Bakteríur fundust í tveimur réttum á Dalvík Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2014 14:18 Frá Fiskideginum Vísir/Auðunn Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra fann tvenns konar frávik í matvælum við rannsókn á matareitrun sem gestir Fiskidaga á Dalvík fengu fyrir helgi. Annars vegar fundust grómyndandi bakteríur, sem að geta framleitt hitaþolið eiturefni. Hins vegar stafýlókokkar sem einnig geta framleitt hitaþolið eitur. „Þetta eru þannig niðurstöður að við teljum nokkuð ljóst að þessi frávik hafi valdið þessum einkennum hjá því fólki sem borðaði matinn,“ segir Alfred Schiöth hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. Um þrjátíu manns leituðu á heilsugæslu vegna sýkingar. Alfred segir að almennt séð tengist grómyndandi bakteríur því þegar kæling matvæla er ekki nægilega ör, þ.e. að þau kælist ekki nægilega hratt. Hins vegar tengist stafýlókokkar bakteríu sem geti verið á húð og í hálsi og geti borist í matvæli með til dæmis snertingu, hnerra og hósta og fjölgi sér, sé hitastigið of hátt. „Við sjáum það úr þessum niðurstöðum að kælikeðjan hefur brugðist og þess utan hafi eitthvað farið úrskeiðis varðandi meðhöndlun matvælanna.“ Hann segir aðalmálið vera að kælingin sé snögg eftir hitameðferð. Ef verið sé að breyta heitum mat í kaldan gerist það hratt og ákveðið. Þá haldist matvælin köld þar til þeirra er neytt eða þá matvælunum sé haldið yfir 60 gráðum svo bakteríur geti ekki fjölgað sér. „Við þykjumst sjá að tvennt hafi farið úrskeiðis. Annars vegar að kælingin hafi ekki verið nægjanlega ör og samfelld. Hins vegar hafi einhverskonar mengun borist frá fólki sem vann með matvælin.“ Alfred segir um tvær algengustu ástæður fyrir matareitrunum og sýkingum að ræða. Um var að ræða einstakt tilvik þar sem búið var að leigja eldhús Grunnskólans á Dalvík. Þar var matreiddur tælenskur matur fyrir gesti á Dalvík þar sem fjölmennt var um liðna helgi þegar Fiskidagurinn mikli fór fram. Ekki er um að ræða rekstur veitingahúss. Framleiðsla og sala matarins var stöðvuð á staðnum eftir að ábendingar bárust um veikindi. „Aðalatriðið er að draga lærdóm af þessu. Að allir sem séu að hugsa á þessum nótum hafi öflug kæliúrræði í huga þegar efnt skal til stórveislu. Einnig allt sem lýtur að verklagi og þrifum varðandi matreiðslu,“ segir Alfred.Uppfært klukkan 15:40 Í fréttinni stóð áður að bakteríur hefðu fundist í tveimur réttum á Fiskideginum mikla sem fram fór laugardaginn 9. ágúst. Hið rétta er að bakteríur fundust í réttum sem eldaðir voru fyrir Fiskidagsgesti á miðvikudeginum, þ.e. í aðdraganda Fiskidagsins mikla. Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Tengdar fréttir Myndir: Frábær stemning á Fiskideginum mikla Dalvíkurbyggð iðaði af lífi í dag þegar ungir sem aldnir gæddu sér á hinum ýmsu fiskréttum. 9. ágúst 2014 21:06 Fiskidagsgestir fengu í magann af taílenskum mat Rúmlega þrjátíu manns hafa verið í sambandi við Heilsugæslustöðina á Dalvík undanfarna tvo sólarhringa eða svo vegna truflana í meltingarvegi. 8. ágúst 2014 15:18 Mikil gleði á Dalvík Margir þekktir Íslendingar lögðu leið sína til Dalvíkur um síðustu helgi og skemmtu sér í hinum ýmsu garðpartíum. 12. ágúst 2014 11:00 Öllu tjaldað til á Dalvík Mikil tónlistarveisla fer fram á Dalvík á laugardagskvöldið þar sem landsþekktir tónlistarmenn stíga á svið og fara um víðan völl. 9. ágúst 2014 09:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra fann tvenns konar frávik í matvælum við rannsókn á matareitrun sem gestir Fiskidaga á Dalvík fengu fyrir helgi. Annars vegar fundust grómyndandi bakteríur, sem að geta framleitt hitaþolið eiturefni. Hins vegar stafýlókokkar sem einnig geta framleitt hitaþolið eitur. „Þetta eru þannig niðurstöður að við teljum nokkuð ljóst að þessi frávik hafi valdið þessum einkennum hjá því fólki sem borðaði matinn,“ segir Alfred Schiöth hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. Um þrjátíu manns leituðu á heilsugæslu vegna sýkingar. Alfred segir að almennt séð tengist grómyndandi bakteríur því þegar kæling matvæla er ekki nægilega ör, þ.e. að þau kælist ekki nægilega hratt. Hins vegar tengist stafýlókokkar bakteríu sem geti verið á húð og í hálsi og geti borist í matvæli með til dæmis snertingu, hnerra og hósta og fjölgi sér, sé hitastigið of hátt. „Við sjáum það úr þessum niðurstöðum að kælikeðjan hefur brugðist og þess utan hafi eitthvað farið úrskeiðis varðandi meðhöndlun matvælanna.“ Hann segir aðalmálið vera að kælingin sé snögg eftir hitameðferð. Ef verið sé að breyta heitum mat í kaldan gerist það hratt og ákveðið. Þá haldist matvælin köld þar til þeirra er neytt eða þá matvælunum sé haldið yfir 60 gráðum svo bakteríur geti ekki fjölgað sér. „Við þykjumst sjá að tvennt hafi farið úrskeiðis. Annars vegar að kælingin hafi ekki verið nægjanlega ör og samfelld. Hins vegar hafi einhverskonar mengun borist frá fólki sem vann með matvælin.“ Alfred segir um tvær algengustu ástæður fyrir matareitrunum og sýkingum að ræða. Um var að ræða einstakt tilvik þar sem búið var að leigja eldhús Grunnskólans á Dalvík. Þar var matreiddur tælenskur matur fyrir gesti á Dalvík þar sem fjölmennt var um liðna helgi þegar Fiskidagurinn mikli fór fram. Ekki er um að ræða rekstur veitingahúss. Framleiðsla og sala matarins var stöðvuð á staðnum eftir að ábendingar bárust um veikindi. „Aðalatriðið er að draga lærdóm af þessu. Að allir sem séu að hugsa á þessum nótum hafi öflug kæliúrræði í huga þegar efnt skal til stórveislu. Einnig allt sem lýtur að verklagi og þrifum varðandi matreiðslu,“ segir Alfred.Uppfært klukkan 15:40 Í fréttinni stóð áður að bakteríur hefðu fundist í tveimur réttum á Fiskideginum mikla sem fram fór laugardaginn 9. ágúst. Hið rétta er að bakteríur fundust í réttum sem eldaðir voru fyrir Fiskidagsgesti á miðvikudeginum, þ.e. í aðdraganda Fiskidagsins mikla.
Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Tengdar fréttir Myndir: Frábær stemning á Fiskideginum mikla Dalvíkurbyggð iðaði af lífi í dag þegar ungir sem aldnir gæddu sér á hinum ýmsu fiskréttum. 9. ágúst 2014 21:06 Fiskidagsgestir fengu í magann af taílenskum mat Rúmlega þrjátíu manns hafa verið í sambandi við Heilsugæslustöðina á Dalvík undanfarna tvo sólarhringa eða svo vegna truflana í meltingarvegi. 8. ágúst 2014 15:18 Mikil gleði á Dalvík Margir þekktir Íslendingar lögðu leið sína til Dalvíkur um síðustu helgi og skemmtu sér í hinum ýmsu garðpartíum. 12. ágúst 2014 11:00 Öllu tjaldað til á Dalvík Mikil tónlistarveisla fer fram á Dalvík á laugardagskvöldið þar sem landsþekktir tónlistarmenn stíga á svið og fara um víðan völl. 9. ágúst 2014 09:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Myndir: Frábær stemning á Fiskideginum mikla Dalvíkurbyggð iðaði af lífi í dag þegar ungir sem aldnir gæddu sér á hinum ýmsu fiskréttum. 9. ágúst 2014 21:06
Fiskidagsgestir fengu í magann af taílenskum mat Rúmlega þrjátíu manns hafa verið í sambandi við Heilsugæslustöðina á Dalvík undanfarna tvo sólarhringa eða svo vegna truflana í meltingarvegi. 8. ágúst 2014 15:18
Mikil gleði á Dalvík Margir þekktir Íslendingar lögðu leið sína til Dalvíkur um síðustu helgi og skemmtu sér í hinum ýmsu garðpartíum. 12. ágúst 2014 11:00
Öllu tjaldað til á Dalvík Mikil tónlistarveisla fer fram á Dalvík á laugardagskvöldið þar sem landsþekktir tónlistarmenn stíga á svið og fara um víðan völl. 9. ágúst 2014 09:30