Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ítalía 27-21 | Stelpurnar í góðri stöðu Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalshöllinni skrifar 30. nóvember 2014 00:01 vísir/ernir Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann Ítalíu, 27-21, í öðrum leik liðsins í forkeppni HM 2015 og er í mjög góðri stöðu í sínum riðli.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í dag og tók þessar myndir sem fylgja umfjölluninni. Ísland vann Ítalíu með sjö marka mun, 26-19, fyrr í vikunni og er á toppi riðilsins með fjögur stig. Það þarf nú aðeins eitt stig úr tveimur leikjum gegn Makedóníu til að komast í umspil um sæti á HM. Íslenska liðið byrjaði leikinn rólega og mistökin í sóknarleiknum voru of mörg. Ítalska liðið skoraði fjögur mörk á fyrstu sjö mínútum fyrri hálfleiks en aðeins þrjú á næstu 23 mínútum. Vörn Íslands, með Sunnu Jónsdóttur fremsta í flokki, var sterk og fyrir aftan hana var Florentina Stanciu ekkert minna en mögnuð. Alls varði hún 17 skot í fyrri hálfleik, eða 71 prósent allra þeirra skota sem hún fékk á sig! Íslenska liðið breytti stöðunni úr 3-4 í 9-4 um miðjan fyrri hálfleikinn og leiddi í leikhléi, 13-7. Uppstilltur sóknarleikur Íslands var ekkert sérstakur, en hraðaupphlaupin gengu vel og þá var Karen Knútsdóttir iðin við markaskorun, en hún skoraði sex mörk í fyrri hálfleik. Ítalir byrjuðu seinni hálfleikinn betur og skoruðu þrjú fyrstu mörk hans. Ekki hjálpaði til að Ramune Pekarskyte fékk sína aðra brottvísun snemma í seinni hálfleik. Sóknarleikur Íslands var stirður og fyrsta markið í seinni hálfleik leit ekki dagsins ljós fyrr en eftir sex og hálfa mínútu. Karen var þar að verki en fyrirliðinn tók hvað eftir annað af skarið í sókninni og skoraði alls ellefu mörk í leiknum. Stelpurnar okkar náðu mest tíu marka forskoti, 26-16, en slökuðu aðeins á undir lokin og sigurinn á endanum sex mörk, 27-21. Florentina og Karen báru af í íslenska liðinu, en annars dreifðust mörkin nokkuð jafnt hjá stelpunum. Rut Jónsdóttir og Ásta Birna Gunnarsdóttir skoruðu báðar þrjú mörk. Christian Gheorghe var markahæst Ítalíu með átta mörk, en hún skoraði sjö mörk af vítalínunni.Karen brýst í gegn og skorar.vísir/ernirKaren: Margt sem við getum bætt Karen var allt í öllu í sóknarleik Íslands þegar liðið lagði Ítalíu að velli í Laugardalshöll í dag. Karen skoraði 11 af 27 mörkum Íslands og tók oftsinnis af skarið á mikilvægum augnablikum. Hún var að vonum sátt í samtali við Vísi eftir leik. „Varnarleikurinn var góður, líkt og í fyrri leiknum, en við gerðum alltof mikið af mistökum í dag, sérstaklega í seinni bylgjunni. „Það hefði getað reynst dýrt gegn sterkara liði en Ítalíu, en við höfðum sex marka sigur sem er fínt,“ sagði Karen, en fyrri leik liðanna lyktaði einnig með íslenskum sigri, 17-26. Karen segir íslenska liðið geta bætt margt í sínum leik. „Það er margt sem við getum bætt. Við erum að fá nokkra leikmenn til baka og það tekur tíma að spila sig saman,“ sagði landsliðsfyrirliðinn og bætti við: „Við erum búnar að fá fjögur stig af fjórum mögulegum sem er mjög jákvætt. „Varnarleikurinn hefur verið sterkur og Flora (Florentina Stanciu) mjög öflug í markinu. „Hún er einstakur karakter og það er frábært að hafa hana á æfingum og í leikjum. Hún gefur sig alltaf 100% og gefur okkur ofboðslega mikið með þessum öskrum og látum. „Hún er frábær íþróttamaður,“ sagði Karen um Florentinu sem varði 26 skot í íslenska markinu í dag.Hildigunnur Einarsdóttir þakkar stuðninginn í dag.vísir/ernirSunna: Höfum tvo leiki til að ná í stigið Sunna Jónsdóttir og stöllur hennar í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta unnu það ítalska öðru sinni í undankeppni HM 2015 í Laugardalshöll í dag. Sunna var að venju föst fyrir í vörninni og skoraði auk þess eitt mark í 27-21 sigri Íslands. „Það mikilvægasta var að við fengum sigur úr þessum leik. Við lögðum upp með það sama og úti á Ítalíu,“ sagði Sunna í samtali við Vísi eftir leikinn. „Varnarleikurinn var gekk vel allan leikinn og Florentina (Stanciu) var frábær í markinu. Við vorum kannski fullbráðar á okkur þegar við unnum boltann og töpuðum honum of oft. „En það var jákvætt að fá sigur í dag,“ sagði Sunna, en með sigrinum er Ísland komið í dauðafæri til að komast í umspil um sæti á HM í Danmörku. Íslenska liðið þarf aðeins eitt stig í tveimur leikjum gegn Makedóníu til að komast í umspilsleikina tvo, en Makedónía tapaði báðum leikjum sínum gegn Ítalíu. „Okkur vantar bara eitt stig í viðbótar til að komast upp úr forkeppninni og við höfum tvo leiki til þess,“ sagði Sunna að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann Ítalíu, 27-21, í öðrum leik liðsins í forkeppni HM 2015 og er í mjög góðri stöðu í sínum riðli.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í dag og tók þessar myndir sem fylgja umfjölluninni. Ísland vann Ítalíu með sjö marka mun, 26-19, fyrr í vikunni og er á toppi riðilsins með fjögur stig. Það þarf nú aðeins eitt stig úr tveimur leikjum gegn Makedóníu til að komast í umspil um sæti á HM. Íslenska liðið byrjaði leikinn rólega og mistökin í sóknarleiknum voru of mörg. Ítalska liðið skoraði fjögur mörk á fyrstu sjö mínútum fyrri hálfleiks en aðeins þrjú á næstu 23 mínútum. Vörn Íslands, með Sunnu Jónsdóttur fremsta í flokki, var sterk og fyrir aftan hana var Florentina Stanciu ekkert minna en mögnuð. Alls varði hún 17 skot í fyrri hálfleik, eða 71 prósent allra þeirra skota sem hún fékk á sig! Íslenska liðið breytti stöðunni úr 3-4 í 9-4 um miðjan fyrri hálfleikinn og leiddi í leikhléi, 13-7. Uppstilltur sóknarleikur Íslands var ekkert sérstakur, en hraðaupphlaupin gengu vel og þá var Karen Knútsdóttir iðin við markaskorun, en hún skoraði sex mörk í fyrri hálfleik. Ítalir byrjuðu seinni hálfleikinn betur og skoruðu þrjú fyrstu mörk hans. Ekki hjálpaði til að Ramune Pekarskyte fékk sína aðra brottvísun snemma í seinni hálfleik. Sóknarleikur Íslands var stirður og fyrsta markið í seinni hálfleik leit ekki dagsins ljós fyrr en eftir sex og hálfa mínútu. Karen var þar að verki en fyrirliðinn tók hvað eftir annað af skarið í sókninni og skoraði alls ellefu mörk í leiknum. Stelpurnar okkar náðu mest tíu marka forskoti, 26-16, en slökuðu aðeins á undir lokin og sigurinn á endanum sex mörk, 27-21. Florentina og Karen báru af í íslenska liðinu, en annars dreifðust mörkin nokkuð jafnt hjá stelpunum. Rut Jónsdóttir og Ásta Birna Gunnarsdóttir skoruðu báðar þrjú mörk. Christian Gheorghe var markahæst Ítalíu með átta mörk, en hún skoraði sjö mörk af vítalínunni.Karen brýst í gegn og skorar.vísir/ernirKaren: Margt sem við getum bætt Karen var allt í öllu í sóknarleik Íslands þegar liðið lagði Ítalíu að velli í Laugardalshöll í dag. Karen skoraði 11 af 27 mörkum Íslands og tók oftsinnis af skarið á mikilvægum augnablikum. Hún var að vonum sátt í samtali við Vísi eftir leik. „Varnarleikurinn var góður, líkt og í fyrri leiknum, en við gerðum alltof mikið af mistökum í dag, sérstaklega í seinni bylgjunni. „Það hefði getað reynst dýrt gegn sterkara liði en Ítalíu, en við höfðum sex marka sigur sem er fínt,“ sagði Karen, en fyrri leik liðanna lyktaði einnig með íslenskum sigri, 17-26. Karen segir íslenska liðið geta bætt margt í sínum leik. „Það er margt sem við getum bætt. Við erum að fá nokkra leikmenn til baka og það tekur tíma að spila sig saman,“ sagði landsliðsfyrirliðinn og bætti við: „Við erum búnar að fá fjögur stig af fjórum mögulegum sem er mjög jákvætt. „Varnarleikurinn hefur verið sterkur og Flora (Florentina Stanciu) mjög öflug í markinu. „Hún er einstakur karakter og það er frábært að hafa hana á æfingum og í leikjum. Hún gefur sig alltaf 100% og gefur okkur ofboðslega mikið með þessum öskrum og látum. „Hún er frábær íþróttamaður,“ sagði Karen um Florentinu sem varði 26 skot í íslenska markinu í dag.Hildigunnur Einarsdóttir þakkar stuðninginn í dag.vísir/ernirSunna: Höfum tvo leiki til að ná í stigið Sunna Jónsdóttir og stöllur hennar í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta unnu það ítalska öðru sinni í undankeppni HM 2015 í Laugardalshöll í dag. Sunna var að venju föst fyrir í vörninni og skoraði auk þess eitt mark í 27-21 sigri Íslands. „Það mikilvægasta var að við fengum sigur úr þessum leik. Við lögðum upp með það sama og úti á Ítalíu,“ sagði Sunna í samtali við Vísi eftir leikinn. „Varnarleikurinn var gekk vel allan leikinn og Florentina (Stanciu) var frábær í markinu. Við vorum kannski fullbráðar á okkur þegar við unnum boltann og töpuðum honum of oft. „En það var jákvætt að fá sigur í dag,“ sagði Sunna, en með sigrinum er Ísland komið í dauðafæri til að komast í umspil um sæti á HM í Danmörku. Íslenska liðið þarf aðeins eitt stig í tveimur leikjum gegn Makedóníu til að komast í umspilsleikina tvo, en Makedónía tapaði báðum leikjum sínum gegn Ítalíu. „Okkur vantar bara eitt stig í viðbótar til að komast upp úr forkeppninni og við höfum tvo leiki til þess,“ sagði Sunna að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira