Cameron fer íslensku leiðina Bolli Héðinsson skrifar 20. febrúar 2013 06:00 David Cameron, forsætisráðherra Breta, hyggst nú fara sömu leið og Íslendingar og óska eftir samningaviðræðum við Evrópusambandið. Að samningaviðræðunum loknum hyggst hann síðan bera samninginn undir þjóðaratkvæði. Þetta hlýtur að teljast hin rökrétta leið, þ.e. að vita fyrst hverju hægt er að ná fram í samningaviðræðunum áður en atkvæðin eru greidd. Ólíkt því sem haldið er fram á Íslandi þá telur Cameron að heilmikið sé hægt að semja um við ESB. Þetta er leið sem Bretar hafa farið áður. Þeir sömdu á níunda áratugnum um hinn svokallaða „breska afslátt“ af framlögum sínum til ESB. Þess afsláttar njóta þeir enn þar sem þeir náðu fram varanlegri undanþágu frá framlögum sínum til ESB. Þegar ákvarðanir um nýjustu fjárhagsáætlun ESB var tekin nú á dögunum náðu Danir einnig að semja um verulegan afslátt frá fyrri framlögum sínum til ESB.Semja fyrst við ESB Aðeins hér á landi heyrast raddir um að greiða eigi þjóðaratkvæði um eitthvað sem enginn veit hvað er. Hér á landi dettur mönnum í hug að betra sé að greiða atkvæði áður en samningur liggur fyrir, áður en vitað er hvað hægt sé að greiða atkvæði um. Aðeins á Íslandi er haldið í þá umræðuhefð að deila um það sem hægt er að staðreyna. Af árangursleysi þeirrar aðferðar ætti þjóðin hins vegar að hafa nægjanlega átakanlega og bitra reynslu. Að hætta aðildarviðræðum í miðjum klíðum er aðeins fallið til að halda lífi í deilum um það sem við fáum ekki botn í nema ljúka aðildarviðræðunum. Það er ekki síður hagsmunamál þeirra sem andsnúnir eru ESB en þeirra sem því eru hlynntir. Hér á landi virðast heilu stjórnmálaflokkarnir hverfast um það eitt að vera á móti ESB án þess að vilja vita hvað í aðildinni felst eða yfirleitt að vilja vita hvort þetta gæti reynst heppileg leið fyrir Íslendinga að fara líkt og allar nágrannaþjóðir okkar hafa gert, að Norðmönnum einum undanskildum. Sömu stjórnmálaflokkar koma sér einnig hjá því að setja fram hugmyndir um hvernig þeir sjá framtíð Íslands best borgið og gefa aðeins til kynna það sem þeir vilja ekki í stað þess að segja til um hvað þeir vilja gera. Alvarlegustu afleiðingar kreppunnar hér á landi urðu vegna stökkbreytinga á lánum heimila og fyrirtækja. Á meðan rataði ekki eitt einasta fyrirtæki eða heimili í neinu nágrannalanda okkar í vandræði vegna hækkunar lána. Hækkun lána í hruninu var séríslenskt fyrirbrigði sem rekja má til íslensku krónunnar. Þessar alvarlegu afleiðingar, einar og sér, ættu að nægja okkur sem áminning um það hvað það kostar okkur að halda úti eigin gjaldmiðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Breta, hyggst nú fara sömu leið og Íslendingar og óska eftir samningaviðræðum við Evrópusambandið. Að samningaviðræðunum loknum hyggst hann síðan bera samninginn undir þjóðaratkvæði. Þetta hlýtur að teljast hin rökrétta leið, þ.e. að vita fyrst hverju hægt er að ná fram í samningaviðræðunum áður en atkvæðin eru greidd. Ólíkt því sem haldið er fram á Íslandi þá telur Cameron að heilmikið sé hægt að semja um við ESB. Þetta er leið sem Bretar hafa farið áður. Þeir sömdu á níunda áratugnum um hinn svokallaða „breska afslátt“ af framlögum sínum til ESB. Þess afsláttar njóta þeir enn þar sem þeir náðu fram varanlegri undanþágu frá framlögum sínum til ESB. Þegar ákvarðanir um nýjustu fjárhagsáætlun ESB var tekin nú á dögunum náðu Danir einnig að semja um verulegan afslátt frá fyrri framlögum sínum til ESB.Semja fyrst við ESB Aðeins hér á landi heyrast raddir um að greiða eigi þjóðaratkvæði um eitthvað sem enginn veit hvað er. Hér á landi dettur mönnum í hug að betra sé að greiða atkvæði áður en samningur liggur fyrir, áður en vitað er hvað hægt sé að greiða atkvæði um. Aðeins á Íslandi er haldið í þá umræðuhefð að deila um það sem hægt er að staðreyna. Af árangursleysi þeirrar aðferðar ætti þjóðin hins vegar að hafa nægjanlega átakanlega og bitra reynslu. Að hætta aðildarviðræðum í miðjum klíðum er aðeins fallið til að halda lífi í deilum um það sem við fáum ekki botn í nema ljúka aðildarviðræðunum. Það er ekki síður hagsmunamál þeirra sem andsnúnir eru ESB en þeirra sem því eru hlynntir. Hér á landi virðast heilu stjórnmálaflokkarnir hverfast um það eitt að vera á móti ESB án þess að vilja vita hvað í aðildinni felst eða yfirleitt að vilja vita hvort þetta gæti reynst heppileg leið fyrir Íslendinga að fara líkt og allar nágrannaþjóðir okkar hafa gert, að Norðmönnum einum undanskildum. Sömu stjórnmálaflokkar koma sér einnig hjá því að setja fram hugmyndir um hvernig þeir sjá framtíð Íslands best borgið og gefa aðeins til kynna það sem þeir vilja ekki í stað þess að segja til um hvað þeir vilja gera. Alvarlegustu afleiðingar kreppunnar hér á landi urðu vegna stökkbreytinga á lánum heimila og fyrirtækja. Á meðan rataði ekki eitt einasta fyrirtæki eða heimili í neinu nágrannalanda okkar í vandræði vegna hækkunar lána. Hækkun lána í hruninu var séríslenskt fyrirbrigði sem rekja má til íslensku krónunnar. Þessar alvarlegu afleiðingar, einar og sér, ættu að nægja okkur sem áminning um það hvað það kostar okkur að halda úti eigin gjaldmiðli.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun