Hönnun, handverk eða föndur? Halla Helgadóttir skrifar 23. september 2015 07:00 Í tilefni af umræðu um hlut hönnunar í flugstöð Leifs Eiríkssonar er mikilvægt að skoða hvað felst í orðinu hönnun. Hönnun varðar allt frá smæstu merkingum og hlutum, yfir í flíkur, húsgögn, tæki, viðmót, upplifun, hús og skipulag og borgir. Hönnuðir úr ólíkum greinum hönnunar; arkitektar, vöru-, fata- og grafískir hönnuðir, nota mjög sömu aðferðafræði þó tækni og niðurstaða sé mjög ólík. Hönnun og handverk eru í eðli sínu mjög ólíkar greinar þó þær geti skarast og eigi stundum samleið. Hönnuð vara er yfirleitt fjöldaframleidd, hönnuð af sérmenntuðum hönnuðum. Margir hönnuðir stofna fyrirtæki, hanna vörur og láta framleiða þær fyrir sig, markaðssetja og selja. Handverkið sjálft er sjaldnast aðalatriði hönnunarvöru en gæði og stöðugleiki í framleiðslu eru aðalatriði. Sumir íslenskir hönnuðir framleiða vörur sínar sjálfir enda framleiðendur vandfundnir hér á landi. Hugmyndin er það sem skiptir mestu máli en ekki aðferðin við framleiðslu hennar. Aðrir hönnuðir hanna vörur og selja hugmyndir sínar til fyrirtækja sem sérhæfa sig í framleiðslu, sölu og markaðssetningu eða ráðnir til að vinna sérverkefni. Í þeim tilfellum er varan stundum markaðssett undir nafni hönnuðar (sb. IKEA) en oftast undir nafni fyrirtækisins. Langflestir hönnuðir vinna hjá hönnunarfyrirtækjum svo sem arkitektastofum, hönnunarstofum, auglýsingastofum eða hjá fyrirtækjum sb. Össur, CCP, 66North o.s.frv. Listhandverk og handverk er unnið af list- eða iðnmenntuðu fólki sem hefur sérhæft sig í ákveðinni aðferð eða handverki. Handverk er eðli málsins samkvæmt aldrei fjöldaframleitt og framleiðslugetan takmarkast af afköstum hvers og eins. Aðferðin, efnið og handverkið er aðalatriði sem hefur afgerandi áhrif á hugmyndina sem unnið er með og útkomu hennar. Handverksfólk og hönnuðir vinna oft saman. Handverk getur fallið undir skilgreininguna hönnun en flest handverk gerir það ekki. Handverk hefur átt undir högg að sækja, en þykir nú verulega áhugavert svið sem ungt fólk sækir í. Föndur er það sem fólk gerir þegar það býr til eitthvað án þess að hafa sérstaka menntun eða sérhæfða kunnáttu. Margir föndra eða búa til hluti og nota uppskriftir eða fyrirmyndir úr í blöðum, af netinu eða annars staðar. Föndur er hvorki hönnun né listhandverk en nær einstaka sinnum að verða handverk. Fjölbreyttur hópur hönnuða og arkitekta hefur unnið að endurbreytingum flugstöðvarinnar og koma þeir að verkefninu með ólíkum hætti. Það þarf að hanna byggingar, viðbyggingar, umhverfi húsanna, breytingar innanhúss, skipuleggja og hanna leiðir gesta, upplifun þeirra og áferð. Hanna þarf veitingahús, verslanir, merkingar og útlit. Þar að auki þarf að gæta þess að íslenskar hönnunarvörur svo sem föt og hlutir eigi sinn sess og séu til sölu í flugstöðinni. Stórt og flókið verkefniBreytingar og endurhönnun flugstöðvarinnar er stórt og flókið verkefni sem þarf að leysa þannig að hún þjóni vel því fjölbreytta hlutverki sem hún gegnir. Það hefur skapað umræður og gagnrýni að í Leifsstöð virðist ekki hafa verið gert ráð fyrir sérverslun sem selur hannaðar vörur, s.b. Illum Bolighus á Kastrup. Við þekkjum flest þá verslun og þekkjum muninn á henni og verslunum sem selja hefðbundnar vörur fyrir ferðamenn. Ég er sannfærð um að það var alls ekki vilji stjórnenda að úthýsa íslenskum hönnunarvörum úr Leifsstöð. En við skipulagningu stórra opinberra verkefna eins og endurskipulagningu flugstöðvarinnar þarf að gæta sérlega vel að því hvernig að útboðsgerð er staðið. Við erum ung sem hannandi þjóð en höfum sýnt þó nokkra hæfileika á því sviði jafnvel svo að eftir því er tekið víða um heim. Sameiginlega eru hönnuðir að vinna markvisst að því að auka gæði íslenskrar hönnunar og þar með auka veltu og útflutning á því sviði. Hönnunarvörur geta vel átt heima með vönduðu handverki, en sérverslun fyrir ferðamenn er ekki endilega heppilegur vettvangur, enda eru hefðbundnar vörur í þeim verslunum oft ódýrar sb. hinn margumtalaði lundabangsi. Annað umhverfi hentar mun betur eins og við hlið alþjóðlegrar hönnunarvöru í hærri verðflokki. Eða hefur einhver séð „Svan“ Arne Jakobsen, postulín frá Royal Copenhagen eða Apa Kay Bojesen til sölu innan um vörur fyrir ferðamenn í Danmörku: danska fánann, styttur af litlu hafmeyjunni eða varðmönnum drottningar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Helgadóttir Tíska og hönnun Mest lesið Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Í tilefni af umræðu um hlut hönnunar í flugstöð Leifs Eiríkssonar er mikilvægt að skoða hvað felst í orðinu hönnun. Hönnun varðar allt frá smæstu merkingum og hlutum, yfir í flíkur, húsgögn, tæki, viðmót, upplifun, hús og skipulag og borgir. Hönnuðir úr ólíkum greinum hönnunar; arkitektar, vöru-, fata- og grafískir hönnuðir, nota mjög sömu aðferðafræði þó tækni og niðurstaða sé mjög ólík. Hönnun og handverk eru í eðli sínu mjög ólíkar greinar þó þær geti skarast og eigi stundum samleið. Hönnuð vara er yfirleitt fjöldaframleidd, hönnuð af sérmenntuðum hönnuðum. Margir hönnuðir stofna fyrirtæki, hanna vörur og láta framleiða þær fyrir sig, markaðssetja og selja. Handverkið sjálft er sjaldnast aðalatriði hönnunarvöru en gæði og stöðugleiki í framleiðslu eru aðalatriði. Sumir íslenskir hönnuðir framleiða vörur sínar sjálfir enda framleiðendur vandfundnir hér á landi. Hugmyndin er það sem skiptir mestu máli en ekki aðferðin við framleiðslu hennar. Aðrir hönnuðir hanna vörur og selja hugmyndir sínar til fyrirtækja sem sérhæfa sig í framleiðslu, sölu og markaðssetningu eða ráðnir til að vinna sérverkefni. Í þeim tilfellum er varan stundum markaðssett undir nafni hönnuðar (sb. IKEA) en oftast undir nafni fyrirtækisins. Langflestir hönnuðir vinna hjá hönnunarfyrirtækjum svo sem arkitektastofum, hönnunarstofum, auglýsingastofum eða hjá fyrirtækjum sb. Össur, CCP, 66North o.s.frv. Listhandverk og handverk er unnið af list- eða iðnmenntuðu fólki sem hefur sérhæft sig í ákveðinni aðferð eða handverki. Handverk er eðli málsins samkvæmt aldrei fjöldaframleitt og framleiðslugetan takmarkast af afköstum hvers og eins. Aðferðin, efnið og handverkið er aðalatriði sem hefur afgerandi áhrif á hugmyndina sem unnið er með og útkomu hennar. Handverksfólk og hönnuðir vinna oft saman. Handverk getur fallið undir skilgreininguna hönnun en flest handverk gerir það ekki. Handverk hefur átt undir högg að sækja, en þykir nú verulega áhugavert svið sem ungt fólk sækir í. Föndur er það sem fólk gerir þegar það býr til eitthvað án þess að hafa sérstaka menntun eða sérhæfða kunnáttu. Margir föndra eða búa til hluti og nota uppskriftir eða fyrirmyndir úr í blöðum, af netinu eða annars staðar. Föndur er hvorki hönnun né listhandverk en nær einstaka sinnum að verða handverk. Fjölbreyttur hópur hönnuða og arkitekta hefur unnið að endurbreytingum flugstöðvarinnar og koma þeir að verkefninu með ólíkum hætti. Það þarf að hanna byggingar, viðbyggingar, umhverfi húsanna, breytingar innanhúss, skipuleggja og hanna leiðir gesta, upplifun þeirra og áferð. Hanna þarf veitingahús, verslanir, merkingar og útlit. Þar að auki þarf að gæta þess að íslenskar hönnunarvörur svo sem föt og hlutir eigi sinn sess og séu til sölu í flugstöðinni. Stórt og flókið verkefniBreytingar og endurhönnun flugstöðvarinnar er stórt og flókið verkefni sem þarf að leysa þannig að hún þjóni vel því fjölbreytta hlutverki sem hún gegnir. Það hefur skapað umræður og gagnrýni að í Leifsstöð virðist ekki hafa verið gert ráð fyrir sérverslun sem selur hannaðar vörur, s.b. Illum Bolighus á Kastrup. Við þekkjum flest þá verslun og þekkjum muninn á henni og verslunum sem selja hefðbundnar vörur fyrir ferðamenn. Ég er sannfærð um að það var alls ekki vilji stjórnenda að úthýsa íslenskum hönnunarvörum úr Leifsstöð. En við skipulagningu stórra opinberra verkefna eins og endurskipulagningu flugstöðvarinnar þarf að gæta sérlega vel að því hvernig að útboðsgerð er staðið. Við erum ung sem hannandi þjóð en höfum sýnt þó nokkra hæfileika á því sviði jafnvel svo að eftir því er tekið víða um heim. Sameiginlega eru hönnuðir að vinna markvisst að því að auka gæði íslenskrar hönnunar og þar með auka veltu og útflutning á því sviði. Hönnunarvörur geta vel átt heima með vönduðu handverki, en sérverslun fyrir ferðamenn er ekki endilega heppilegur vettvangur, enda eru hefðbundnar vörur í þeim verslunum oft ódýrar sb. hinn margumtalaði lundabangsi. Annað umhverfi hentar mun betur eins og við hlið alþjóðlegrar hönnunarvöru í hærri verðflokki. Eða hefur einhver séð „Svan“ Arne Jakobsen, postulín frá Royal Copenhagen eða Apa Kay Bojesen til sölu innan um vörur fyrir ferðamenn í Danmörku: danska fánann, styttur af litlu hafmeyjunni eða varðmönnum drottningar?
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun