann: You are no New York Times. 14. janúar 2013 10:00 Skammaður af sendiherra fyrir að skrifa um steranotkun Jóns Páls Sigmarssonar Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum, skrifar grein í Fréttablaðið og á Vísi í dag þar sem hann rekur "dapurlega stöðu lyfjafræðslu og eftirlits á landinu,“ eins og hann orðar það í grein sinni. 14. janúar 2013 11:54 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Ólafur Rafnsson, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir engan afslátt gefinn hjá lyfjaeftirliti Íþróttasambands Íslands. Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum, skýtur föstum skotum að Ólafi í aðsendum pistli í Fréttablaðinu í dag. Birgir segir lyfjaeftirlit ÍSÍ ótrúverðugt undir stjórn Ólafs og vísar í umdeilt lyfjamál frá árinu 2001. „Lyfjaeftirlit okkar hefur aldrei verið skipað jafngóðu starfsfólki og í dag. Við höfum grátlega beðið um meiri fjármuni. Það er búið að skera niður fjárveitingu til lyfjamála og við erum afar ósátt við það. Það er enginn í íþróttahreyfingunni sem lætur sér koma til hugar að ég gefi nokkurn afslátt í lyfjamálum," segir Ólafur aðspurður um trúverðugleika lyfjaeftirlits ÍsÍ í dag. Birgir starfaði við lyfjaeftirlit innan ÍsÍ frá miðjum 9. áratug síðustu aldar fram að málinu umdeilda. Hann sat einnig í lækna- og lyfjaráði Alþjóðfrjálsíþróttasambandsins um miðjan síðasta áratug. Hann segir lyfjaeftirlit ÍSÍ í stjórnartíð Ólafs ótrúverðugt og vísar í umdeilt mál frá árinu 2001 sem leiddi til afsagnar Birgis. „Þá fannst jákvætt sýni hjá einstaklingi úr félagi þáverandi forseta ÍSÍ, fyrirliða félagsliðs sem og landsliðs. Skorti á upplýsingum var borið við. Hófst nú mikil íhlutun forseta og fylgiliðs og formanns viðkomandi sérsambands, núverandi forseta ÍSÍ," segir meðal annars í grein Birgis. Árið 2001 var Ellert B. Schram forseti ÍSÍ en Ólafur Rafnsson var í forsvari fyrir Körfuknattleikssamband Íslands. Ólafur hafði ekki lesið grein Birgis þegar fréttastofa náði af honum tali. „Ég man málið þannig að það voru engin afskipti af lyfjaeftirliti í málinu. Málið snerist um verulegan óheiðarleika Birgis Guðjónssonar við meðferð málsins. Ég man að við skrifuðum langa greinargerð og kröfðumst afsagnar Birgis vegna þess," segir Ólafur. Ólafur segir fyrsta fund vegna málsins hafa vakið mikla athygli. Þá hafi hann verið boðaður á fund lyfjaeftirlitsins án þess að vita hvað væri til umræðu. Í ljós hafi komið að efedrín hafi fundist í sýnum tveggja körfuknattleiksmanna auk þess sem körfuknattleikskona hafi verið greind með astmalyf. „Okkur fannst þetta stóralvarlegt mál," segir Ólafur sem segir Birgi hafa boðið afar undarlegan kost. „Hann býður okkur að ef stúlkan játi muni strákarnir sleppa," segir Ólafur og bendir á að annar fulltrúi lyfjaráðs, sem hafi verið viðstaddur fundinn, geti staðfest hvað fram fór á umræddum fundi. „Við bara göptum. Hvers lags boð var það? Auðvitað átti að refsa strákunum ef þeir væru sekir, sem var gert," segir Ólafur sem sagði öllu máli hafa skipt að málin fengju heiðarlega niðurstöðu. Lyfjadómstóll ÍsÍ komst að þeirri niðurstöðu að körfuknattleikskonan væri saklaus í málinu sem var áfrýjað í tvígang. Í grein sinni í dag fjallar Birgir einnig um heimsþekktan íþróttamann sem lést árið 1993. Greinilegt er að Birgir á við Jón Pál Sigmarsson en Ólafur áttar sig ekki á hvernig hann tengist umræðu um lyfjaeftirlit ÍSÍ. „Jón Páll var ekkert inni í íþróttahreyfingunni á þessum tíma. Kraftlyftingasambandið er aftur orðinn aðili að ÍSÍ í kjölfar þess að það fór út úr hreyfingunni vegna þess að við gáfum engan afslátt á lyfjaeftirliti," segir Ólafur. Hann bætir við að samstarfið við Kraftlyftingasambandið hafi verið afar gott og þar gangist íþróttafólkið undir lyfjapróf líkt og innan annarra sérsambanda. Grein Birgis úr Fréttablaðinu má sjá hér fyrir neðan.
Innlent Tengdar fréttir Sterar, brjóst og eistu - Morgunblaðið og New York Times Ég umorða ummæli Lloyd Bentsen þegar Dan Quayle líkti sér við John F. Kennedy í kappræðum varaforsetaefnanna 1988 og segi við Moggann: You are no New York Times. 14. janúar 2013 10:00 Skammaður af sendiherra fyrir að skrifa um steranotkun Jóns Páls Sigmarssonar Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum, skrifar grein í Fréttablaðið og á Vísi í dag þar sem hann rekur "dapurlega stöðu lyfjafræðslu og eftirlits á landinu,“ eins og hann orðar það í grein sinni. 14. janúar 2013 11:54 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Sterar, brjóst og eistu - Morgunblaðið og New York Times Ég umorða ummæli Lloyd Bentsen þegar Dan Quayle líkti sér við John F. Kennedy í kappræðum varaforsetaefnanna 1988 og segi við Moggann: You are no New York Times. 14. janúar 2013 10:00
Skammaður af sendiherra fyrir að skrifa um steranotkun Jóns Páls Sigmarssonar Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum, skrifar grein í Fréttablaðið og á Vísi í dag þar sem hann rekur "dapurlega stöðu lyfjafræðslu og eftirlits á landinu,“ eins og hann orðar það í grein sinni. 14. janúar 2013 11:54