Fyrir hrun Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 12. nóvember 2014 14:02 Mörgum finnst hægt ganga að rétta þjóðarskútuna við eftir hrun og telja að ýmsir hefðbundnir mælikvarðar sýni verri stöðu en áður var. Fyrir hrun var neyslan vissulega mun auðveldari með ofurkrónu og ótakmarkað aðgengi að lánsfé. Með þessum skrifum er ekki ætlunin að stinga sér á kaf í pólitík heldur velta upp nokkrum atriðum sem sjaldnast eru skoðuð í dægurþrasi stjórnmálanna. Þegar rýnt er í ýmsa óhefðbundna mælikvarða fyrir og eftir hrun kemur ýmislegt í ljós. Fyrir hrun voru hjólreiðar áhugamál örfárra, í dag eru hjólreiðar gildur samgöngumáti fjölmargra. Fyrir hrun fóru allt of fáir með Strætó, í dag er fjöldinn komin yfir 10 milljón farþega á ári. Fyrir hrun voru eyðslugildi nýskráðra bifreiða yfir 8 L/100 km, Í dag er það rúmlega 5 L/100 km. Fyrir hrun var nánast enginn rafbíll á Íslandi, í dag eru þeir yfir 200 og fer fjölgandi. Fyrir hrun var metangas einungis framleitt í Reykjavík, í dag er það líka framleitt á Akureyri. Fyrir hrun var bara ein metanafgreiðslustöð, í dag eru þær nokkrar. Fyrir hrun var ekkert metanól framleitt á Íslandi, í dag er metanólverksmiðja starfandi við Svartsengi. Fyrir hrun var ekki til íslenskur lífdísill, í dag er lífdísilverksmiðja á Akureyri. Fyrir hrun lögðust strandflutningar af, í dag eru þeir byrjaðir aftur. Fyrir hrun var græn raforkuframleiðsla á Íslandi 10 GWst, í dag er hún 18 GWst. Samt hefur raforkunotkun á hverja íbúð dregist saman úr 4,9 MWst fyrir hrun í 4,4 MWst í dag. Fyrir hrun notaði nánast enginn varmadælur, í dag eru þær mörg hundruð með tilheyrandi raforkusparnaði, Fyrir hrun var glóperan allsráðandi, í dag nota flestir betri ljóstækni með tilheyrandi raforkusparnaði. Fyrir hrun var Ísland eina Evrópulandið án vindmylla, í dag er afl vindorku komið yfir 4 MW. Fyrir hrun notuðu allir bensínsláttuvélar í garðinum, í dag skipta sífellt fleiri yfir í rafmagnssláttuvélar. Fyrir hrun keyrðu flestar fiskimjölsverksmiðjur á olíu, í dag hafa nánast allar skipt yfir í innlent rafmagn. Fyrir hrun var ekkert gagnaver Ísland, í dag eru þau nokkur. Fyrir hrun, 2007, var heildarmagn úrgangs móttekið af Sorpu 217 þúsund tonn, eftir hrun, 2013, var það 152 þúsund tonn. Fyrir hrun var allur lífrænn úrgangur í Eyjafirði urðaður, í dag er þar framleidd umhverfisvæn molta með tilheyrandi útblástursparnaði. Fyrir hrun var flokkun og endurvinnsla undantekning á landsbyggðinni, í dag er hún mikil og almenn. Fyrir hrun var eftirmarkaður með notaða hluti veikur, í dag er hægt að endurselja flest. Fyrir hrun voru plastpokar allsráðandi, í dag eru þeir á útleið. Fyrir hrun voru flest samskipti við stofnanir á útprentuðum bréfum, í dag eru þau að mestu rafræn. Fyrir hrun voru þrjú fyrirtæki Svansvottuð, í dag eru þau um 30. Árið 2007 fengu 4 fyrirtæki ISO 14001 umhverfisvottun, 2013 fengu 38 fyrirtæki slíka vottun. Þó að samfélagið sé í kröggum í ýmsum málaflokkum, þá hefur það samt sem áður þokast í rétta átt á mörgum sviðum. Frá hruni hefur nánast allt pólitíska litrófið skipt með sér valdataumunum, þannig að ætla má að þverpólitísk samstaða sé um að halda áfram á sömu braut. Í umhverfismálum erum við með öðrum orðum komin af stað sem samfélag en þurfum bara að fara miklu hraðar og lengra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Mörgum finnst hægt ganga að rétta þjóðarskútuna við eftir hrun og telja að ýmsir hefðbundnir mælikvarðar sýni verri stöðu en áður var. Fyrir hrun var neyslan vissulega mun auðveldari með ofurkrónu og ótakmarkað aðgengi að lánsfé. Með þessum skrifum er ekki ætlunin að stinga sér á kaf í pólitík heldur velta upp nokkrum atriðum sem sjaldnast eru skoðuð í dægurþrasi stjórnmálanna. Þegar rýnt er í ýmsa óhefðbundna mælikvarða fyrir og eftir hrun kemur ýmislegt í ljós. Fyrir hrun voru hjólreiðar áhugamál örfárra, í dag eru hjólreiðar gildur samgöngumáti fjölmargra. Fyrir hrun fóru allt of fáir með Strætó, í dag er fjöldinn komin yfir 10 milljón farþega á ári. Fyrir hrun voru eyðslugildi nýskráðra bifreiða yfir 8 L/100 km, Í dag er það rúmlega 5 L/100 km. Fyrir hrun var nánast enginn rafbíll á Íslandi, í dag eru þeir yfir 200 og fer fjölgandi. Fyrir hrun var metangas einungis framleitt í Reykjavík, í dag er það líka framleitt á Akureyri. Fyrir hrun var bara ein metanafgreiðslustöð, í dag eru þær nokkrar. Fyrir hrun var ekkert metanól framleitt á Íslandi, í dag er metanólverksmiðja starfandi við Svartsengi. Fyrir hrun var ekki til íslenskur lífdísill, í dag er lífdísilverksmiðja á Akureyri. Fyrir hrun lögðust strandflutningar af, í dag eru þeir byrjaðir aftur. Fyrir hrun var græn raforkuframleiðsla á Íslandi 10 GWst, í dag er hún 18 GWst. Samt hefur raforkunotkun á hverja íbúð dregist saman úr 4,9 MWst fyrir hrun í 4,4 MWst í dag. Fyrir hrun notaði nánast enginn varmadælur, í dag eru þær mörg hundruð með tilheyrandi raforkusparnaði, Fyrir hrun var glóperan allsráðandi, í dag nota flestir betri ljóstækni með tilheyrandi raforkusparnaði. Fyrir hrun var Ísland eina Evrópulandið án vindmylla, í dag er afl vindorku komið yfir 4 MW. Fyrir hrun notuðu allir bensínsláttuvélar í garðinum, í dag skipta sífellt fleiri yfir í rafmagnssláttuvélar. Fyrir hrun keyrðu flestar fiskimjölsverksmiðjur á olíu, í dag hafa nánast allar skipt yfir í innlent rafmagn. Fyrir hrun var ekkert gagnaver Ísland, í dag eru þau nokkur. Fyrir hrun, 2007, var heildarmagn úrgangs móttekið af Sorpu 217 þúsund tonn, eftir hrun, 2013, var það 152 þúsund tonn. Fyrir hrun var allur lífrænn úrgangur í Eyjafirði urðaður, í dag er þar framleidd umhverfisvæn molta með tilheyrandi útblástursparnaði. Fyrir hrun var flokkun og endurvinnsla undantekning á landsbyggðinni, í dag er hún mikil og almenn. Fyrir hrun var eftirmarkaður með notaða hluti veikur, í dag er hægt að endurselja flest. Fyrir hrun voru plastpokar allsráðandi, í dag eru þeir á útleið. Fyrir hrun voru flest samskipti við stofnanir á útprentuðum bréfum, í dag eru þau að mestu rafræn. Fyrir hrun voru þrjú fyrirtæki Svansvottuð, í dag eru þau um 30. Árið 2007 fengu 4 fyrirtæki ISO 14001 umhverfisvottun, 2013 fengu 38 fyrirtæki slíka vottun. Þó að samfélagið sé í kröggum í ýmsum málaflokkum, þá hefur það samt sem áður þokast í rétta átt á mörgum sviðum. Frá hruni hefur nánast allt pólitíska litrófið skipt með sér valdataumunum, þannig að ætla má að þverpólitísk samstaða sé um að halda áfram á sömu braut. Í umhverfismálum erum við með öðrum orðum komin af stað sem samfélag en þurfum bara að fara miklu hraðar og lengra.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun