Gervilausnir í gerviveröld Ólafur Þ. Stephensen skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Gjaldeyrishöftin valda íslenzkum fyrirtækjum margvíslegum vanda. Í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, var í fyrradag rætt við þrjá forsvarsmenn alþjóðlegra hátæknifyrirtækja sem starfa á Íslandi; Össurar, Marels og CCP. Þeir voru sammála um að höftin gerðu þeim verulega erfitt fyrir. Þannig koma höftin niður á getu fyrirtækjanna til að nálgast erlent fé til að fjárfesta í starfseminni á Íslandi. Þau fæla nýja fjárfesta frá vegna vondrar reynslu þeirra sem fyrir voru þegar þeim var komið á. Lagaákvæði um undanþágu fyrirtækja, sem eru með stóran hluta starfsemi sinnar erlendis, frá höftunum hvetja fyrirtæki beinlínis til að færa verkefni úr landi. Þá gera höftin fyrirtækjunum erfitt fyrir að nálgast hæft, erlent starfsfólk. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, bendir á að þegar fyrirtæki sé í samkeppni um fólk, við til dæmis Google og Facebook, sé erfitt að útskýra að óvíst sé hvort viðkomandi starfsmaður fengi að flytja frá landinu þá peninga sem hann kynni að þéna í vinnunni. Þeir sem reka fyrirtæki við þessar aðstæður eru ekki í vafa um undirrótina. „Því er stundum haldið fram að krónan sé ekki vandamálið en þetta er allt tengt. Án krónunnar þyrftum við ekki höft,“ segir Sigsteinn Grétarsson, aðstoðarforstjóri Marels. Hilmar Veigar ber veruleika íslenzkra gjaldeyrishafta saman við sýndarveruleikann í Eve Online, tölvuleik fyrirtækisins: „Ísland er 300 þúsund manna hagkerfi sem notar gjaldmiðil sem heitir ISK. CCP rekur 450 þúsund manna hagkerfi sem notar gjaldmiðil sem heitir ISK. Báðir gjaldmiðlar eru undir gjaldeyrishöftum og ég sé einfaldlega ekki mikinn mun á þeim. Það má því segja að gjaldeyrishöftin skapi ákveðna gerviveröld.“ Sum fyrirtæki geta vafalaust þrifizt í þessari gerviveröld, sem hefur verið tekin úr tengslum við hið alþjóðlega hagkerfi. En eins og talsmenn alþjóðlegu tæknifyrirtækjanna benda á, standa höftin vexti slíkra fyrirtækja fyrir þrifum. Og slík fyrirtæki eru einmitt einn mikilvægasti vaxtarbroddurinn í íslenzku atvinnulífi – eða ættu að minnsta kosti að vera það. Þess vegna vekur það furðu hvað margir íslenzkir stjórnmálamenn kjósa að hrærast áfram í þessari gerviveröld og loka augunum fyrir því að eina raunhæfa leiðin til að komast út úr höftunum er að taka upp nýjan gjaldmiðil. Sumir átta sig reyndar á því að við verðum að losna við krónuna, en eru einhverra hluta vegna fastir í umræðu um aðra kosti, sem hafa í raun verið útilokaðir. Þannig vill efnahags- og viðskiptanefnd Sjálfstæðisflokksins henda allri vinnu Seðlabankans – sem fært hefur ýtarleg og efnismikil rök fyrir því að okkur standi eingöngu tveir raunhæfir kostir til boða, króna eða evra – og snúa sér aftur að því að skoða upptöku gjaldmiðla Kanada, Bandaríkjanna, Bretlands eða Noregs. Þetta heitir að loka augunum fyrir raunveruleikanum. Ábyrgir stjórnmálaflokkar eiga að bjóða upp á raunhæfar lausnir, ekki gervilausnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Gjaldeyrishöftin valda íslenzkum fyrirtækjum margvíslegum vanda. Í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, var í fyrradag rætt við þrjá forsvarsmenn alþjóðlegra hátæknifyrirtækja sem starfa á Íslandi; Össurar, Marels og CCP. Þeir voru sammála um að höftin gerðu þeim verulega erfitt fyrir. Þannig koma höftin niður á getu fyrirtækjanna til að nálgast erlent fé til að fjárfesta í starfseminni á Íslandi. Þau fæla nýja fjárfesta frá vegna vondrar reynslu þeirra sem fyrir voru þegar þeim var komið á. Lagaákvæði um undanþágu fyrirtækja, sem eru með stóran hluta starfsemi sinnar erlendis, frá höftunum hvetja fyrirtæki beinlínis til að færa verkefni úr landi. Þá gera höftin fyrirtækjunum erfitt fyrir að nálgast hæft, erlent starfsfólk. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, bendir á að þegar fyrirtæki sé í samkeppni um fólk, við til dæmis Google og Facebook, sé erfitt að útskýra að óvíst sé hvort viðkomandi starfsmaður fengi að flytja frá landinu þá peninga sem hann kynni að þéna í vinnunni. Þeir sem reka fyrirtæki við þessar aðstæður eru ekki í vafa um undirrótina. „Því er stundum haldið fram að krónan sé ekki vandamálið en þetta er allt tengt. Án krónunnar þyrftum við ekki höft,“ segir Sigsteinn Grétarsson, aðstoðarforstjóri Marels. Hilmar Veigar ber veruleika íslenzkra gjaldeyrishafta saman við sýndarveruleikann í Eve Online, tölvuleik fyrirtækisins: „Ísland er 300 þúsund manna hagkerfi sem notar gjaldmiðil sem heitir ISK. CCP rekur 450 þúsund manna hagkerfi sem notar gjaldmiðil sem heitir ISK. Báðir gjaldmiðlar eru undir gjaldeyrishöftum og ég sé einfaldlega ekki mikinn mun á þeim. Það má því segja að gjaldeyrishöftin skapi ákveðna gerviveröld.“ Sum fyrirtæki geta vafalaust þrifizt í þessari gerviveröld, sem hefur verið tekin úr tengslum við hið alþjóðlega hagkerfi. En eins og talsmenn alþjóðlegu tæknifyrirtækjanna benda á, standa höftin vexti slíkra fyrirtækja fyrir þrifum. Og slík fyrirtæki eru einmitt einn mikilvægasti vaxtarbroddurinn í íslenzku atvinnulífi – eða ættu að minnsta kosti að vera það. Þess vegna vekur það furðu hvað margir íslenzkir stjórnmálamenn kjósa að hrærast áfram í þessari gerviveröld og loka augunum fyrir því að eina raunhæfa leiðin til að komast út úr höftunum er að taka upp nýjan gjaldmiðil. Sumir átta sig reyndar á því að við verðum að losna við krónuna, en eru einhverra hluta vegna fastir í umræðu um aðra kosti, sem hafa í raun verið útilokaðir. Þannig vill efnahags- og viðskiptanefnd Sjálfstæðisflokksins henda allri vinnu Seðlabankans – sem fært hefur ýtarleg og efnismikil rök fyrir því að okkur standi eingöngu tveir raunhæfir kostir til boða, króna eða evra – og snúa sér aftur að því að skoða upptöku gjaldmiðla Kanada, Bandaríkjanna, Bretlands eða Noregs. Þetta heitir að loka augunum fyrir raunveruleikanum. Ábyrgir stjórnmálaflokkar eiga að bjóða upp á raunhæfar lausnir, ekki gervilausnir.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun