Er enn eitt stríð lausnin? Katrín Jakobsdóttir skrifar 9. október 2014 07:00 Nú berast fréttir af voðaverkum Íslamska ríkisins (áður ISIS) sem eru að sönnu ógeðfelldar og hrottafengnar og hljóta að vekja viðurstyggð. Eðlilegt er að allir spyrji sig hvernig sé hægt að bregðast við. Obama Bandaríkjaforseti hefur talað um að nýtt stríð sé að hefjast í Írak og nærliggjandi svæðum með loftárásum Bandaríkjahers og fleiri aðila. Það eru vissulega viðbrögð en eru þau líkleg til árangurs til að tryggja frið á svæðinu og stemma stigu við vexti ISIS og annarra slíkra öfgaafla? Því miður er það svo að sagan kennir okkur að aukinn hernaður af þeim toga sem nú er rætt um leysir sjaldan þann vanda sem er fyrir hendi heldur skapar önnur og stundum verri vandamál. Þannig halda margir sérfræðingar því fram að Íslamska ríkið sé óumdeilanlega skilgetið afkvæmi innrásarinnar í Írak árið 2003 og annars hernaðar Vesturlanda á svæðinu. Og þessi átök virðast vera enn eitt dæmið um þann hugsunarhátt sem gerir það að verkum að við verðum með reglubundnum hætti að grípa til hernaðar til þess að bæta þann skaða sem síðasti hernaður orsakaði. Til eru þeir sem telja loftárásir lausn á öllum vanda, hernaðarvélin kallar á þau viðhorf. Fullvíst má hins vegar telja að til lengri tíma verði loftárásir og annar hernaður gegn liðsmönnum Íslamska ríkisins til þess að ýta undir enn frekari ófrið og óstöðugleika í Írak og nærliggjandi svæðum. Það er því kominn tími til að talað sé fyrir öðrum leiðum í baráttunni fyrir friði. Þar má nefna skynsamlega beitingu fjármuna til uppbyggingar á átakasvæðum og að loka á peninga- og vopnastreymi til þeirra sem beita ofbeldi gagnvart saklausum borgurum sem og stuðningsmanna þeirra. Í þessu sambandi má minna á að á fjárlögum Íslands fyrir 2015 er enn ekki staðið við gefin loforð um þróunaraðstoð. Þegar kemur að fjárkvabbi frá Atlantshafsbandalaginu eru ráðamenn hins vegar ávallt tilbúnir að seilast dýpra í vasa almennings. Sem er synd, því aukin áhersla á þróunarsamvinnu hefði verið öflugra framlag til að rjúfa vítahring ofbeldis og hernaðar sem alltof stór hluti mannkyns glímir við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mið-Austurlönd Mest lesið Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nú berast fréttir af voðaverkum Íslamska ríkisins (áður ISIS) sem eru að sönnu ógeðfelldar og hrottafengnar og hljóta að vekja viðurstyggð. Eðlilegt er að allir spyrji sig hvernig sé hægt að bregðast við. Obama Bandaríkjaforseti hefur talað um að nýtt stríð sé að hefjast í Írak og nærliggjandi svæðum með loftárásum Bandaríkjahers og fleiri aðila. Það eru vissulega viðbrögð en eru þau líkleg til árangurs til að tryggja frið á svæðinu og stemma stigu við vexti ISIS og annarra slíkra öfgaafla? Því miður er það svo að sagan kennir okkur að aukinn hernaður af þeim toga sem nú er rætt um leysir sjaldan þann vanda sem er fyrir hendi heldur skapar önnur og stundum verri vandamál. Þannig halda margir sérfræðingar því fram að Íslamska ríkið sé óumdeilanlega skilgetið afkvæmi innrásarinnar í Írak árið 2003 og annars hernaðar Vesturlanda á svæðinu. Og þessi átök virðast vera enn eitt dæmið um þann hugsunarhátt sem gerir það að verkum að við verðum með reglubundnum hætti að grípa til hernaðar til þess að bæta þann skaða sem síðasti hernaður orsakaði. Til eru þeir sem telja loftárásir lausn á öllum vanda, hernaðarvélin kallar á þau viðhorf. Fullvíst má hins vegar telja að til lengri tíma verði loftárásir og annar hernaður gegn liðsmönnum Íslamska ríkisins til þess að ýta undir enn frekari ófrið og óstöðugleika í Írak og nærliggjandi svæðum. Það er því kominn tími til að talað sé fyrir öðrum leiðum í baráttunni fyrir friði. Þar má nefna skynsamlega beitingu fjármuna til uppbyggingar á átakasvæðum og að loka á peninga- og vopnastreymi til þeirra sem beita ofbeldi gagnvart saklausum borgurum sem og stuðningsmanna þeirra. Í þessu sambandi má minna á að á fjárlögum Íslands fyrir 2015 er enn ekki staðið við gefin loforð um þróunaraðstoð. Þegar kemur að fjárkvabbi frá Atlantshafsbandalaginu eru ráðamenn hins vegar ávallt tilbúnir að seilast dýpra í vasa almennings. Sem er synd, því aukin áhersla á þróunarsamvinnu hefði verið öflugra framlag til að rjúfa vítahring ofbeldis og hernaðar sem alltof stór hluti mannkyns glímir við.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun