Ósk um upplýsta ákvörðun Ólafur Þ. Stephensen skrifar 19. janúar 2013 06:00 Athyglisvert er að rýna í niðurstöður könnunar sem Fréttablaðið og Stöð 2 gerðu á afstöðu fólks til aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið. Þar sagðist tæpur helmingur, 48,5 prósent, vilja klára aðildarviðræður og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn, 36,4 prósent vildu slíta viðræðunum og 15,2 prósent vildu gera hlé á þeim og greiða þjóðaratkvæði um framhaldið, eins og Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Jón Bjarnason hafa lagt til. Þessi niðurstaða þýðir í fyrsta lagi að það er ekki rétt að allur stuðningur við aðildarferlið meðal þjóðarinnar sé þorrinn, eins og sumir stjórnmálamenn hamra á, þótt hann hafi vissulega minnkað. Í síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 þar sem spurt var um aðildarferlið, fyrir rúmu ári, sögðust 65,3 prósent vilja ljúka viðræðunum. Í öðru lagi er ekki hægt að túlka niðurstöðuna þannig, eins og sumir hafa viljað gera, að tæpur meirihluti sé fyrir því að hætta aðildarviðræðunum. Við verðum að gera ráð fyrir að einhverjir þeirra sem vilja gera viðræðuhlé og ganga svo til atkvæða um framhaldið myndu kjósa að halda viðræðunum áfram. Í þriðja lagi er augljóslega lítið til í þeirri gagnrýni á fyrri kannanir um þetta efni, að ekkert sé að marka þær af því að svarendur stökkvi nánast sjálfkrafa á svarmöguleika sem inniheldur orðið „þjóðaratkvæðagreiðsla“. Í fjórða lagi styðja niðurstöðurnar ekki þá kenningu, að fylgi Vinstri grænna hafi hrunið vegna fylgispektar flokksins við aðildarferlið. Varla færðu stuðningsmenn VG sig yfir á Sjálfstæðisflokkinn, sem er hinum megin í hinu pólitíska litrófi. Tæplega fóru ESB-andstæðingar yfir í Samfylkinguna. Varla kjósa þeir Bjarta framtíð. Þá er Framsóknarflokkurinn eftir, en fylgi þess flokks hefur skroppið saman frá síðustu kosningum, þannig að varla fóru óánægðu vinstri grænu ESB-andstæðingarnir þangað. Í fimmta lagi vekur athygli að innan við fimmtungur stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er hlynntur því sem nú er opinber stefna flokkanna í Evrópumálum, að gera hlé á aðildarviðræðunum og halda svo þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið. Þetta gerir líf forystu þessara tveggja flokka varla auðveldara. Í sjötta lagi er áhugavert að bæði í hópi stuðningsmanna VG og Sjálfstæðisflokksins er yfir þriðjungur hlynntur því að halda aðildarviðræðunum áfram. Það er áhugavert að forystumenn í báðum flokkum geri ekki meira en raun ber vitni til að höfða til þessa hóps. Síðast en ekki sízt sýna niðurstöður þessarar könnunar að stærsti hópurinn, um helmingur kjósenda, vill áfram fá að taka upplýsta ákvörðun um tengsl Íslands við Evrópusambandið. Það er líka merkilegt, í ljósi þess hversu stífan áróður margir stjórnmálamenn reka fyrir því að tekin verði ákvörðun án þess að fyrir liggi hvaða kostir Íslandi bjóðast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Athyglisvert er að rýna í niðurstöður könnunar sem Fréttablaðið og Stöð 2 gerðu á afstöðu fólks til aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið. Þar sagðist tæpur helmingur, 48,5 prósent, vilja klára aðildarviðræður og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn, 36,4 prósent vildu slíta viðræðunum og 15,2 prósent vildu gera hlé á þeim og greiða þjóðaratkvæði um framhaldið, eins og Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Jón Bjarnason hafa lagt til. Þessi niðurstaða þýðir í fyrsta lagi að það er ekki rétt að allur stuðningur við aðildarferlið meðal þjóðarinnar sé þorrinn, eins og sumir stjórnmálamenn hamra á, þótt hann hafi vissulega minnkað. Í síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 þar sem spurt var um aðildarferlið, fyrir rúmu ári, sögðust 65,3 prósent vilja ljúka viðræðunum. Í öðru lagi er ekki hægt að túlka niðurstöðuna þannig, eins og sumir hafa viljað gera, að tæpur meirihluti sé fyrir því að hætta aðildarviðræðunum. Við verðum að gera ráð fyrir að einhverjir þeirra sem vilja gera viðræðuhlé og ganga svo til atkvæða um framhaldið myndu kjósa að halda viðræðunum áfram. Í þriðja lagi er augljóslega lítið til í þeirri gagnrýni á fyrri kannanir um þetta efni, að ekkert sé að marka þær af því að svarendur stökkvi nánast sjálfkrafa á svarmöguleika sem inniheldur orðið „þjóðaratkvæðagreiðsla“. Í fjórða lagi styðja niðurstöðurnar ekki þá kenningu, að fylgi Vinstri grænna hafi hrunið vegna fylgispektar flokksins við aðildarferlið. Varla færðu stuðningsmenn VG sig yfir á Sjálfstæðisflokkinn, sem er hinum megin í hinu pólitíska litrófi. Tæplega fóru ESB-andstæðingar yfir í Samfylkinguna. Varla kjósa þeir Bjarta framtíð. Þá er Framsóknarflokkurinn eftir, en fylgi þess flokks hefur skroppið saman frá síðustu kosningum, þannig að varla fóru óánægðu vinstri grænu ESB-andstæðingarnir þangað. Í fimmta lagi vekur athygli að innan við fimmtungur stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er hlynntur því sem nú er opinber stefna flokkanna í Evrópumálum, að gera hlé á aðildarviðræðunum og halda svo þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið. Þetta gerir líf forystu þessara tveggja flokka varla auðveldara. Í sjötta lagi er áhugavert að bæði í hópi stuðningsmanna VG og Sjálfstæðisflokksins er yfir þriðjungur hlynntur því að halda aðildarviðræðunum áfram. Það er áhugavert að forystumenn í báðum flokkum geri ekki meira en raun ber vitni til að höfða til þessa hóps. Síðast en ekki sízt sýna niðurstöður þessarar könnunar að stærsti hópurinn, um helmingur kjósenda, vill áfram fá að taka upplýsta ákvörðun um tengsl Íslands við Evrópusambandið. Það er líka merkilegt, í ljósi þess hversu stífan áróður margir stjórnmálamenn reka fyrir því að tekin verði ákvörðun án þess að fyrir liggi hvaða kostir Íslandi bjóðast.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun