Gerum bjartsýnisáætlun fyrir Landspítalann Svavar Gestsson skrifar 10. október 2013 06:00 Landspítalinn á yfirleitt fáa vini á stjórnmálasviðinu. Það þekki ég frá þeim tíma þegar ég fyrir margt löngu var heilbrigðisráðherra. Reyndi aftur og aftur að gera tillögur um fjárveitingar til spítalans til Alþingis. Það voru stundum myndarlegar tölur í fjárlagafrumvarpinu en voru ævinlega skornar niður. Peningarnir voru þó ekki teknir af heilbrigðiskerfinu heldur voru þeir fluttir til annarra sjúkrahúsa sem áttu vini. Sjúkrahúsa úti á landi og Borgarspítalans og Landakotsspítalans sem áttu vini þó þeir væru í Reykjavík. Samt tókst að halda Landspítalanum við og vel það. Landspítali – háskólasjúkrahús varð seinna til úr þremur spítölum í Reykjavík.Þá var ljós fram undan Þegar afleiðingar hinnar villtu frjálshyggju lögðust yfir land og þjóð í hruninu þá hlaut heilbrigðiskerfið og Landspítalinn líka að finna fyrir því. Starfsfólkið lagði líf sitt í verkefnin og sjúklingarnir treystu spítalanum fyrir lífi sínu. Það sem bjargaði málum var duglegt starfsfólk, fórnfús forysta og skilningur þjóðarinnar, sjúklinganna og aðstandenda þeirra. En það var líka ljós fram undan: Það átti að byggja nýjan Landspítala. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra höfðu kjark til að taka utan um verkið og sjá: Fyrir liggja tillögur um endurreisn sjúkrahússins, tillögur sem kosta um 45 miljarða króna. Og það sem meira var: Það lá einnig fyrir að unnt var að fjármagna verkið með fjármagni úr lífeyrissjóðunum. Það fjármagn átti að taka að láni en sparnaðurinn í rekstri hefði borgað lántökukostnaðinn eins og Björn Zoëga, fráfarandi forstjóri spítalans, benti á í viðtölum fyrir helgina. Þannig hefði mátt dreifa þessum fjárfestingarkostnaði á tíu til tuttugu ár!Skuggi leggst yfir Landspítalann En þá steig úrtölukórinn fram á sviðið: Greinar um hvað þetta væri dýrt birtust í þeim fáu blöðum sem eftir eru, heilu kastljósin og silfrin voru undirlögð af úrtölumönnum og við sem erum stuðningsmenn Landspítalans vorum ekki nógu dugleg að verjast. Þegar kom að kosningum lá tvennt fyrir: Talsmenn stjórnarandstöðuflokkanna töluðu flestir illa um Landspítalann og margt var reynt til að gera verkefnið tortryggilegt. Sumir stjórnarþingmenn fyrrverandi stjórnar voru heldur lufsulegir í þessu máli eins og öðrum. Ekki bætti það svo úr skák eftir kosningarnar að talsmenn Landspítalans voru uppteknir af öðru, því að læknarnir væru að fara og að það yrði að loka deildum spítalans af því að enginn vildi vinna þar lengur. Skuggi dáðleysis og kjarkleysis lagðist yfir Landspítalann. Ný ríkisstjórn tók við. Hún sá enga lausn aðra en að létta sköttum af auðmönnum, að skera meira niður til Landspítalans, að hætta við byggingaráformin og að einkavæða heilbrigðiskerfið. Bjartsýnisáætlun Þegar ég gegndi starfi heilbrigðisráðherra áttaði ég mig á því sem áður segir að spítalinn átti ekki vini á Alþingi. Það áttu allir aðrir spítalar. Líka spítalinn sem var byggður upp með hraði og vantaði svo „bara“ sjúklinga að lokum. Af þessu tilefni gerði ég tillögu til Alþingis um að breyta lögum um heilbrigðisþjónustu þannig að Alþingi kysi þrjá menn inn í stjórn Ríkisspítalanna eins og stofnunin hét þá. Það hafði áhrif. Allt í einu átti Landspítalinn talsmenn á Alþingi bæði í stjórnarliði og í stjórnarandstöðu. En þetta fyrirkomulag var afnumið og það varð Landspítalanum dýrt. Nú þarf að hefja nýja baráttu fyrir Landspítalann. Bjartsýnisáætlun Landspítalans þarf að verða til. Sú áætlun þarf að ná til sjúklinganna og aðstandendanna, til starfsmannanna, kjara þeira og starfsaðstæðna, og til framtíðar. Það á að hefjast handa við að byggja nýjan Landspítala – ekki seinna en nú þegar. Ég var svo heppinn á síðasta ári að fá að kynnast Landspítalanum. Það er ekki endilega heppni að þurfa að fara þangað inn en það er heppni að fá að skilja aðstæður þessarar stofnunar. Það gerir mig og aðra betur færa um að hafa skoðun á þessari stofnun og þörfum hennar. Þegar ég sat í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna og var heilbrigðisráðherra samtals í nærri áratug kynntist ég spítalanum vel og vandamálum hans. Í fyrra kynntist ég honum aðeins innan frá. Það var mikilvæg lífsreynsla. Nú þurfa allir þeir sem eiga Landspítalanum líf að launa að taka sig saman og standa með spítalanum. Landspítalinn er reyndar ekki bara heilbrigðismál. Þjóð sem ekki á gott stofnsjúkrahús stendur ekki undir því að geta heitið fullvalda þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
Landspítalinn á yfirleitt fáa vini á stjórnmálasviðinu. Það þekki ég frá þeim tíma þegar ég fyrir margt löngu var heilbrigðisráðherra. Reyndi aftur og aftur að gera tillögur um fjárveitingar til spítalans til Alþingis. Það voru stundum myndarlegar tölur í fjárlagafrumvarpinu en voru ævinlega skornar niður. Peningarnir voru þó ekki teknir af heilbrigðiskerfinu heldur voru þeir fluttir til annarra sjúkrahúsa sem áttu vini. Sjúkrahúsa úti á landi og Borgarspítalans og Landakotsspítalans sem áttu vini þó þeir væru í Reykjavík. Samt tókst að halda Landspítalanum við og vel það. Landspítali – háskólasjúkrahús varð seinna til úr þremur spítölum í Reykjavík.Þá var ljós fram undan Þegar afleiðingar hinnar villtu frjálshyggju lögðust yfir land og þjóð í hruninu þá hlaut heilbrigðiskerfið og Landspítalinn líka að finna fyrir því. Starfsfólkið lagði líf sitt í verkefnin og sjúklingarnir treystu spítalanum fyrir lífi sínu. Það sem bjargaði málum var duglegt starfsfólk, fórnfús forysta og skilningur þjóðarinnar, sjúklinganna og aðstandenda þeirra. En það var líka ljós fram undan: Það átti að byggja nýjan Landspítala. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra höfðu kjark til að taka utan um verkið og sjá: Fyrir liggja tillögur um endurreisn sjúkrahússins, tillögur sem kosta um 45 miljarða króna. Og það sem meira var: Það lá einnig fyrir að unnt var að fjármagna verkið með fjármagni úr lífeyrissjóðunum. Það fjármagn átti að taka að láni en sparnaðurinn í rekstri hefði borgað lántökukostnaðinn eins og Björn Zoëga, fráfarandi forstjóri spítalans, benti á í viðtölum fyrir helgina. Þannig hefði mátt dreifa þessum fjárfestingarkostnaði á tíu til tuttugu ár!Skuggi leggst yfir Landspítalann En þá steig úrtölukórinn fram á sviðið: Greinar um hvað þetta væri dýrt birtust í þeim fáu blöðum sem eftir eru, heilu kastljósin og silfrin voru undirlögð af úrtölumönnum og við sem erum stuðningsmenn Landspítalans vorum ekki nógu dugleg að verjast. Þegar kom að kosningum lá tvennt fyrir: Talsmenn stjórnarandstöðuflokkanna töluðu flestir illa um Landspítalann og margt var reynt til að gera verkefnið tortryggilegt. Sumir stjórnarþingmenn fyrrverandi stjórnar voru heldur lufsulegir í þessu máli eins og öðrum. Ekki bætti það svo úr skák eftir kosningarnar að talsmenn Landspítalans voru uppteknir af öðru, því að læknarnir væru að fara og að það yrði að loka deildum spítalans af því að enginn vildi vinna þar lengur. Skuggi dáðleysis og kjarkleysis lagðist yfir Landspítalann. Ný ríkisstjórn tók við. Hún sá enga lausn aðra en að létta sköttum af auðmönnum, að skera meira niður til Landspítalans, að hætta við byggingaráformin og að einkavæða heilbrigðiskerfið. Bjartsýnisáætlun Þegar ég gegndi starfi heilbrigðisráðherra áttaði ég mig á því sem áður segir að spítalinn átti ekki vini á Alþingi. Það áttu allir aðrir spítalar. Líka spítalinn sem var byggður upp með hraði og vantaði svo „bara“ sjúklinga að lokum. Af þessu tilefni gerði ég tillögu til Alþingis um að breyta lögum um heilbrigðisþjónustu þannig að Alþingi kysi þrjá menn inn í stjórn Ríkisspítalanna eins og stofnunin hét þá. Það hafði áhrif. Allt í einu átti Landspítalinn talsmenn á Alþingi bæði í stjórnarliði og í stjórnarandstöðu. En þetta fyrirkomulag var afnumið og það varð Landspítalanum dýrt. Nú þarf að hefja nýja baráttu fyrir Landspítalann. Bjartsýnisáætlun Landspítalans þarf að verða til. Sú áætlun þarf að ná til sjúklinganna og aðstandendanna, til starfsmannanna, kjara þeira og starfsaðstæðna, og til framtíðar. Það á að hefjast handa við að byggja nýjan Landspítala – ekki seinna en nú þegar. Ég var svo heppinn á síðasta ári að fá að kynnast Landspítalanum. Það er ekki endilega heppni að þurfa að fara þangað inn en það er heppni að fá að skilja aðstæður þessarar stofnunar. Það gerir mig og aðra betur færa um að hafa skoðun á þessari stofnun og þörfum hennar. Þegar ég sat í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna og var heilbrigðisráðherra samtals í nærri áratug kynntist ég spítalanum vel og vandamálum hans. Í fyrra kynntist ég honum aðeins innan frá. Það var mikilvæg lífsreynsla. Nú þurfa allir þeir sem eiga Landspítalanum líf að launa að taka sig saman og standa með spítalanum. Landspítalinn er reyndar ekki bara heilbrigðismál. Þjóð sem ekki á gott stofnsjúkrahús stendur ekki undir því að geta heitið fullvalda þjóð.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar