Orka, fiskur og jafnrétti Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 12. apríl 2014 07:00 Alþjóðleg þróunarsamvinna er ein af meginstoðum íslenskrar utanríkisstefnu. Við leggjum áherslu á stuðning við fátækustu ríki heims og fátækt fólk í ríkjum þar sem gæðum er misskipt. Alþjóðabankinn gegnir lykilhlutverki í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands, enda meðal stærstu og áhrifamestu alþjóðastofnana á sviði þróunarsamvinnu. Með virkri þátttöku Íslands á vettvangi bankans leggjum við okkar af mörkum til efnahagslegrar og félagslegrar uppbyggingar þróunarlanda. Þar lætur Ísland sérstaklega til sín taka á sviði orku- og fiskimála, auk sérstaks stuðnings við jafnréttismál. Við höfum orðið vör við mikinn áhuga hjá þróunarríkjum á samstarfi á þessum sviðum enda gegna þau mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að stuðla að aukinni framþróun og hagvexti í þróunarríkjum. Árangurinn skilar sér til fólksins með aukinni atvinnusköpun og bættum lífskjörum. Sóknarfæri Íslendinga eru töluverð, enda getum við deilt þekkingu okkar og reynslu með fátækari ríkjum heims. Samstarf Íslands, Alþjóðabankans og Norræna þróunarsjóðsins um aukna nýtingu jarðhita í Austur-Afríku er gott dæmi þar sem íslensk sérþekking gegnir lykilhlutverki. Samstarfið gerir ráð fyrir að Íslendingar aðstoði ríki við að meta bestu jarðhitasvæðin, gera nauðsynlegar grunnrannsóknir og veita liðsinni við gerð áætlana um jarðboranir til þess að meta stærð auðlindanna. Vonir eru bundnar við að samstarfið muni leiða til aukinnar raforkuframleiðslu sem geti skipt sköpum fyrir þetta fátæka svæði Afríku. Með samstarfinu erum við að bregðast við þeirri miklu orkufátækt sem ríkir á svæðinu, en aðgangur að orku er af mörgum talinn einn mikilvægasti liðurinn í að stuðla að aukinni hagsæld fátækra samfélaga.Veigamikil vegferð Í dag sit ég fund þróunarnefndar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir hönd Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Á fundinum munu 25 ráðherrar og seðlabankastjórar koma saman til að leggja línurnar um framkvæmd nýrrar stefnu Alþjóðabankans og ræða hvernig bankinn geti betur brugðist við fyrirliggjandi áskorunum, styrkt hagvöxt og jöfnuð í þróunarríkjum, ekki síst í kjölfar efnahagserfiðleika undanfarinna sex ára. Ég tel áherslusvið okkar innan bankans, jafnrétti, orku- og fiskimál, vera meðal sviða sem stuðlað geta að framþróun og hagsæld og að Alþjóðabankinn þurfi að huga sérstaklega að þessum atriðum til að ná tilsettum árangri. Á Íslandi er til staðar hafsjór af þekkingu og reynslu sem getur reynst þróunarríkjum afar mikilvæg. Þannig getum við Íslendingar stutt við þessa veigamiklu vegferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðleg þróunarsamvinna er ein af meginstoðum íslenskrar utanríkisstefnu. Við leggjum áherslu á stuðning við fátækustu ríki heims og fátækt fólk í ríkjum þar sem gæðum er misskipt. Alþjóðabankinn gegnir lykilhlutverki í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands, enda meðal stærstu og áhrifamestu alþjóðastofnana á sviði þróunarsamvinnu. Með virkri þátttöku Íslands á vettvangi bankans leggjum við okkar af mörkum til efnahagslegrar og félagslegrar uppbyggingar þróunarlanda. Þar lætur Ísland sérstaklega til sín taka á sviði orku- og fiskimála, auk sérstaks stuðnings við jafnréttismál. Við höfum orðið vör við mikinn áhuga hjá þróunarríkjum á samstarfi á þessum sviðum enda gegna þau mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að stuðla að aukinni framþróun og hagvexti í þróunarríkjum. Árangurinn skilar sér til fólksins með aukinni atvinnusköpun og bættum lífskjörum. Sóknarfæri Íslendinga eru töluverð, enda getum við deilt þekkingu okkar og reynslu með fátækari ríkjum heims. Samstarf Íslands, Alþjóðabankans og Norræna þróunarsjóðsins um aukna nýtingu jarðhita í Austur-Afríku er gott dæmi þar sem íslensk sérþekking gegnir lykilhlutverki. Samstarfið gerir ráð fyrir að Íslendingar aðstoði ríki við að meta bestu jarðhitasvæðin, gera nauðsynlegar grunnrannsóknir og veita liðsinni við gerð áætlana um jarðboranir til þess að meta stærð auðlindanna. Vonir eru bundnar við að samstarfið muni leiða til aukinnar raforkuframleiðslu sem geti skipt sköpum fyrir þetta fátæka svæði Afríku. Með samstarfinu erum við að bregðast við þeirri miklu orkufátækt sem ríkir á svæðinu, en aðgangur að orku er af mörgum talinn einn mikilvægasti liðurinn í að stuðla að aukinni hagsæld fátækra samfélaga.Veigamikil vegferð Í dag sit ég fund þróunarnefndar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir hönd Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Á fundinum munu 25 ráðherrar og seðlabankastjórar koma saman til að leggja línurnar um framkvæmd nýrrar stefnu Alþjóðabankans og ræða hvernig bankinn geti betur brugðist við fyrirliggjandi áskorunum, styrkt hagvöxt og jöfnuð í þróunarríkjum, ekki síst í kjölfar efnahagserfiðleika undanfarinna sex ára. Ég tel áherslusvið okkar innan bankans, jafnrétti, orku- og fiskimál, vera meðal sviða sem stuðlað geta að framþróun og hagsæld og að Alþjóðabankinn þurfi að huga sérstaklega að þessum atriðum til að ná tilsettum árangri. Á Íslandi er til staðar hafsjór af þekkingu og reynslu sem getur reynst þróunarríkjum afar mikilvæg. Þannig getum við Íslendingar stutt við þessa veigamiklu vegferð.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar