Ónóg vitund um aðsteðjandi ógn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 6. mars 2013 06:00 Hryðjuverk og hernaður á netinu eru nýjar ógnir sem öll ríki sem láta sér annt um öryggi sitt verða að vera meðvituð um. Í úttekt í síðasta helgarblaði Fréttablaðsins kom fram að ógnin sem stafar af tölvuárásum fer vaxandi. Hún er ekki bundin við félagsfælna nörda og hakkara sem vinna einir, ekki heldur við hryðjuverka- eða glæpasamtök, heldur eru margar og skýrar vísbendingar um að sum af öflugustu ríkjum heims þrói markvisst aðferðir til nethernaðar. Tölvuárásir geta valdið usla ekkert síður en árásir með hefðbundnum vopnum. Samgöngur, opinber stjórnsýsla, heilbrigðisþjónusta, fjármálastarfsemi, löggæzla, matvælaframleiðsla, orkuvinnsla og dreifing – nánast hver einasti samfélagskimi – virka ekki án tölvukerfa og greiðra netsamskipta. Með tölvuárásum er ekki einvörðungu hægt að valda gríðarlegum óþægindum og fjárhagstjóni; það er hægt að valda manntjóni og lama heil samfélög. Flest ríki hafa því markað sér stefnu og gripið til varúðarráðstafana til að geta varizt netárásum. Eins og kom fram í Fréttablaðinu hefur Atlantshafsbandalagið, NATO, markað stefnu um tölvuvarnir þar sem hvatt er til samræmdra varna aðildarríkjanna. Aðeins um helmingur aðildarríkjanna hefur hins vegar markað sér formlega netöryggisstefnu. Ísland er ekki í þeim hópi. Í október 2010 fjallaði Fréttablaðið ýtarlega um varnarleysi Íslands gagnvart tölvuárásum. Sú umfjöllun skilaði því meðal annars að stjórnvöld tóku sig saman í andlitinu og settu á fót öryggis- og viðbragðsteymi gegn netárásum, sem margoft hafði verið lagt til að yrði sett á laggirnar. Í blaðinu í dag kemur fram að nú, rúmum tveimur árum síðar, hefur teymið tekið til starfa en þó ekki formlega af því að reglurammann um starfsemi þess vantar enn. Heildstæða stefnu um netöryggi vantar líka, en vinnan á að „fara á fullt með vorinu". Í umfjöllun Fréttablaðsins í dag kemur fram það viðhorf leiðtoga þriggja manna netöryggissveitar stjórnvalda að Ísland sé ekki útsettara fyrir netárásum en önnur ríki og ennþá hafi ekki orðið vart við meiriháttar samhæfðar netárásir á íslenzk skotmörk. Lykilorðið hér er „ennþá". Enginn veit hvenær ógnin getur steðjað að. Lítil ríki hafa orðið fyrir hörðum netárásum; það gerðist til dæmis í Eistlandi af ekki stórvægilegra tilefni en deilna við rússnesk stjórnvöld um gamalt stríðsminnismerki. Eistar brugðust við með því að setja stóraukinn kraft í netvarnir. Þeir reka nú miðstöð NATO um varnir gegn netárásum. Tólf NATO-ríki eiga aðild að henni. Íslandi var sérstaklega boðið að vera með árið 2008 en það boð hefur aldrei verið þegið. Þessi hægagangur og andvaraleysi bendir til að stjórnvöld taki ekki nægilega alvarlega þennan þátt þess hlutverks síns að tryggja varnir og öryggi lands og þjóðar. Hver ætlar að axla ábyrgð ef tölvuárás veldur miklum usla í íslenzku samfélagi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Hryðjuverk og hernaður á netinu eru nýjar ógnir sem öll ríki sem láta sér annt um öryggi sitt verða að vera meðvituð um. Í úttekt í síðasta helgarblaði Fréttablaðsins kom fram að ógnin sem stafar af tölvuárásum fer vaxandi. Hún er ekki bundin við félagsfælna nörda og hakkara sem vinna einir, ekki heldur við hryðjuverka- eða glæpasamtök, heldur eru margar og skýrar vísbendingar um að sum af öflugustu ríkjum heims þrói markvisst aðferðir til nethernaðar. Tölvuárásir geta valdið usla ekkert síður en árásir með hefðbundnum vopnum. Samgöngur, opinber stjórnsýsla, heilbrigðisþjónusta, fjármálastarfsemi, löggæzla, matvælaframleiðsla, orkuvinnsla og dreifing – nánast hver einasti samfélagskimi – virka ekki án tölvukerfa og greiðra netsamskipta. Með tölvuárásum er ekki einvörðungu hægt að valda gríðarlegum óþægindum og fjárhagstjóni; það er hægt að valda manntjóni og lama heil samfélög. Flest ríki hafa því markað sér stefnu og gripið til varúðarráðstafana til að geta varizt netárásum. Eins og kom fram í Fréttablaðinu hefur Atlantshafsbandalagið, NATO, markað stefnu um tölvuvarnir þar sem hvatt er til samræmdra varna aðildarríkjanna. Aðeins um helmingur aðildarríkjanna hefur hins vegar markað sér formlega netöryggisstefnu. Ísland er ekki í þeim hópi. Í október 2010 fjallaði Fréttablaðið ýtarlega um varnarleysi Íslands gagnvart tölvuárásum. Sú umfjöllun skilaði því meðal annars að stjórnvöld tóku sig saman í andlitinu og settu á fót öryggis- og viðbragðsteymi gegn netárásum, sem margoft hafði verið lagt til að yrði sett á laggirnar. Í blaðinu í dag kemur fram að nú, rúmum tveimur árum síðar, hefur teymið tekið til starfa en þó ekki formlega af því að reglurammann um starfsemi þess vantar enn. Heildstæða stefnu um netöryggi vantar líka, en vinnan á að „fara á fullt með vorinu". Í umfjöllun Fréttablaðsins í dag kemur fram það viðhorf leiðtoga þriggja manna netöryggissveitar stjórnvalda að Ísland sé ekki útsettara fyrir netárásum en önnur ríki og ennþá hafi ekki orðið vart við meiriháttar samhæfðar netárásir á íslenzk skotmörk. Lykilorðið hér er „ennþá". Enginn veit hvenær ógnin getur steðjað að. Lítil ríki hafa orðið fyrir hörðum netárásum; það gerðist til dæmis í Eistlandi af ekki stórvægilegra tilefni en deilna við rússnesk stjórnvöld um gamalt stríðsminnismerki. Eistar brugðust við með því að setja stóraukinn kraft í netvarnir. Þeir reka nú miðstöð NATO um varnir gegn netárásum. Tólf NATO-ríki eiga aðild að henni. Íslandi var sérstaklega boðið að vera með árið 2008 en það boð hefur aldrei verið þegið. Þessi hægagangur og andvaraleysi bendir til að stjórnvöld taki ekki nægilega alvarlega þennan þátt þess hlutverks síns að tryggja varnir og öryggi lands og þjóðar. Hver ætlar að axla ábyrgð ef tölvuárás veldur miklum usla í íslenzku samfélagi?
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar