Aflahrotan Ólafur Þ. Stephensen skrifar 20. mars 2013 06:00 Ferðamönnum sem koma til Íslands hefur fjölgað um nærri 40% undanfarin tvö ár. Haldi fjölgunin áfram með sama hraða verða ferðamennirnir ein milljón eftir önnur tvö ár. Í vertíðar- og veiðimannahugsunarhætti okkar Íslendinga er rík tilhneiging til að líta á gosið í Eyjafjallajökli, sem vakti athygli á landinu um allan heim, sem fágætan hvalreka og ferðamannaholskefluna sem dásamlega aflahrotu. Enda berast ýmsar fréttir þessa dagana af „gullæði“ í ferðaþjónustu þar sem sem flestir vilja krækja sér í sneið af þessari köku. Eina slíka sagði Fréttablaðið á mánudaginn; að mörg hundruð ólöglegar íbúðir væru nú í útleigu til ferðamanna. Þess eru mörg dæmi að atvinnulausir leigi út íbúðirnar sínar til ferðamanna og gefi tekjurnar ekki upp til skatts. Vöxtur ferðaþjónustunnar er vissulega heilmikil búbót. En okkur sárvantar heildstæða stefnu um hvernig á að taka á móti milljón ferðamönnum, hvað þá einhverjum hundruðum þúsunda í viðbót. Margar náttúruperlur eru þegar farnar að láta á sjá vegna ágangs ferðamanna. Fimm hundruð milljónir sem Alþingi hefur veitt til uppbyggingar á ferðamannastöðum eru bara dropi í hafið og duga hvergi til að bæta aðstöðuna fyrir allt þetta fólk. Stjórnvöld virðast ekki ráða við að taka einfalda ákvörðun sem myndi víða leysa úr þessu; að rukka fólk um aðgangseyri. Það myndi bæði tempra ferðamannafjöldann og afla tekna til að gera göngustíga, merkingar, bílastæði, salerni og allt hitt sem vantar. Þetta vefst ekki fyrir einkafyrirtækinu Bláa lóninu; þar verða menn rukkaðir um 6.600 krónur fyrir að fara ofan í og um 1.600 krónur fyrir að fara ekki ofan í. Stjórnmálamenn þora ekki að leggja til að fólk verði rukkað um þúsundkall fyrir að horfa á Geysi. Samgöngumannvirki geta víða ekki tekið við svona mörgu fólki. Mbl.is sagði í vikunni fréttir af þrengslum og troðningi á Þingvöllum og þjóðgarðsvörðurinn boðar „öngþveiti“ í sumar. Hann fær enga peninga til að bæta aðgengi að þjóðgarðinum. Leifsstöð er sprungin einu sinni enn og undirlögð í framkvæmdum. Á Reykjavíkurflugvelli er engin flugstöð, bara braggalaga hneyksli. Víða úti um land ráða vegirnir ekki við stóraukna umferð langferðabíla. Í því samhengi verða til dæmis Vaðlaheiðargöng enn galnari framkvæmd. Það er frábært að tekizt hafi að fjölga vetrarferðamönnum og dreifa þannig álaginu á landið og bæta nýtingu á gistiplássi. En þá er bent á að enginn hefur hugsað fyrir því að efla til dæmis lögreglu og björgunarsveitir svo þær anni því að tryggja öryggi ferðamanna sem fara sér að voða að vetrarlagi. Skipulagsmál eru enn eitt sem þarf að huga að. Hótel og gistiheimili þjóta upp eins og gorkúlur. Viljum við til dæmis að miðborg Reykjavíkur breytist í hótelhverfi? Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamannastjóri sagði réttilega í Fréttablaðinu á mánudag að tala um fjölda ferðamanna ætti ekki að verða eitthvert markmið í ferðaþjónustunni. Það þyrfti að horfa til starfanna í atvinnugreininni, teknanna, álagsins á umhverfið og gæða ferðaþjónustunnar. Stefnuna sem tryggir þetta allt vantar hins vegar sárlega. Við eigum á hættu að í græðginni við að moka aflahrotunni á land skemmum við það dýrmætasta sem við höfum að selja erlendum ferðamönnum; ímynd lands og þjóðar og hina jákvæðu upplifun af því að heimsækja land þar sem meðal annars móttaka ferðamanna er hugsuð til langs tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðamönnum sem koma til Íslands hefur fjölgað um nærri 40% undanfarin tvö ár. Haldi fjölgunin áfram með sama hraða verða ferðamennirnir ein milljón eftir önnur tvö ár. Í vertíðar- og veiðimannahugsunarhætti okkar Íslendinga er rík tilhneiging til að líta á gosið í Eyjafjallajökli, sem vakti athygli á landinu um allan heim, sem fágætan hvalreka og ferðamannaholskefluna sem dásamlega aflahrotu. Enda berast ýmsar fréttir þessa dagana af „gullæði“ í ferðaþjónustu þar sem sem flestir vilja krækja sér í sneið af þessari köku. Eina slíka sagði Fréttablaðið á mánudaginn; að mörg hundruð ólöglegar íbúðir væru nú í útleigu til ferðamanna. Þess eru mörg dæmi að atvinnulausir leigi út íbúðirnar sínar til ferðamanna og gefi tekjurnar ekki upp til skatts. Vöxtur ferðaþjónustunnar er vissulega heilmikil búbót. En okkur sárvantar heildstæða stefnu um hvernig á að taka á móti milljón ferðamönnum, hvað þá einhverjum hundruðum þúsunda í viðbót. Margar náttúruperlur eru þegar farnar að láta á sjá vegna ágangs ferðamanna. Fimm hundruð milljónir sem Alþingi hefur veitt til uppbyggingar á ferðamannastöðum eru bara dropi í hafið og duga hvergi til að bæta aðstöðuna fyrir allt þetta fólk. Stjórnvöld virðast ekki ráða við að taka einfalda ákvörðun sem myndi víða leysa úr þessu; að rukka fólk um aðgangseyri. Það myndi bæði tempra ferðamannafjöldann og afla tekna til að gera göngustíga, merkingar, bílastæði, salerni og allt hitt sem vantar. Þetta vefst ekki fyrir einkafyrirtækinu Bláa lóninu; þar verða menn rukkaðir um 6.600 krónur fyrir að fara ofan í og um 1.600 krónur fyrir að fara ekki ofan í. Stjórnmálamenn þora ekki að leggja til að fólk verði rukkað um þúsundkall fyrir að horfa á Geysi. Samgöngumannvirki geta víða ekki tekið við svona mörgu fólki. Mbl.is sagði í vikunni fréttir af þrengslum og troðningi á Þingvöllum og þjóðgarðsvörðurinn boðar „öngþveiti“ í sumar. Hann fær enga peninga til að bæta aðgengi að þjóðgarðinum. Leifsstöð er sprungin einu sinni enn og undirlögð í framkvæmdum. Á Reykjavíkurflugvelli er engin flugstöð, bara braggalaga hneyksli. Víða úti um land ráða vegirnir ekki við stóraukna umferð langferðabíla. Í því samhengi verða til dæmis Vaðlaheiðargöng enn galnari framkvæmd. Það er frábært að tekizt hafi að fjölga vetrarferðamönnum og dreifa þannig álaginu á landið og bæta nýtingu á gistiplássi. En þá er bent á að enginn hefur hugsað fyrir því að efla til dæmis lögreglu og björgunarsveitir svo þær anni því að tryggja öryggi ferðamanna sem fara sér að voða að vetrarlagi. Skipulagsmál eru enn eitt sem þarf að huga að. Hótel og gistiheimili þjóta upp eins og gorkúlur. Viljum við til dæmis að miðborg Reykjavíkur breytist í hótelhverfi? Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamannastjóri sagði réttilega í Fréttablaðinu á mánudag að tala um fjölda ferðamanna ætti ekki að verða eitthvert markmið í ferðaþjónustunni. Það þyrfti að horfa til starfanna í atvinnugreininni, teknanna, álagsins á umhverfið og gæða ferðaþjónustunnar. Stefnuna sem tryggir þetta allt vantar hins vegar sárlega. Við eigum á hættu að í græðginni við að moka aflahrotunni á land skemmum við það dýrmætasta sem við höfum að selja erlendum ferðamönnum; ímynd lands og þjóðar og hina jákvæðu upplifun af því að heimsækja land þar sem meðal annars móttaka ferðamanna er hugsuð til langs tíma.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun