Opið bréf til heilbrigðisráðherra Bryndís Snæbjörnsdóttir og Friðrik Sigurðsson skrifar 2. desember 2014 07:00 Ágæti ráðherra. Tilefni þessara bréfaskrifa eru ekki sérlega ánægjuleg. Eins og þú veist manna best þá voru gerðar breytingar á kostnaðarþátttöku notenda í bleyjukaupum og ýmsum öðrum hjálpartækjum við setningu nýrrar reglugerðar sem tók gildi um síðustu áramót. Við sendum þér opið bréf sem birtist í Fréttablaðinu 6. febrúar sl. jafnframt því sem við sendum það til þín í ráðuneytið þitt. Því miður hefur þú ekki látið svo lítið að svara tilskrifum okkar og þykir okkur það ákaflega miður og lítilsvirðing við þá notendur sem í hlut eiga en þeir eiga margir hverjir erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér og verjast ósanngjarnri gjaldtöku af hálfu hins opinbera. Eins og við sögðum þér í fyrra bréfi þá hefur þessi gjaldtaka veruleg áhrif á lífskjör hjá fólki sem vegna veikinda eða fötlunar er háð því að nota bleyjur og undirbreiðslur að staðaldri. Þegar við skrifuðum þér síðast höfðum við aflað okkur upplýsinga um kostnaðarhlutdeild notenda í bleyjukaupum. Samkvæmt okkar útreikningi áætluðum við að kostnaðarhlutdeild notenda í bleyjukaupum gæti numið 4–5.000 krónum á mánuði. Fyrir einstakling sem einungis hefur örorkulífeyri til framfærslu munar töluvert um 5.000 krónur á mánuði þar sem hann hefur einungis 162.546 krónur til ráðstöfunar eftir skatt á mánuði. Sanngirnismál Það ætti að vera öllum ljóst að fólk sem komið er af barnsaldri óskar ekki eftir bleyjum til eigin nota nema að það þurfi á þeim að halda. Það er skoðun Landssamtakanna Þroskahjálpar að kostnaður sem tilkominn er vegna fötlunar einstaklings eigi að koma úr sameiginlegum sjóðum. Því sé hér um sanngirnismál að ræða og eðlilegt að Sjúkratryggingar Íslands greiði slík hjálpartæki að fullu. Frá því að við skrifuðum þér síðast, Kristján, þá hefur ástandið versnað til muna því krónutalan á bak við 10% kostnaðarhlutdeildina hefur hækkað til muna og kunnum við engar skýringar á því nema væntanlega hækkað verð á bleyjum. Fólk er orðið bæði reitt og áhyggjufullt og finnst þessi gjaldtaka ósanngjörn. Foreldrum stálpaðra fatlaðra barna og fullorðins fólks sem þarf fötlunar sinnar vegna að nota bleyjur dagsdaglega þykir ómaklega að sér vegið. Eða eins og einn faðir sem hafði samband við okkur orðaði það: „Nú eru þeir loksins búnir að finna breiðu bökin, þá sem geta borgað.“ Hann var reiður þessi faðir, mjög reiður, og það er skiljanlegt. Við skorum á þig, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, að endurskoða umrædda reglugerð og færa hana aftur til fyrra horfs, þ.e. í 100% greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna bleyjukaupa einstaklinga þriggja ára og eldri. Að lokum viljum við minna þig á fyrri ábendingu okkar er varðar hag fólks sem einungis hefur bætur almannatrygginga sér til framfærslu. Það er að þær breytingar sem núverandi ríkisstjórn hefur gert á bótum almannatrygginga hafa ekki komið þeim einstaklingum til góða og því má fullyrða að hagur þessa fólks hefur versnað frá því sem áður var og ekki er hægt að tala um að hann hafi verið sérstaklega góður fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Ágæti ráðherra. Tilefni þessara bréfaskrifa eru ekki sérlega ánægjuleg. Eins og þú veist manna best þá voru gerðar breytingar á kostnaðarþátttöku notenda í bleyjukaupum og ýmsum öðrum hjálpartækjum við setningu nýrrar reglugerðar sem tók gildi um síðustu áramót. Við sendum þér opið bréf sem birtist í Fréttablaðinu 6. febrúar sl. jafnframt því sem við sendum það til þín í ráðuneytið þitt. Því miður hefur þú ekki látið svo lítið að svara tilskrifum okkar og þykir okkur það ákaflega miður og lítilsvirðing við þá notendur sem í hlut eiga en þeir eiga margir hverjir erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér og verjast ósanngjarnri gjaldtöku af hálfu hins opinbera. Eins og við sögðum þér í fyrra bréfi þá hefur þessi gjaldtaka veruleg áhrif á lífskjör hjá fólki sem vegna veikinda eða fötlunar er háð því að nota bleyjur og undirbreiðslur að staðaldri. Þegar við skrifuðum þér síðast höfðum við aflað okkur upplýsinga um kostnaðarhlutdeild notenda í bleyjukaupum. Samkvæmt okkar útreikningi áætluðum við að kostnaðarhlutdeild notenda í bleyjukaupum gæti numið 4–5.000 krónum á mánuði. Fyrir einstakling sem einungis hefur örorkulífeyri til framfærslu munar töluvert um 5.000 krónur á mánuði þar sem hann hefur einungis 162.546 krónur til ráðstöfunar eftir skatt á mánuði. Sanngirnismál Það ætti að vera öllum ljóst að fólk sem komið er af barnsaldri óskar ekki eftir bleyjum til eigin nota nema að það þurfi á þeim að halda. Það er skoðun Landssamtakanna Þroskahjálpar að kostnaður sem tilkominn er vegna fötlunar einstaklings eigi að koma úr sameiginlegum sjóðum. Því sé hér um sanngirnismál að ræða og eðlilegt að Sjúkratryggingar Íslands greiði slík hjálpartæki að fullu. Frá því að við skrifuðum þér síðast, Kristján, þá hefur ástandið versnað til muna því krónutalan á bak við 10% kostnaðarhlutdeildina hefur hækkað til muna og kunnum við engar skýringar á því nema væntanlega hækkað verð á bleyjum. Fólk er orðið bæði reitt og áhyggjufullt og finnst þessi gjaldtaka ósanngjörn. Foreldrum stálpaðra fatlaðra barna og fullorðins fólks sem þarf fötlunar sinnar vegna að nota bleyjur dagsdaglega þykir ómaklega að sér vegið. Eða eins og einn faðir sem hafði samband við okkur orðaði það: „Nú eru þeir loksins búnir að finna breiðu bökin, þá sem geta borgað.“ Hann var reiður þessi faðir, mjög reiður, og það er skiljanlegt. Við skorum á þig, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, að endurskoða umrædda reglugerð og færa hana aftur til fyrra horfs, þ.e. í 100% greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna bleyjukaupa einstaklinga þriggja ára og eldri. Að lokum viljum við minna þig á fyrri ábendingu okkar er varðar hag fólks sem einungis hefur bætur almannatrygginga sér til framfærslu. Það er að þær breytingar sem núverandi ríkisstjórn hefur gert á bótum almannatrygginga hafa ekki komið þeim einstaklingum til góða og því má fullyrða að hagur þessa fólks hefur versnað frá því sem áður var og ekki er hægt að tala um að hann hafi verið sérstaklega góður fyrir.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun