Spánverjar í basli með spræka Norðmenn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. janúar 2014 20:54 Gedeon Guardiola skorar fyrir Spán í kvöld. Nordic Photos / AFP Heimsmeistarar Spánar eru með fullt hús stiga eftir sigur á Noregi, 27-25, í síðari leik dagsins í B-riðli. Norðmenn börðust hetjulega í leiknum en það dugði ekki til. Spánverjar voru betri í fyrri hálfleik og með fjögurra marka forystu að honum loknum, 12-8. En Norðmenn mættu öflugir til leiks í þeim síðari og var staðan orðin 15-15 eftir tíu mínútna leik. Noregur tók þá frumkvæðið í leiknum og komst yfir, 17-15. Ole Erevik átti frábæran dag í markinu og varði til að mynda þrjú víti og alls átján skot. Spánverjar skoruðu aðeins fjögur mörk á fyrsta stundarfjórðungi síðari hálfleiks en tóku svo við sér. Þeir þéttu varnarleikinn og refsuðu grimmt fyrir hver mistök Norðmanna. Spánn náði yfirhöndinni á ný en Kent Robin Tönnesen minnkaði þó forystuna í eitt mark þegar lítið var eftir en heimsmeistararnir tryggðu sér tveggja marka sigur með marki á lokasekúndunum. Það var allt annað að sjá til Norðmanna í kvöld en þeir spiluðu mun betur en gegn Íslandi á sunnudag. Bjarte Myrhol, sem átti erfitt uppdráttar um helgina, átti stórleik í kvöld og skoraði átta mörk fyrir Noreg. Espen Lie Hansen kom næstur með fimm mörk.Jose Manuel Sierra varði sautján skot fyrir Spánverja en markahæstur í liðinu var hornamaðurinn Victor Tomas með tíu mörk. Jose Canelas skoraði átta og var valinn maður leiksins. Spánn fer í milliriðlakeppnina með fullt hús stiga sigri liðið Ísland á fimmtudaginn. Noregur mætir Ungverjalandi á sama tíma og verður að vinna til að komast áfram á kostnað Ungverjanna. EM 2014 karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Heimsmeistarar Spánar eru með fullt hús stiga eftir sigur á Noregi, 27-25, í síðari leik dagsins í B-riðli. Norðmenn börðust hetjulega í leiknum en það dugði ekki til. Spánverjar voru betri í fyrri hálfleik og með fjögurra marka forystu að honum loknum, 12-8. En Norðmenn mættu öflugir til leiks í þeim síðari og var staðan orðin 15-15 eftir tíu mínútna leik. Noregur tók þá frumkvæðið í leiknum og komst yfir, 17-15. Ole Erevik átti frábæran dag í markinu og varði til að mynda þrjú víti og alls átján skot. Spánverjar skoruðu aðeins fjögur mörk á fyrsta stundarfjórðungi síðari hálfleiks en tóku svo við sér. Þeir þéttu varnarleikinn og refsuðu grimmt fyrir hver mistök Norðmanna. Spánn náði yfirhöndinni á ný en Kent Robin Tönnesen minnkaði þó forystuna í eitt mark þegar lítið var eftir en heimsmeistararnir tryggðu sér tveggja marka sigur með marki á lokasekúndunum. Það var allt annað að sjá til Norðmanna í kvöld en þeir spiluðu mun betur en gegn Íslandi á sunnudag. Bjarte Myrhol, sem átti erfitt uppdráttar um helgina, átti stórleik í kvöld og skoraði átta mörk fyrir Noreg. Espen Lie Hansen kom næstur með fimm mörk.Jose Manuel Sierra varði sautján skot fyrir Spánverja en markahæstur í liðinu var hornamaðurinn Victor Tomas með tíu mörk. Jose Canelas skoraði átta og var valinn maður leiksins. Spánn fer í milliriðlakeppnina með fullt hús stiga sigri liðið Ísland á fimmtudaginn. Noregur mætir Ungverjalandi á sama tíma og verður að vinna til að komast áfram á kostnað Ungverjanna.
EM 2014 karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira