Að sigra tindinn Mikael Torfason skrifar 22. apríl 2014 07:00 Á föstudaginn langa féll snjóflóð í vesturhlíðum Everest með þeim afleiðingum að sextán fjallaleiðsögumenn, allt sjerpar, létust. Vesturlandabúar hafa lengi glímt við þetta hæsta fjall jarðar. Fyrir rúmum sextíu árum náði Sir Edmund Hillary toppi fjallsins ásamt sjerpanum Tenzing Norgay. Oftast er Hillary nefndur fyrstur og svo Norgay en telja má líklegt að Hillary hefði aldrei náði toppi Everest án sjerpans Norgay. Hæsti tindurinn nær 8.850 metra hæð og frá því að Norgay og Hillary komust á toppinn hafa þrjú þúsund klifið Everest og um þrjú hundruð látist við að gera atlögu að tindinum. Við Íslendingar þekkjum missi vel þegar kemur að háfjallamennsku á þessu svæði. Fyrir 26 árum glímdu félagarnir Þorsteinn Guðjónsson og Kristinn Rúnarsson við fjallið Pumo Ri í Nepal og fórust báðir, þá 27 ára gamlir. Þremur árum síðar ákvað vinur þeirra, Ari Kristinn Gunnarsson, að heiðra minningu vina sinna með því að klífa fjallið. Hann náði á toppinn en lést á leiðinni niður. Við Íslendingar fengum fregnir af þessu mannskæðasta slysi í sögu Everest beint í æð því tveir Íslendingar eru á staðnum og bíða þess að komast á toppinn. Hvort af því verður ræðst af því hvort fjallaleiðsögumenn á svæðinu og burðarmenn halda aftur til vinnu en þeir eru óánægðir með aðbúnað á fjallinu og bætur sem fjölskyldur hinna látnu fá. Þá hafa nepölsk yfirvöld lýst yfir áhyggjum af því að of margir séu á fjallinu en sífellt fleiri Vesturlandabúar vilja komast upp á hæsta fjall í heimi. Þeir sjerpar sem vinna sem burðarmenn á Everest vinna eitt hættulegasta starf í heimi. Sjómennska, námavinnsla og jafnvel hermennska í Írak er ekki eins lífshættuleg tölfræðilega og það að bera farangur fyrir Vesturlandabúa á Everest. Í fyrra dóu fjórir, árið þar á undan þrír og í ár hafa sautján sjerpar farist. Sjerpar starfa sem sérfræðingar um fjallið, burðarmenn og leiðsögumenn. Fyrir tímabilið geta þeir vonast til að fá allt frá 250 þúsund krónum upp í 700 þúsund. Þetta eru ekki háar upphæðir á mælikvarða okkar hér á Vesturlöndum en fyrir sjerpa er þetta dágott sé litið til þess að meðallaun á ári á þessu svæði nema ekki hundrað þúsund krónum. Hér er því klassísk siðferðileg klemma sem grundvallast á misskiptingu milli heimshluta. Er rétt að taka þá afstöðu að hvetja fjallgöngumenn til að láta af sókn sinni á Everest á þeim forsendum að það hafi í för með sér að sjerpar leggi líf sitt í hættu fyrir það sem á mælikvarða okkar heimshluta telst lítið? Eitthvað sem við myndum flest aldrei gera. Eða er rétt að líta til þess að í heimalandi þeirra eru þetta góð laun og þeirra sjálfra að vega og meta hvers virði mannslífin eru? Þetta er erfið siðferðileg spurning. Við hljótum hið minnsta að styðja heimamenn í því að reynt verði að bæta aðbúnað, skikki verði komið á bótakerfi vegna slysa og tryggt verði að fyllsta öryggis sé gætt.Uppfært 22. apríl 07.51: Villa var í upphaflegri útgáfu pistilsins og Íslendingarnir þrír sagðir hafa glímt við Everest. Þetta er leiðrétt í þessari útgáfu og beðist er velvirðingar á mistökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Á föstudaginn langa féll snjóflóð í vesturhlíðum Everest með þeim afleiðingum að sextán fjallaleiðsögumenn, allt sjerpar, létust. Vesturlandabúar hafa lengi glímt við þetta hæsta fjall jarðar. Fyrir rúmum sextíu árum náði Sir Edmund Hillary toppi fjallsins ásamt sjerpanum Tenzing Norgay. Oftast er Hillary nefndur fyrstur og svo Norgay en telja má líklegt að Hillary hefði aldrei náði toppi Everest án sjerpans Norgay. Hæsti tindurinn nær 8.850 metra hæð og frá því að Norgay og Hillary komust á toppinn hafa þrjú þúsund klifið Everest og um þrjú hundruð látist við að gera atlögu að tindinum. Við Íslendingar þekkjum missi vel þegar kemur að háfjallamennsku á þessu svæði. Fyrir 26 árum glímdu félagarnir Þorsteinn Guðjónsson og Kristinn Rúnarsson við fjallið Pumo Ri í Nepal og fórust báðir, þá 27 ára gamlir. Þremur árum síðar ákvað vinur þeirra, Ari Kristinn Gunnarsson, að heiðra minningu vina sinna með því að klífa fjallið. Hann náði á toppinn en lést á leiðinni niður. Við Íslendingar fengum fregnir af þessu mannskæðasta slysi í sögu Everest beint í æð því tveir Íslendingar eru á staðnum og bíða þess að komast á toppinn. Hvort af því verður ræðst af því hvort fjallaleiðsögumenn á svæðinu og burðarmenn halda aftur til vinnu en þeir eru óánægðir með aðbúnað á fjallinu og bætur sem fjölskyldur hinna látnu fá. Þá hafa nepölsk yfirvöld lýst yfir áhyggjum af því að of margir séu á fjallinu en sífellt fleiri Vesturlandabúar vilja komast upp á hæsta fjall í heimi. Þeir sjerpar sem vinna sem burðarmenn á Everest vinna eitt hættulegasta starf í heimi. Sjómennska, námavinnsla og jafnvel hermennska í Írak er ekki eins lífshættuleg tölfræðilega og það að bera farangur fyrir Vesturlandabúa á Everest. Í fyrra dóu fjórir, árið þar á undan þrír og í ár hafa sautján sjerpar farist. Sjerpar starfa sem sérfræðingar um fjallið, burðarmenn og leiðsögumenn. Fyrir tímabilið geta þeir vonast til að fá allt frá 250 þúsund krónum upp í 700 þúsund. Þetta eru ekki háar upphæðir á mælikvarða okkar hér á Vesturlöndum en fyrir sjerpa er þetta dágott sé litið til þess að meðallaun á ári á þessu svæði nema ekki hundrað þúsund krónum. Hér er því klassísk siðferðileg klemma sem grundvallast á misskiptingu milli heimshluta. Er rétt að taka þá afstöðu að hvetja fjallgöngumenn til að láta af sókn sinni á Everest á þeim forsendum að það hafi í för með sér að sjerpar leggi líf sitt í hættu fyrir það sem á mælikvarða okkar heimshluta telst lítið? Eitthvað sem við myndum flest aldrei gera. Eða er rétt að líta til þess að í heimalandi þeirra eru þetta góð laun og þeirra sjálfra að vega og meta hvers virði mannslífin eru? Þetta er erfið siðferðileg spurning. Við hljótum hið minnsta að styðja heimamenn í því að reynt verði að bæta aðbúnað, skikki verði komið á bótakerfi vegna slysa og tryggt verði að fyllsta öryggis sé gætt.Uppfært 22. apríl 07.51: Villa var í upphaflegri útgáfu pistilsins og Íslendingarnir þrír sagðir hafa glímt við Everest. Þetta er leiðrétt í þessari útgáfu og beðist er velvirðingar á mistökunum.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun