Ógnin í Eldvörpum Ellert Grétarsson skrifar 16. október 2014 07:00 Eldvörp eru um 10 km löng gígaröð um fjóra kílómetra vestan við Bláa lónið og Svartsengi. Gígaröðin myndaðist í Reykjaneseldum á 13. öld. Þegar farið er um ysta hluta Reykjanesskagans er ekki erfitt að ímynda sér hvað gengið hefur á í þessum miklu jarðeldum. Hvergi í heiminum eru ummerki eldvirkninnar á mótum tveggja jarðskorpufleka jafn sýnileg og þarna. Eldvarpasvæðið er kynngimagnað þar sem saman fer áhugaverð jarðfræði og forvitnileg saga. Sjálf gígaröðin er stórkostleg og ekki erfitt að gera sér í hugarlund þá krafta sem þarna hafa verið að verki eftir að hafa fylgst með myndun gígaraðar í sprungugosinu í Holuhrauni. Um Eldvarpasvæðið liggja auk þess gamlar alfaraleiðir og áhugaverðar gönguleiðir eins og Árnastígur, Skipsstígur og Prestastígurinn. Skammt austan við aðalgíginn eru Tyrkjabyrgin svokölluðu, hátt í 400 ára gamlar fornleifar sem gaman og fróðlegt er að skoða. Mikil verðmæti felast í því að eiga slíka perlu tiltölulega ósnortna í nágrenni við þéttbýlið, m.a. með tilliti til framtíðarmöguleika í ferðaþjónustu og útivist.Óumdeilanleg sérstaða HS Orka hyggur á tilraunaboranir Í Eldvörpum, nánast ofan í gígaröðinni og hefur Skipulagsstofnun nýlega birt álit sitt eftir að hafa fjallað um matsskýrsluna vegna þeirra. Í henni er því haldið fram að ekki verði hróflað við gígunum sjálfum og er því haldið á lofti eins og framkvæmdirnar muni ekki hafa nein áhrif.Í áliti Skipulagsstofnunar segir hins vegar eftirfarandi: „Stofnunin er sammála því sem komið hefur fram í framlögðum gögnum um mikilvægi óraskaðra og lítt raskaðra svæða eins og Eldvarpasvæðisins til útivistar og ferðamennsku í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Auk þess telur Skipulagsstofnun jarðfræðilega sérstöðu Eldvarpasvæðisins óumdeilanlega en svæðið er á náttúruminjaskrá vegna stórbrotinnar jarðfræði. Ljóst er að áhrif af gerð borplana og borun rannsóknarhola verður neikvæðari því nær sem farið er Eldvarpagígaröðinni og að eðli málsins samkvæmt verða umhverfisáhrif meiri eftir því sem fleiri holur verða boraðar og fleiri borplön útbúin. Skipulagsstofnun telur að hvort sem ráðist verði í borun þriggja borhola á þremur borplönum eða fimm hola á fimm plönum verði sjónræn áhrif og áhrif á landslag staðbundið talsvert neikvæð vegna umfangs plananna og staðsetningar þeirra í og við þá landslagsheild sem Eldvarparöðin er.“Stóra mótsögnin Gallinn við álit Skipulagsstofnunar er hins vegar sá að þar kemur hvergi skýrt fram hvort hún sé mótfallin þessum borunum eða hlynnt þeim. Sem þýðir þá væntanlega að HS Orka mun hefja boranir á þeim forsendum að Skipulagsstofnum hafi ekki verið þeim mótfallin. HS Orka og Grindavíkurbær stofnuðu fyrir nokkru svokallaðan jarðvang undir nafninu Reykjanesjarðvangur (Geopark), sem sagður er m.a. þjóna því hlutverki að hafa aðdráttarafl á ferðamenn, sem flestir koma jú til landsins til að upplifa ósnortna náttúru. Hún er því undarleg sú ráðstöfun þessara aðila að ætla að stúta dýrmætustu jarðminjum svæðisins á sama tíma. Eða var þessum jarðvangi öllu fremur ætlað að fegra slæma ímynd í umhverfismálum þegar búið væri að virkja allt sem hægt er að virkja á skaganum – að þá hafi menn ætlað að slá um sig með Geopark-lógóinu? Maður spyr sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bárðarbunga Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Eldvörp eru um 10 km löng gígaröð um fjóra kílómetra vestan við Bláa lónið og Svartsengi. Gígaröðin myndaðist í Reykjaneseldum á 13. öld. Þegar farið er um ysta hluta Reykjanesskagans er ekki erfitt að ímynda sér hvað gengið hefur á í þessum miklu jarðeldum. Hvergi í heiminum eru ummerki eldvirkninnar á mótum tveggja jarðskorpufleka jafn sýnileg og þarna. Eldvarpasvæðið er kynngimagnað þar sem saman fer áhugaverð jarðfræði og forvitnileg saga. Sjálf gígaröðin er stórkostleg og ekki erfitt að gera sér í hugarlund þá krafta sem þarna hafa verið að verki eftir að hafa fylgst með myndun gígaraðar í sprungugosinu í Holuhrauni. Um Eldvarpasvæðið liggja auk þess gamlar alfaraleiðir og áhugaverðar gönguleiðir eins og Árnastígur, Skipsstígur og Prestastígurinn. Skammt austan við aðalgíginn eru Tyrkjabyrgin svokölluðu, hátt í 400 ára gamlar fornleifar sem gaman og fróðlegt er að skoða. Mikil verðmæti felast í því að eiga slíka perlu tiltölulega ósnortna í nágrenni við þéttbýlið, m.a. með tilliti til framtíðarmöguleika í ferðaþjónustu og útivist.Óumdeilanleg sérstaða HS Orka hyggur á tilraunaboranir Í Eldvörpum, nánast ofan í gígaröðinni og hefur Skipulagsstofnun nýlega birt álit sitt eftir að hafa fjallað um matsskýrsluna vegna þeirra. Í henni er því haldið fram að ekki verði hróflað við gígunum sjálfum og er því haldið á lofti eins og framkvæmdirnar muni ekki hafa nein áhrif.Í áliti Skipulagsstofnunar segir hins vegar eftirfarandi: „Stofnunin er sammála því sem komið hefur fram í framlögðum gögnum um mikilvægi óraskaðra og lítt raskaðra svæða eins og Eldvarpasvæðisins til útivistar og ferðamennsku í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Auk þess telur Skipulagsstofnun jarðfræðilega sérstöðu Eldvarpasvæðisins óumdeilanlega en svæðið er á náttúruminjaskrá vegna stórbrotinnar jarðfræði. Ljóst er að áhrif af gerð borplana og borun rannsóknarhola verður neikvæðari því nær sem farið er Eldvarpagígaröðinni og að eðli málsins samkvæmt verða umhverfisáhrif meiri eftir því sem fleiri holur verða boraðar og fleiri borplön útbúin. Skipulagsstofnun telur að hvort sem ráðist verði í borun þriggja borhola á þremur borplönum eða fimm hola á fimm plönum verði sjónræn áhrif og áhrif á landslag staðbundið talsvert neikvæð vegna umfangs plananna og staðsetningar þeirra í og við þá landslagsheild sem Eldvarparöðin er.“Stóra mótsögnin Gallinn við álit Skipulagsstofnunar er hins vegar sá að þar kemur hvergi skýrt fram hvort hún sé mótfallin þessum borunum eða hlynnt þeim. Sem þýðir þá væntanlega að HS Orka mun hefja boranir á þeim forsendum að Skipulagsstofnum hafi ekki verið þeim mótfallin. HS Orka og Grindavíkurbær stofnuðu fyrir nokkru svokallaðan jarðvang undir nafninu Reykjanesjarðvangur (Geopark), sem sagður er m.a. þjóna því hlutverki að hafa aðdráttarafl á ferðamenn, sem flestir koma jú til landsins til að upplifa ósnortna náttúru. Hún er því undarleg sú ráðstöfun þessara aðila að ætla að stúta dýrmætustu jarðminjum svæðisins á sama tíma. Eða var þessum jarðvangi öllu fremur ætlað að fegra slæma ímynd í umhverfismálum þegar búið væri að virkja allt sem hægt er að virkja á skaganum – að þá hafi menn ætlað að slá um sig með Geopark-lógóinu? Maður spyr sig.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun