Lánaleiðréttlæti Ólafur Þ. Stephensen skrifar 21. mars 2013 09:02 Íslenzka ríkið er umsvifamikið á lánamarkaði í landinu eins og fram kom í úttekt í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, í gær. Þegar horft er á útlán í heild eru opinberir lánasjóðir auk Landsbankans, sem er að stærstum hluta í eigu ríkisins, með um 39 prósent af lánamarkaðnum. Ef hins vegar er horft á lán til einstaklinga eingöngu er hlutur lánastofnana í eigu okkar skattgreiðenda miklu hærri, eða 64 prósent. Þar vega húsnæðis- og námslán þyngst. Íbúðalánasjóður er með tæplega 60% hlutdeild á fasteignalánamarkaðnum og lífeyrissjóðirnir okkar um 15% til viðbótar. Þessar tölur þarf fólk að hafa í huga þegar það hlustar á loforðaflaum stjórnmálamanna fyrir komandi kosningar um lækkun eða „leiðréttingu" á skuldum almennings. Það þarf að minnsta kosti að spyrja stjórnmálamennina sem veifa slíkum gylliboðum hvernig eigi að fara að því að láta lánastofnanir í eigu okkar skattgreiðenda skrifa niður allt að 20% af eignum sínum, útlánunum, án þess að það kosti eigendurna, skattgreiðendurna, krónu. Svo mikið er víst að ekki er hægt að fjármagna stórfellda lánalækkun hjá bönkum og sjóðum í opinberri eigu með því að svíða „vogunarsjóði" – sem er ljóta orðið yfir erlenda kröfuhafa í þrotabú föllnu bankanna. Þeir eru reyndar ekki allir vogunarsjóðir. Í tilviki Íbúðalánasjóðs eru kröfuhafarnir aðallega innlendir lífeyrissjóðir, sem eru í eigu sama fólksins; almennings í landinu, skattgreiðendanna og lántakendanna. Ef þeir eiga að bera tapið kemur það niður á lífeyri þeirra gömlu og veiku og fjárhagslegu öryggi okkar hinna í framtíðinni. Ef þvinga ætti lífeyrissjóðina til að skrifa niður sín útistandandi lán til einstaklinga hefði það sömu afleiðingar. Hugtökin réttlæti og ranglæti koma stundum við sögu í umræðunni um „leiðréttingu" skulda. Auðvitað finnst mörgum ranglátt að lánin hafi snarhækkað hjá fólki við hrun krónunnar. Skilningurinn á því að „leiðréttingin" á hækkuninni hljóti alltaf að kosta einhvern eitthvað fylgir hins vegar ekki alltaf réttlætiskenndinni. Það má spyrja hvort meira réttlæti sé í því fólgið að byrðum þeirra sem glíma við stökkbreytt lán sé velt yfir á til dæmis fólk sem nálgast starfslok og á húsnæðið sitt skuldlaust – hugsanlega búið að borga niður margar „stökkbreytingar" í formi hækkana lána eftir gengisfellingar og verðbólguskot – annaðhvort í formi hærri skatta eða skertra lífeyrisgreiðslna, nema hvort tveggja sé. Það má líka spyrja hvort það sé réttlátt að sá sem tók litla áhættu, lítið lán og keypti viðráðanlega eign borgi fyrir þann sem tók mikla áhættu og hátt lán. Enn má bæta við hvort það sé eitthvert réttlæti í því að sá fyrrnefndi verði skattlagður til að hjálpa hinum, jafnvel þótt sá síðarnefndi sé með hærri tekjur. Þannig má halda áfram að velta fyrir sér réttlæti og ranglæti í þessum efnum en lykilspurningin er þó þessi: Er eitthvert réttlæti í því að aðrir séu látnir borga lán en þeir sem tóku þau? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Íslenzka ríkið er umsvifamikið á lánamarkaði í landinu eins og fram kom í úttekt í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, í gær. Þegar horft er á útlán í heild eru opinberir lánasjóðir auk Landsbankans, sem er að stærstum hluta í eigu ríkisins, með um 39 prósent af lánamarkaðnum. Ef hins vegar er horft á lán til einstaklinga eingöngu er hlutur lánastofnana í eigu okkar skattgreiðenda miklu hærri, eða 64 prósent. Þar vega húsnæðis- og námslán þyngst. Íbúðalánasjóður er með tæplega 60% hlutdeild á fasteignalánamarkaðnum og lífeyrissjóðirnir okkar um 15% til viðbótar. Þessar tölur þarf fólk að hafa í huga þegar það hlustar á loforðaflaum stjórnmálamanna fyrir komandi kosningar um lækkun eða „leiðréttingu" á skuldum almennings. Það þarf að minnsta kosti að spyrja stjórnmálamennina sem veifa slíkum gylliboðum hvernig eigi að fara að því að láta lánastofnanir í eigu okkar skattgreiðenda skrifa niður allt að 20% af eignum sínum, útlánunum, án þess að það kosti eigendurna, skattgreiðendurna, krónu. Svo mikið er víst að ekki er hægt að fjármagna stórfellda lánalækkun hjá bönkum og sjóðum í opinberri eigu með því að svíða „vogunarsjóði" – sem er ljóta orðið yfir erlenda kröfuhafa í þrotabú föllnu bankanna. Þeir eru reyndar ekki allir vogunarsjóðir. Í tilviki Íbúðalánasjóðs eru kröfuhafarnir aðallega innlendir lífeyrissjóðir, sem eru í eigu sama fólksins; almennings í landinu, skattgreiðendanna og lántakendanna. Ef þeir eiga að bera tapið kemur það niður á lífeyri þeirra gömlu og veiku og fjárhagslegu öryggi okkar hinna í framtíðinni. Ef þvinga ætti lífeyrissjóðina til að skrifa niður sín útistandandi lán til einstaklinga hefði það sömu afleiðingar. Hugtökin réttlæti og ranglæti koma stundum við sögu í umræðunni um „leiðréttingu" skulda. Auðvitað finnst mörgum ranglátt að lánin hafi snarhækkað hjá fólki við hrun krónunnar. Skilningurinn á því að „leiðréttingin" á hækkuninni hljóti alltaf að kosta einhvern eitthvað fylgir hins vegar ekki alltaf réttlætiskenndinni. Það má spyrja hvort meira réttlæti sé í því fólgið að byrðum þeirra sem glíma við stökkbreytt lán sé velt yfir á til dæmis fólk sem nálgast starfslok og á húsnæðið sitt skuldlaust – hugsanlega búið að borga niður margar „stökkbreytingar" í formi hækkana lána eftir gengisfellingar og verðbólguskot – annaðhvort í formi hærri skatta eða skertra lífeyrisgreiðslna, nema hvort tveggja sé. Það má líka spyrja hvort það sé réttlátt að sá sem tók litla áhættu, lítið lán og keypti viðráðanlega eign borgi fyrir þann sem tók mikla áhættu og hátt lán. Enn má bæta við hvort það sé eitthvert réttlæti í því að sá fyrrnefndi verði skattlagður til að hjálpa hinum, jafnvel þótt sá síðarnefndi sé með hærri tekjur. Þannig má halda áfram að velta fyrir sér réttlæti og ranglæti í þessum efnum en lykilspurningin er þó þessi: Er eitthvert réttlæti í því að aðrir séu látnir borga lán en þeir sem tóku þau?
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun