Fjárfesting til framtíðar Katrín Jakobsdóttir skrifar 30. mars 2013 06:00 Á undanförnum fjórum árum hefur íslenskt samfélag náð jöfnum og góðum bata eftir efnahagshrunið. Þessi tími hefur verið okkur öllum sem myndum samfélag hér á Íslandi erfiður en nú sjáum við fyrsta árangur erfiðisins. Á næstu árum er raunhæft að hefja stórsókn í því að bæta lífskjör á Íslandi. Þar vill Vinstrihreyfingin – grænt framboð setja uppbyggingu heilbrigðismála, menntamála og velferðarmála í forgang. Það hefur ekki verið hlaupið að því að tryggja að grunnstoðirnar svo að heilbrigðisþjónustan, menntakerfið og velferðarkerfið hafi áfram getað staðið undir samfélagslegu hlutverki sínu á sama tíma og unnið hefur verið að því að loka rúmlega 200 milljarða fjárlagagati og bæta efnahag landsins. Enginn þessara málaflokka hefur verið ofhaldinn á þessu kjörtímabili en þar hefur hins vegar ríkt ríkur skilningur á hinni erfiðu stöðu ríkisfjármála. Það sem hefur svo bjargað grunnstoðunum frá frekari og skaðlegri niðurskurði eru þær breytingar sem hafa verið gerðar á skattkerfinu, skattkerfisbreytingar sem hafa aukið skattbyrði hinna tekjuhæstu en lækkað hana hjá þeim tekjulægstu, og aflað þannig ríkissjóði aukinna tekna til þessara málaflokka.Snúum vörn í sókn Nú þarf hins vegar að snúa vörn í sókn og fyrsta skrefið er að viðurkenna störf þeirra sem bera uppi heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfið frá degi til dags. Það er staðreynd að kjör þeirra sem þar starfa eru ekki í samræmi við mikilvægi þeirra fyrir samfélagið. Á nýju kjörtímabili eigum við því að sameinast um að bæta kjör þessara stétta umfram annarra. Í öðru lagi þurfum við að tryggja eðlilega fjármögnun þessara kerfa. Gera þarf átak í því að endurnýja og bæta tækjakost og starfsaðstöðu. Auk þess þurfum við að fullfjármagna bæði háskólana og framhaldsskólana sem hafa verið vanfjármagnaðir frá því löngu fyrir hrun. Þá þurfum við að tryggja námsmönnum framfærslustuðning svo þeir geti einbeitt sér að námi sínu, annars vegar með því að efla Lánasjóð íslenskra námsmanna og koma á því kerfi að hluti lána falli niður og breytist í styrk að loknu námi, og hins vegar að koma á fót nýju framfærslukerfi sem tryggir þeim framfærslu sem vilja fara af vinnumarkaði og sækja nám á framhaldsskólastigi. Í þriðja lagi þurfum við að bæta stöðu barnafjölskyldna og tekjulágra, þar á meðal aldraðra og öryrkja. Það gerum við með því að efla barnabótakerfið, vaxtabótakerfið og hækka tekjuþak fæðingarorlofssjóðs. Auk þess þarf að gera frumvarp um almannatryggingakerfið, sem lagt var fram á Alþingi nú í vor, að lögum og tryggja fulla fjármögnun þess.Fjárfesting Við lítum á þessi verkefni sem fjárfestingu til framtíðar – fjárfestingu í okkur sjálfum til að virkja þann mannauð sem við búum yfir. Heilbrigðiskerfi sem tryggir jafnan aðgang að góðri og áreiðanlegri þjónustu eykur lífsgæði okkar. Efling menntakerfisins skapar aukin tækifæri og leggur grunn að velsæld. Öflugra velferðarkerfi tryggir aukinn jöfnuð og þannig farsælla samfélag. Eitt helsta verkefni stjórnvalda er að búa Ísland undir áskoranir og tækifæri 21. aldarinnar. Þar munu aukinn jöfnuður og bætt aðgengi að góðri menntun og heilbrigðisþjónustu leika lykilhlutverk. Mannauðurinn er lykill að framtíðinni ekki síður en auðlindir hafs og lands og hann verður hámarkaður með því að skapa samfélag jafnaðar. Miðað við núverandi efnahagshorfur og óbreytt skattkerfi er raunhæft að hefja sókn í heilbrigðis-, mennta- og velferðarmálum. Vinstri græn vilja hefja slíka sókn með því að auka framlög ríkissjóðs til þessara málaflokka samhliða því að hefja niðurgreiðslur skulda þjóðarbúsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Á undanförnum fjórum árum hefur íslenskt samfélag náð jöfnum og góðum bata eftir efnahagshrunið. Þessi tími hefur verið okkur öllum sem myndum samfélag hér á Íslandi erfiður en nú sjáum við fyrsta árangur erfiðisins. Á næstu árum er raunhæft að hefja stórsókn í því að bæta lífskjör á Íslandi. Þar vill Vinstrihreyfingin – grænt framboð setja uppbyggingu heilbrigðismála, menntamála og velferðarmála í forgang. Það hefur ekki verið hlaupið að því að tryggja að grunnstoðirnar svo að heilbrigðisþjónustan, menntakerfið og velferðarkerfið hafi áfram getað staðið undir samfélagslegu hlutverki sínu á sama tíma og unnið hefur verið að því að loka rúmlega 200 milljarða fjárlagagati og bæta efnahag landsins. Enginn þessara málaflokka hefur verið ofhaldinn á þessu kjörtímabili en þar hefur hins vegar ríkt ríkur skilningur á hinni erfiðu stöðu ríkisfjármála. Það sem hefur svo bjargað grunnstoðunum frá frekari og skaðlegri niðurskurði eru þær breytingar sem hafa verið gerðar á skattkerfinu, skattkerfisbreytingar sem hafa aukið skattbyrði hinna tekjuhæstu en lækkað hana hjá þeim tekjulægstu, og aflað þannig ríkissjóði aukinna tekna til þessara málaflokka.Snúum vörn í sókn Nú þarf hins vegar að snúa vörn í sókn og fyrsta skrefið er að viðurkenna störf þeirra sem bera uppi heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfið frá degi til dags. Það er staðreynd að kjör þeirra sem þar starfa eru ekki í samræmi við mikilvægi þeirra fyrir samfélagið. Á nýju kjörtímabili eigum við því að sameinast um að bæta kjör þessara stétta umfram annarra. Í öðru lagi þurfum við að tryggja eðlilega fjármögnun þessara kerfa. Gera þarf átak í því að endurnýja og bæta tækjakost og starfsaðstöðu. Auk þess þurfum við að fullfjármagna bæði háskólana og framhaldsskólana sem hafa verið vanfjármagnaðir frá því löngu fyrir hrun. Þá þurfum við að tryggja námsmönnum framfærslustuðning svo þeir geti einbeitt sér að námi sínu, annars vegar með því að efla Lánasjóð íslenskra námsmanna og koma á því kerfi að hluti lána falli niður og breytist í styrk að loknu námi, og hins vegar að koma á fót nýju framfærslukerfi sem tryggir þeim framfærslu sem vilja fara af vinnumarkaði og sækja nám á framhaldsskólastigi. Í þriðja lagi þurfum við að bæta stöðu barnafjölskyldna og tekjulágra, þar á meðal aldraðra og öryrkja. Það gerum við með því að efla barnabótakerfið, vaxtabótakerfið og hækka tekjuþak fæðingarorlofssjóðs. Auk þess þarf að gera frumvarp um almannatryggingakerfið, sem lagt var fram á Alþingi nú í vor, að lögum og tryggja fulla fjármögnun þess.Fjárfesting Við lítum á þessi verkefni sem fjárfestingu til framtíðar – fjárfestingu í okkur sjálfum til að virkja þann mannauð sem við búum yfir. Heilbrigðiskerfi sem tryggir jafnan aðgang að góðri og áreiðanlegri þjónustu eykur lífsgæði okkar. Efling menntakerfisins skapar aukin tækifæri og leggur grunn að velsæld. Öflugra velferðarkerfi tryggir aukinn jöfnuð og þannig farsælla samfélag. Eitt helsta verkefni stjórnvalda er að búa Ísland undir áskoranir og tækifæri 21. aldarinnar. Þar munu aukinn jöfnuður og bætt aðgengi að góðri menntun og heilbrigðisþjónustu leika lykilhlutverk. Mannauðurinn er lykill að framtíðinni ekki síður en auðlindir hafs og lands og hann verður hámarkaður með því að skapa samfélag jafnaðar. Miðað við núverandi efnahagshorfur og óbreytt skattkerfi er raunhæft að hefja sókn í heilbrigðis-, mennta- og velferðarmálum. Vinstri græn vilja hefja slíka sókn með því að auka framlög ríkissjóðs til þessara málaflokka samhliða því að hefja niðurgreiðslur skulda þjóðarbúsins.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar