Evrópumálaráðherra Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 19. febrúar 2014 14:12 Nýlega kom út skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um stöðu viðræðna Íslands og Evrópusambandsins. Margir bundu vonir við það að skýrslan myndi losa um þann umræðuhnút sem ríkir í íslensku samfélagi. En raunin varð allt önnur. Forystumenn ríkisstjórnarinnar túlka hana sem svo að viðræður séu komnar á vegg og lítill ávinningur í boði fyrir Ísland. Þeir sem eru hlynntir áframhaldandi aðildarviðræðum fullyrða að skýrslan gefi til kynna að enn megi láta reyna á undanþágur og góðar úrlausnir fyrir Ísland í aðildarviðræðunum. Í stuttu máli hefur umræðan í raun versnað, hnúturinn þrengri en nokkru sinni fyrr. Ekki hjálpar til að skýrslunni skuli hafa verið lekið áður en henni var dreift til stjórnarandstöðuþingmanna. Ekki ætla ég að gera utanríkisráðherra upp annarlegar hvatir enda þykir mér lekinn grábölvaður líkt og hann sjálfur segir. Við sem höfum kallað eftir yfirvegaðri þjóðfélagsumræðu um Evrópusambandsaðild og hagsmuni Íslands ergjumst mjög við þessi tíðindi. Um eitt stærsta hagsmunamál Íslands er að ræða og því er fyrir öllu að umræðan sé upplýst og rökræðan yfirveguð. Stjórnmálamenn stunda engu að síður stórskotahernað og þar er við báðar fylkingar að sakast. Mat mitt er að Gorgonshnúturinn leysist aldrei í frið og spekt undir handleiðslu stjórnmálamanna. Því þarf að taka málið úr höndum þeirra. Ég legg til tvær aðgerðir til að leiða þá framkvæmd til lykta. Ein þeirra er gamalkunn, önnur ný af nálinni og ögn róttæk. Í fyrsta lagi er bráðnauðsynlegt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. Báðar fylkingar hafa gott af því að leyfa þjóðarvilja að ráða för. Slíkt skapar sátt um ferli málsins. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni en engu að síður nauðsynleg. Hin aðgerðin snýr að framkvæmd viðræðna í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu, gefið að viðræðum verði haldið áfram líkt og allt bendir til. Ég hef mikla samúð með afstöðu ríkisstjórnarflokkana um að ótækt væri að þeir héldu áfram með viðræður Íslands enda virðist áhuginn ekki mikill. Sér í lagi hjá utanríkisráðherra. Ég tel að hagsmunum Íslands yrði ekki borgið undir viðræðustjórn efahyggjumanna í garð Evrópusambandsins. Því legg ég til að skipaður verði faglegur ráðherra Evrópumála til að vinna að framgangi málsins. Forsenda er fyrir því að faglegir ráðherrar séu skipaðir til að starfa með pólitískum ríkisstjórnum. Gott dæmi um það er fyrrverandi dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir. En um hana ríkti mikil sátt líkt og þyrfti að gilda um ráðherra Evrópumála. Þar að auki hefur skapast hefð fyrir því á Norðurlöndunum að ráðherrar fari með sérstakt ráðuneyti Evrópumála, þar má nefna Evrópumálaráðherra Finnlands og Svíþjóðar, Alexander Stubb og Birgittu Ohlsson. Undir formennsku dana í Ráðherraráði Evrópusambandsins var Nikolai Wammen tímabundinn ráðherra Evrópumála í Danmörku. Jafnvel Noregur, sem ekki er í Evrópusambandinu, á sinn eigin samstarfsráðherra Evrópumála, Vidar Helgesen. Ekki einungis færi ráðherrann með viðræður Íslands við Evrópusambandið heldur færi hann með málefni sem snúa að EES og EFTA. Nýlega vakti Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, athygli á því að lítið annað væri gert á þinginu en að innleiða reglugerðir vegna EES. Því hlýtur maður að spyrja sig hvort að hagsmunum Íslands sé gætt við þessa innleiðslu og því ekki óeðlilegt að ráðherra Evrópumála færi með þá hagsmunagæslu. Hugmyndin er ný og róttæk. En hún er til þess fallin að höggva á Gorgonshnútinn og skapa sátt um stærsta hagsmunamál Íslendinga í dag. Evrópusambandsaðildin á skilið að hljóta sanngjarna og yfirvegaða málsmeðferð. Höfundur er formaður Ungra jafnaðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega kom út skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um stöðu viðræðna Íslands og Evrópusambandsins. Margir bundu vonir við það að skýrslan myndi losa um þann umræðuhnút sem ríkir í íslensku samfélagi. En raunin varð allt önnur. Forystumenn ríkisstjórnarinnar túlka hana sem svo að viðræður séu komnar á vegg og lítill ávinningur í boði fyrir Ísland. Þeir sem eru hlynntir áframhaldandi aðildarviðræðum fullyrða að skýrslan gefi til kynna að enn megi láta reyna á undanþágur og góðar úrlausnir fyrir Ísland í aðildarviðræðunum. Í stuttu máli hefur umræðan í raun versnað, hnúturinn þrengri en nokkru sinni fyrr. Ekki hjálpar til að skýrslunni skuli hafa verið lekið áður en henni var dreift til stjórnarandstöðuþingmanna. Ekki ætla ég að gera utanríkisráðherra upp annarlegar hvatir enda þykir mér lekinn grábölvaður líkt og hann sjálfur segir. Við sem höfum kallað eftir yfirvegaðri þjóðfélagsumræðu um Evrópusambandsaðild og hagsmuni Íslands ergjumst mjög við þessi tíðindi. Um eitt stærsta hagsmunamál Íslands er að ræða og því er fyrir öllu að umræðan sé upplýst og rökræðan yfirveguð. Stjórnmálamenn stunda engu að síður stórskotahernað og þar er við báðar fylkingar að sakast. Mat mitt er að Gorgonshnúturinn leysist aldrei í frið og spekt undir handleiðslu stjórnmálamanna. Því þarf að taka málið úr höndum þeirra. Ég legg til tvær aðgerðir til að leiða þá framkvæmd til lykta. Ein þeirra er gamalkunn, önnur ný af nálinni og ögn róttæk. Í fyrsta lagi er bráðnauðsynlegt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. Báðar fylkingar hafa gott af því að leyfa þjóðarvilja að ráða för. Slíkt skapar sátt um ferli málsins. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni en engu að síður nauðsynleg. Hin aðgerðin snýr að framkvæmd viðræðna í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu, gefið að viðræðum verði haldið áfram líkt og allt bendir til. Ég hef mikla samúð með afstöðu ríkisstjórnarflokkana um að ótækt væri að þeir héldu áfram með viðræður Íslands enda virðist áhuginn ekki mikill. Sér í lagi hjá utanríkisráðherra. Ég tel að hagsmunum Íslands yrði ekki borgið undir viðræðustjórn efahyggjumanna í garð Evrópusambandsins. Því legg ég til að skipaður verði faglegur ráðherra Evrópumála til að vinna að framgangi málsins. Forsenda er fyrir því að faglegir ráðherrar séu skipaðir til að starfa með pólitískum ríkisstjórnum. Gott dæmi um það er fyrrverandi dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir. En um hana ríkti mikil sátt líkt og þyrfti að gilda um ráðherra Evrópumála. Þar að auki hefur skapast hefð fyrir því á Norðurlöndunum að ráðherrar fari með sérstakt ráðuneyti Evrópumála, þar má nefna Evrópumálaráðherra Finnlands og Svíþjóðar, Alexander Stubb og Birgittu Ohlsson. Undir formennsku dana í Ráðherraráði Evrópusambandsins var Nikolai Wammen tímabundinn ráðherra Evrópumála í Danmörku. Jafnvel Noregur, sem ekki er í Evrópusambandinu, á sinn eigin samstarfsráðherra Evrópumála, Vidar Helgesen. Ekki einungis færi ráðherrann með viðræður Íslands við Evrópusambandið heldur færi hann með málefni sem snúa að EES og EFTA. Nýlega vakti Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, athygli á því að lítið annað væri gert á þinginu en að innleiða reglugerðir vegna EES. Því hlýtur maður að spyrja sig hvort að hagsmunum Íslands sé gætt við þessa innleiðslu og því ekki óeðlilegt að ráðherra Evrópumála færi með þá hagsmunagæslu. Hugmyndin er ný og róttæk. En hún er til þess fallin að höggva á Gorgonshnútinn og skapa sátt um stærsta hagsmunamál Íslendinga í dag. Evrópusambandsaðildin á skilið að hljóta sanngjarna og yfirvegaða málsmeðferð. Höfundur er formaður Ungra jafnaðarmanna.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun