Kaupum skattagögnin Elín Hirst skrifar 7. október 2014 09:22 Skattrannsóknarstjóri hefur nýlega sent fjármálaráðuneytinu sýnishorn af erlendum skattaupplýsingum með nöfnum fjölda Íslendinga sem eiga fjármuni í svokölluðum skattaskjólum. Að sögn skattrannsóknarstjóra gefa þau vísbendingar um skattaundanskot. Nú er það í höndum skattrannsóknarstjóra og fjármálaráðuneytisins að ákveða hvort kaupa eigi þessi gögn. Skattaskjól finnast víða um heim, og má þar nefna staði eins og Bresku Jómfrúreyjar og Cayman-eyjar. Vísbendingar eru um að skipulögð skattsvik í svokölluðum skattaparadísum hafi aukist mjög á undanförnum árum. Skattsvik eru refsiverð afbrot og valda skaða í mörgu tilliti. Skattbyrðin leggst þyngra á aðra, samkeppnisstaða fyrirtækja skekkist og minna svigrúm er til almennra skattalækkana. Það eru því brýnir almannahagsmunir að ráðast gegn skattsvikum og má taka undir þá skoðun fjármálaráðherra að nota eigi öll tiltæk ráð til þess að uppræta skattsvik. Því getur það verið nauðsynlegt að beita aðferðum eins og að kaupa gögn af þeim toga sem skattrannsóknarstjóri og fjármálaráðuneytið hafa nú til skoðunar. Önnur lönd eins og Þýskaland og Bandaríkin hafa farið svipaðar leiðir, en reynsla þeirra sýnir að fjárfesting í þessum gögnum skilar sér margfalt til baka í endurheimtum sköttum. Fylgi íslensk stjórnvöld því fordæmi mun það virka sem hvatning á þá sem geyma fé í skattskjólum til að gefa sig fram og greiða sína skatta, vitandi að þeir muni ella sæta rannsókn skattyfirvalda og hugsanlega þungum refsiviðurlögum í kjölfarið. Fjármálaráðherra telur sterklega koma til greina að kaupa þessi gögn og tek ég heilshugar undir það mat hans. Ég myndi reyndar taka enn dýpra í árinni. Gefi þessi gögn vísbendingar um skattaundanskot Íslendinga, eins og skattrannsóknarstjóri telur, hvílir sú skylda á íslenskum yfirvöldum að útvega þessi gögn eftir öllum tiltækum leiðum. Fjármálaráðherra hefur til dæmis bent á að kaup á gögnunum gætu krafist sérstakrar lagasetningar. Ég er viss um að breið samstaða verður á Alþingi um þá afgreiðslu, enda gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir ríkissjóð og þjóðarhag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri hefur nýlega sent fjármálaráðuneytinu sýnishorn af erlendum skattaupplýsingum með nöfnum fjölda Íslendinga sem eiga fjármuni í svokölluðum skattaskjólum. Að sögn skattrannsóknarstjóra gefa þau vísbendingar um skattaundanskot. Nú er það í höndum skattrannsóknarstjóra og fjármálaráðuneytisins að ákveða hvort kaupa eigi þessi gögn. Skattaskjól finnast víða um heim, og má þar nefna staði eins og Bresku Jómfrúreyjar og Cayman-eyjar. Vísbendingar eru um að skipulögð skattsvik í svokölluðum skattaparadísum hafi aukist mjög á undanförnum árum. Skattsvik eru refsiverð afbrot og valda skaða í mörgu tilliti. Skattbyrðin leggst þyngra á aðra, samkeppnisstaða fyrirtækja skekkist og minna svigrúm er til almennra skattalækkana. Það eru því brýnir almannahagsmunir að ráðast gegn skattsvikum og má taka undir þá skoðun fjármálaráðherra að nota eigi öll tiltæk ráð til þess að uppræta skattsvik. Því getur það verið nauðsynlegt að beita aðferðum eins og að kaupa gögn af þeim toga sem skattrannsóknarstjóri og fjármálaráðuneytið hafa nú til skoðunar. Önnur lönd eins og Þýskaland og Bandaríkin hafa farið svipaðar leiðir, en reynsla þeirra sýnir að fjárfesting í þessum gögnum skilar sér margfalt til baka í endurheimtum sköttum. Fylgi íslensk stjórnvöld því fordæmi mun það virka sem hvatning á þá sem geyma fé í skattskjólum til að gefa sig fram og greiða sína skatta, vitandi að þeir muni ella sæta rannsókn skattyfirvalda og hugsanlega þungum refsiviðurlögum í kjölfarið. Fjármálaráðherra telur sterklega koma til greina að kaupa þessi gögn og tek ég heilshugar undir það mat hans. Ég myndi reyndar taka enn dýpra í árinni. Gefi þessi gögn vísbendingar um skattaundanskot Íslendinga, eins og skattrannsóknarstjóri telur, hvílir sú skylda á íslenskum yfirvöldum að útvega þessi gögn eftir öllum tiltækum leiðum. Fjármálaráðherra hefur til dæmis bent á að kaup á gögnunum gætu krafist sérstakrar lagasetningar. Ég er viss um að breið samstaða verður á Alþingi um þá afgreiðslu, enda gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir ríkissjóð og þjóðarhag.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun