Þúsundir sóttu Dalvík heim í gær en þar var Fiskidagurinn mikli haldinn hátíðlegur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu gekk hátíðin vonum framar.
Enginn gisti fangageymslur og lítið sem ekkert var um ólæti í bænum.
Erfitt er að henda reiður á fjölda gesta á Dalvík í gær en ljóst er að íbúafjöldi bæjarins margfaldaðist.
Umferðin úr bænum gekk síðan afar. Einn var kærður fyrir ölvun við akstur. Lögreglan á Dalvík var með öflugt umferðareftirlit og voru bílstjórar látnir blása í áfengismæla.
Fiskidagurinn mikli gekk framar vonum

Fleiri fréttir
