Við ætlum samt að svíkja Ólafur Þ. Stephensen skrifar 3. maí 2014 06:00 Alþingismenn fengu í gær afhentar 53.555 undirskriftir sem söfnuðust undir áskorun til þingsins um að leggja til hliðar tillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Í staðinn krefjast þessi ríflega 22 prósent kjósenda þess að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla, þar sem spurt verði hvort kjósendur vilji halda áfram aðildarviðræðunum við ESB eða að þeim verði slitið. Alþingi hefur áður fengið afhentar kröfur um þjóðaratkvæði, sem ekki hefur verið tekið mark á. Munurinn á þeim kröfum og þeirri sem meira en fimmtungur kjósenda hefur nú undirritað er að verið er að fara fram á að stjórnarflokkarnir standi við loforð sem þeir gáfu sjálfir fyrir kosningar, um að þjóðin fengi að ákveða framhald aðildarviðræðnanna. Það loforð var skýrar orðað af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Formaður flokksins, varaformaðurinn og allir hinir ráðherrarnir núverandi lofuðu því að þjóðin fengi að ákveða á kjörtímabilinu – og formaðurinn tiltók að það yrði á fyrri hluta þess – hvort viðræðum við Evrópusambandið yrði haldið áfram. Þetta þótti svo merkilegt kosningaloforð að formaðurinn og varaformaðurinn sáu ástæðu til að taka sérstaklega fram að það yrði staðið við það. Með því að leggja fram tillöguna um viðræðuslit var þetta loforð augljóslega svikið. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa sumir hverjir viðurkennt að hörð viðbrögð almennings við þeirri ákvörðun hafi komið þeim á óvart, og það þurfi að koma einhvern veginn til móts við gagnrýnina. Enginn þeirra dregur þó hina rökréttu ályktun; að draga eigi tillöguna til baka og efna til atkvæðagreiðslunnar sem lofað var. Gunnar Bragi Sveinsson beit höfuðið af skömminni í viðtali í hádegisfréttum RÚV í gær, þar sem hann sagði að tillagan yrði ekki dregin til baka, en til greina kæmi að gera einhverjar breytingar á henni til að koma til móts við óánægjuraddir. „Ég vil ítreka það að ég er opinn fyrir hugmyndum ef það er hægt að ná einhverri lendingu sem gerir það samt að verkum að ríkisstjórnin nær sínu að sjálfsögðu fram, um að sækja ekki um aðild að Evrópusambandinu,“ sagði Gunnar Bragi. Það er ekki hægt að orða það öllu skýrar að maður sé í rauninni alls ekki að hlusta. Ef forysta Sjálfstæðisflokksins gerir engar athugasemdir við þennan málflutning er hún líka að segja, ákaflega skýrt, við kjósendur: Spriklið eins og ykkur sýnist, skrifið undir það sem ykkur sýnist og hangið á Austurvelli eins og ykkur sýnist, við ætlum samt að svíkja kosningaloforðið. Utanríkisráðherrann vill klára málið fyrir þinglok. Formaður utanríkismálanefndar, Birgir Ármannsson, telur ólíklegt að það takist. Hugsanlega halda einhverjir í þingliði Sjálfstæðisflokksins að bezt sé að tillagan sofni bara í utanríkismálanefnd; það sé nóg til að koma til móts við óánægjuraddirnar. Á meðan tillagan er ekki dregin til baka, er afstaða ríkisstjórnarinnar hins vegar óbreytt; að það eigi að slíta viðræðunum og svíkja loforðið um þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er frekar vont veganesti fyrir frambjóðendur stjórnarflokkanna í sveitarstjórnakosningunum í lok mánaðarins. Svo mikið er víst að dagurinn í gær var góður dagur til að opna vefsíðu nýs Evrópusinnaðs stjórnmálaflokks á hægri vængnum. Hans öflugustu bandamenn eru forystumenn stjórnarflokkanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Alþingismenn fengu í gær afhentar 53.555 undirskriftir sem söfnuðust undir áskorun til þingsins um að leggja til hliðar tillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Í staðinn krefjast þessi ríflega 22 prósent kjósenda þess að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla, þar sem spurt verði hvort kjósendur vilji halda áfram aðildarviðræðunum við ESB eða að þeim verði slitið. Alþingi hefur áður fengið afhentar kröfur um þjóðaratkvæði, sem ekki hefur verið tekið mark á. Munurinn á þeim kröfum og þeirri sem meira en fimmtungur kjósenda hefur nú undirritað er að verið er að fara fram á að stjórnarflokkarnir standi við loforð sem þeir gáfu sjálfir fyrir kosningar, um að þjóðin fengi að ákveða framhald aðildarviðræðnanna. Það loforð var skýrar orðað af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Formaður flokksins, varaformaðurinn og allir hinir ráðherrarnir núverandi lofuðu því að þjóðin fengi að ákveða á kjörtímabilinu – og formaðurinn tiltók að það yrði á fyrri hluta þess – hvort viðræðum við Evrópusambandið yrði haldið áfram. Þetta þótti svo merkilegt kosningaloforð að formaðurinn og varaformaðurinn sáu ástæðu til að taka sérstaklega fram að það yrði staðið við það. Með því að leggja fram tillöguna um viðræðuslit var þetta loforð augljóslega svikið. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa sumir hverjir viðurkennt að hörð viðbrögð almennings við þeirri ákvörðun hafi komið þeim á óvart, og það þurfi að koma einhvern veginn til móts við gagnrýnina. Enginn þeirra dregur þó hina rökréttu ályktun; að draga eigi tillöguna til baka og efna til atkvæðagreiðslunnar sem lofað var. Gunnar Bragi Sveinsson beit höfuðið af skömminni í viðtali í hádegisfréttum RÚV í gær, þar sem hann sagði að tillagan yrði ekki dregin til baka, en til greina kæmi að gera einhverjar breytingar á henni til að koma til móts við óánægjuraddir. „Ég vil ítreka það að ég er opinn fyrir hugmyndum ef það er hægt að ná einhverri lendingu sem gerir það samt að verkum að ríkisstjórnin nær sínu að sjálfsögðu fram, um að sækja ekki um aðild að Evrópusambandinu,“ sagði Gunnar Bragi. Það er ekki hægt að orða það öllu skýrar að maður sé í rauninni alls ekki að hlusta. Ef forysta Sjálfstæðisflokksins gerir engar athugasemdir við þennan málflutning er hún líka að segja, ákaflega skýrt, við kjósendur: Spriklið eins og ykkur sýnist, skrifið undir það sem ykkur sýnist og hangið á Austurvelli eins og ykkur sýnist, við ætlum samt að svíkja kosningaloforðið. Utanríkisráðherrann vill klára málið fyrir þinglok. Formaður utanríkismálanefndar, Birgir Ármannsson, telur ólíklegt að það takist. Hugsanlega halda einhverjir í þingliði Sjálfstæðisflokksins að bezt sé að tillagan sofni bara í utanríkismálanefnd; það sé nóg til að koma til móts við óánægjuraddirnar. Á meðan tillagan er ekki dregin til baka, er afstaða ríkisstjórnarinnar hins vegar óbreytt; að það eigi að slíta viðræðunum og svíkja loforðið um þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er frekar vont veganesti fyrir frambjóðendur stjórnarflokkanna í sveitarstjórnakosningunum í lok mánaðarins. Svo mikið er víst að dagurinn í gær var góður dagur til að opna vefsíðu nýs Evrópusinnaðs stjórnmálaflokks á hægri vængnum. Hans öflugustu bandamenn eru forystumenn stjórnarflokkanna.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun