Færir sig til Sinfóníunnar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 14. maí 2014 09:30 Greipur er spenntur fyrir að takast á við ný verkefni hjá Sinfóníuhljómsveitinni. Fréttablaðið/Daníel Greipur Gíslason, verkefnastjóri HönnunarMars, hefur sagt starfi sínu lausu hjá Hönnunarmiðstöð og fært sig um set til Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Greipur tekur við nýrri stöðu hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Verkefni hans þar verða á markaðs- og kynningarsviði með áherslu á ný verkefni. Greipur er ekki ókunnugur starfi hjómsveitarinnar en hann leysti af sem tónleikastjóri veturinn 2009-2010 samhliða starfi sínu fyrir HönnunarMars. Þá var hann verkefnastjóri fyrstu Tectonics-tónlistarhátíðar Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2012. „Þetta er skemmtilegur vinnustaður og stór menningarstofnun. Það hefur gengið mjög vel hjá Sinfó undanfarið og verkefnin sem ég tek að mér verða krefjandi en hugmyndin er að fjölga gestum enn frekar og skoða nýja möguleika og verkefni fyrir hljómsveitina,“ segir Greipur. Hann hefur stýrt HönnunarMars frá upphafi eða frá því hann var fyrst haldinn 2009. Hönnunarmiðstöð Íslands á og rekur HönnunarMars, sem er langstærsti hönnunarviðburður ársins með yfir 30 þúsund gesti. Þar hefur Greipur borið hitann og þungann af skipulagningu hátíðarinnar. „Okkur hefur tekist mjög vel með hátíðina, mikið betur en við ætluðum okkur. Ég lærði mjög mikið á þessu starfi og það verður mikil eftirsjá í grasrótinni þar inni, þótt ég hafi nú ekki farið langt og aldrei að vita hvort maður geti ekki hjálpað til þar sem maður fer,“ segir Greipur að lokum. HönnunarMars Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Greipur Gíslason, verkefnastjóri HönnunarMars, hefur sagt starfi sínu lausu hjá Hönnunarmiðstöð og fært sig um set til Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Greipur tekur við nýrri stöðu hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Verkefni hans þar verða á markaðs- og kynningarsviði með áherslu á ný verkefni. Greipur er ekki ókunnugur starfi hjómsveitarinnar en hann leysti af sem tónleikastjóri veturinn 2009-2010 samhliða starfi sínu fyrir HönnunarMars. Þá var hann verkefnastjóri fyrstu Tectonics-tónlistarhátíðar Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2012. „Þetta er skemmtilegur vinnustaður og stór menningarstofnun. Það hefur gengið mjög vel hjá Sinfó undanfarið og verkefnin sem ég tek að mér verða krefjandi en hugmyndin er að fjölga gestum enn frekar og skoða nýja möguleika og verkefni fyrir hljómsveitina,“ segir Greipur. Hann hefur stýrt HönnunarMars frá upphafi eða frá því hann var fyrst haldinn 2009. Hönnunarmiðstöð Íslands á og rekur HönnunarMars, sem er langstærsti hönnunarviðburður ársins með yfir 30 þúsund gesti. Þar hefur Greipur borið hitann og þungann af skipulagningu hátíðarinnar. „Okkur hefur tekist mjög vel með hátíðina, mikið betur en við ætluðum okkur. Ég lærði mjög mikið á þessu starfi og það verður mikil eftirsjá í grasrótinni þar inni, þótt ég hafi nú ekki farið langt og aldrei að vita hvort maður geti ekki hjálpað til þar sem maður fer,“ segir Greipur að lokum.
HönnunarMars Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira