Framsókn ráðalaus í húsnæðismálum Magnús Már Guðmundsson skrifar 29. janúar 2014 06:00 Hún er rýr, Framsóknarskýrslan sem kynnt var í vikunni um húsnæðismál. Þrátt fyrir fögur kosningafyrirheit um afnám verðtryggingarinnar blasir nú við að ekki verði farið í þá vegferð, nema að takmörkuðu leyti. Stuttum níu mánuðum eftir loforðaflauminn hefur Framsóknarflokkurinn nú rekið sig á það sem margoft hefur verið bent á af talsmönnum Samfylkingarinnar: Verðtryggingin er órjúfanlegur hluti af krónuhagkerfinu og verður ekki að fullu afnumin nema með upptöku annars gjaldmiðils. Í skýrslunni eru engu að síður lagðar fram tillögur „í átt að fullu afnámi verðtryggingar“, sem meðal annars fela í sér að gera verðtryggð lán til lengri tíma en 25 ára óheimil. Það er vandséð hvernig það hjálpar húsnæðiskaupendum að takmarka möguleika þeirra á lánsfjármögnun íbúða, án þess að bjóða upp á eitthvað annað í staðinn. Þeir sem hafa ráð á að taka óverðtryggð lán í dag gera það – bannið breytir engu þar um.Húsnæðisöryggi Mun meira máli skiptir hvernig ríkisstjórnin ætlar að tryggja húsnæðisöryggi þeirra sem ekki ráða við þunga greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum eða af verðtryggðum lánum til einungis 25 ára. Í því máli skilar ríkisstjórnin svo til auðu. Vissulega er tæpt á hvaða mótvægisaðgerðum væri hægt að beita vegna styttingar lánstímans, en það er hvorki rætt hvað þurfi að gera að lágmarki svo hægt sé að hefja afnám verðtryggingarinnar, né greint frá því hvað slíkar aðgerðir myndu kosta ríkissjóð. Við slíkar aðstæður er nauðsynlegt að Reykjavíkurborg taki forystu í húsnæðismálum á höfuðborgarsvæðinu. Snúa þarf frá ofuráherslunni á séreignarstefnuna og byggja upp traustan leigumarkað, sem verður valkostur fyrir alla – líka þá sem ráða ekki við himinháar greiðslur of óverðtryggðum lánum eða verðtryggðum lánum til 25 ára. Aðeins með beinni þátttöku borgarinnar í uppbyggingu leigufélaga sem starfa á almennum markaði tryggjum við skjóta uppbyggingu á leiguíbúðum. Reykjavíkurborg hefur nú þegar lagt fram metnaðarfullar áætlanir um uppbyggingu 2.500–3.000 íbúða og mikilvægt er að þær nái fram að ganga. Fyrir því vil ég beita mér í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Hún er rýr, Framsóknarskýrslan sem kynnt var í vikunni um húsnæðismál. Þrátt fyrir fögur kosningafyrirheit um afnám verðtryggingarinnar blasir nú við að ekki verði farið í þá vegferð, nema að takmörkuðu leyti. Stuttum níu mánuðum eftir loforðaflauminn hefur Framsóknarflokkurinn nú rekið sig á það sem margoft hefur verið bent á af talsmönnum Samfylkingarinnar: Verðtryggingin er órjúfanlegur hluti af krónuhagkerfinu og verður ekki að fullu afnumin nema með upptöku annars gjaldmiðils. Í skýrslunni eru engu að síður lagðar fram tillögur „í átt að fullu afnámi verðtryggingar“, sem meðal annars fela í sér að gera verðtryggð lán til lengri tíma en 25 ára óheimil. Það er vandséð hvernig það hjálpar húsnæðiskaupendum að takmarka möguleika þeirra á lánsfjármögnun íbúða, án þess að bjóða upp á eitthvað annað í staðinn. Þeir sem hafa ráð á að taka óverðtryggð lán í dag gera það – bannið breytir engu þar um.Húsnæðisöryggi Mun meira máli skiptir hvernig ríkisstjórnin ætlar að tryggja húsnæðisöryggi þeirra sem ekki ráða við þunga greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum eða af verðtryggðum lánum til einungis 25 ára. Í því máli skilar ríkisstjórnin svo til auðu. Vissulega er tæpt á hvaða mótvægisaðgerðum væri hægt að beita vegna styttingar lánstímans, en það er hvorki rætt hvað þurfi að gera að lágmarki svo hægt sé að hefja afnám verðtryggingarinnar, né greint frá því hvað slíkar aðgerðir myndu kosta ríkissjóð. Við slíkar aðstæður er nauðsynlegt að Reykjavíkurborg taki forystu í húsnæðismálum á höfuðborgarsvæðinu. Snúa þarf frá ofuráherslunni á séreignarstefnuna og byggja upp traustan leigumarkað, sem verður valkostur fyrir alla – líka þá sem ráða ekki við himinháar greiðslur of óverðtryggðum lánum eða verðtryggðum lánum til 25 ára. Aðeins með beinni þátttöku borgarinnar í uppbyggingu leigufélaga sem starfa á almennum markaði tryggjum við skjóta uppbyggingu á leiguíbúðum. Reykjavíkurborg hefur nú þegar lagt fram metnaðarfullar áætlanir um uppbyggingu 2.500–3.000 íbúða og mikilvægt er að þær nái fram að ganga. Fyrir því vil ég beita mér í borgarstjórn Reykjavíkur.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar