Fékk svartan hauspoka fyrir "gróft" brot Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 3. ágúst 2013 18:04 Áslaug spilar með stúlknaliðinu RSU Muddy en þær stöllur vissu ekki hvort þær hefðu náð áfram þegar Vísir náði af henni tali. Mynd/Áslaug Arna „Þetta var samsæri hjá dómurunum gegn mér,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem er stödd á Mýrarboltanum á Ísafirði sem fer fram nú um helgina. Fékk hún svartan hauspoka sem hún þurfti að spila með í tvær mínútur en að hennar mati átti hún pokann ekki skilið. „Þú færð svartan hauspoka fyrir grófara brot. Ég braut á mótspilara mínum – lítillega. Ég hélt þeim ágætlega fast frá boltanum,“ útskýrir hún hásum rómi eftir að hafa öskrað úr sér röddina í keppnum dagsins. „Ég var fyrst til að fá pokann í morgun í keppninni þetta árið.“ Hún segir stemninguna rosalega á hátíðinni. „Hér eru yfir hundrað lið og fullt af fólki,“ segir hún. „Veðrið er fínt, sólin kemur inn á milli og hlýjar okkur keppendunum sem erum drullug frá toppi til táar.“ Hún segir að tónlistin sé í botni á staðnum og að fólk dansi milli keppna. Mýrarboltinn á Ísafirði hefur orðið æ vinsælli síðustu ár. Í ár var tekið upp á því að fjölga völlum í átta og því keppa sextán lið á hverjum tíma. Íbúafjöldi Ísafjarðarbæjar hefur tvöfaldast yfir helgina. Í kvöld taka við böll og skemmtanir. Verður brenna í fjörunni á Suðurtanga og verða þar haldnir stórtónleikar þar sem Mugison, Sniglabandið og Jónas Sig & Ritvélar framtíðarinnar koma fram. Að þeim loknum verður skotið upp flugeldum. Mýrarboltinn Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
„Þetta var samsæri hjá dómurunum gegn mér,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem er stödd á Mýrarboltanum á Ísafirði sem fer fram nú um helgina. Fékk hún svartan hauspoka sem hún þurfti að spila með í tvær mínútur en að hennar mati átti hún pokann ekki skilið. „Þú færð svartan hauspoka fyrir grófara brot. Ég braut á mótspilara mínum – lítillega. Ég hélt þeim ágætlega fast frá boltanum,“ útskýrir hún hásum rómi eftir að hafa öskrað úr sér röddina í keppnum dagsins. „Ég var fyrst til að fá pokann í morgun í keppninni þetta árið.“ Hún segir stemninguna rosalega á hátíðinni. „Hér eru yfir hundrað lið og fullt af fólki,“ segir hún. „Veðrið er fínt, sólin kemur inn á milli og hlýjar okkur keppendunum sem erum drullug frá toppi til táar.“ Hún segir að tónlistin sé í botni á staðnum og að fólk dansi milli keppna. Mýrarboltinn á Ísafirði hefur orðið æ vinsælli síðustu ár. Í ár var tekið upp á því að fjölga völlum í átta og því keppa sextán lið á hverjum tíma. Íbúafjöldi Ísafjarðarbæjar hefur tvöfaldast yfir helgina. Í kvöld taka við böll og skemmtanir. Verður brenna í fjörunni á Suðurtanga og verða þar haldnir stórtónleikar þar sem Mugison, Sniglabandið og Jónas Sig & Ritvélar framtíðarinnar koma fram. Að þeim loknum verður skotið upp flugeldum.
Mýrarboltinn Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira