Allir verða að græða á kostnað Jóns og Gunnu Skjóðan skrifar 30. september 2015 07:00 Staða húsnæðismála hér á landi er óbærileg. Mikill skortur er á húsnæði, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu og það húsnæði, sem í boði er, hentar illa. Mikil eftirspurn er eftir litlum íbúðum fyrir ungt fólk en flestar litlar íbúðir sem koma á markað eru seldar til fasteignafyrirtækja, sem leigja þær út til ferðamanna. Verð á litlum íbúðum í miðborg Reykjavíkur er óheyrilega hátt. Leiguverð í miðborginni hefur rokið upp á skömmum tíma og venjulegt fólk hefur ekki efni á að borga leigu. Í auknum mæli neyðist fólk til að flytja á jaðarsvæði og þannig hefur fasteignabóla í miðborginni þau áhrif að fasteigna- og leiguverð fjarri miðborginni hækkar í kjölfarið. Við erum komin í þá einkennilegu stöðu að fasteigna- og leiguverð er himinhátt á sama tíma og vextir og fjármagnskostnaður er í hæstu hæðum. Lögmál hagfræðinnar segja okkur að háir vextir dragi úr eftirspurn eftir húsnæði en einhvern veginn virðast þau lögmál ekki virka hér á landi. Það er ekkert skrítið, enda er ekkert venjulegt ástand í íslenska hagkerfinu og á íslenska húsnæðismarkaðinum. Engin löggjöf er til staðar, eða regluverk, sem leggur grunn að heilbrigðum leigumarkaði sem býður upp á langtímaleigu og húsnæðisöryggi í leiguhúsnæði. Af þeim sökum er eina raunhæfa leiðin til að öðlast húsnæðisöryggi að kaupa. Þá vandast málið. Verð á íbúðum er hátt og kröfur um eigið fé kaupenda eru ríkar. Greiðslumat, eins og það er framkvæmt hjá íslenskum bönkum, virðist vera farartálmi sem jafnast á við nálaraugað fyrir úlfaldann. Séreignarstefnan í landi sem býður fólki upp á ánauð verðtryggingar og svera raunvexti þar ofan á er tálsýn. Til að bæta gráu ofan á svart verður ekki betur séð en ýmsar kröfur sem sveitarfélög og aðrir opinberir aðilar gera til frágangs og búnaðar íbúða geri það að verkum að byggingarkostnaður er hærri en hann þyrfti að vera. Þessu til viðbótar er lóðasala orðin mikilvæg tekjulind stærstu sveitarfélaganna og lóðir eru seldar hæstbjóðendum í stað þess að sveitarfélög tryggi stöðugt framboð af ódýrum lóðum inn á markaðinn. Það getur aldrei farið saman að lágmarka byggingarkostnað og hámarka tekjur sveitarfélaga af lóðasölu. Ekki er nóg að setja upp sorgarsvip og lýsa áhyggjum sínum af slæmu ástandi á húsnæðismarkaði. Sé ráðamönnum alvara með að leysa vandann verða þeir að ráðast gegn lóðaverði sveitarfélaga, gefa kost á byggingu ódýrra íbúða, afnema verðtryggingu og koma böndum á vaxtafárið. Það verður einhvern tímann að hugsa um Jón og Gunnu en ekki bara banka og fjármálaöfl. Skjóðan Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Staða húsnæðismála hér á landi er óbærileg. Mikill skortur er á húsnæði, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu og það húsnæði, sem í boði er, hentar illa. Mikil eftirspurn er eftir litlum íbúðum fyrir ungt fólk en flestar litlar íbúðir sem koma á markað eru seldar til fasteignafyrirtækja, sem leigja þær út til ferðamanna. Verð á litlum íbúðum í miðborg Reykjavíkur er óheyrilega hátt. Leiguverð í miðborginni hefur rokið upp á skömmum tíma og venjulegt fólk hefur ekki efni á að borga leigu. Í auknum mæli neyðist fólk til að flytja á jaðarsvæði og þannig hefur fasteignabóla í miðborginni þau áhrif að fasteigna- og leiguverð fjarri miðborginni hækkar í kjölfarið. Við erum komin í þá einkennilegu stöðu að fasteigna- og leiguverð er himinhátt á sama tíma og vextir og fjármagnskostnaður er í hæstu hæðum. Lögmál hagfræðinnar segja okkur að háir vextir dragi úr eftirspurn eftir húsnæði en einhvern veginn virðast þau lögmál ekki virka hér á landi. Það er ekkert skrítið, enda er ekkert venjulegt ástand í íslenska hagkerfinu og á íslenska húsnæðismarkaðinum. Engin löggjöf er til staðar, eða regluverk, sem leggur grunn að heilbrigðum leigumarkaði sem býður upp á langtímaleigu og húsnæðisöryggi í leiguhúsnæði. Af þeim sökum er eina raunhæfa leiðin til að öðlast húsnæðisöryggi að kaupa. Þá vandast málið. Verð á íbúðum er hátt og kröfur um eigið fé kaupenda eru ríkar. Greiðslumat, eins og það er framkvæmt hjá íslenskum bönkum, virðist vera farartálmi sem jafnast á við nálaraugað fyrir úlfaldann. Séreignarstefnan í landi sem býður fólki upp á ánauð verðtryggingar og svera raunvexti þar ofan á er tálsýn. Til að bæta gráu ofan á svart verður ekki betur séð en ýmsar kröfur sem sveitarfélög og aðrir opinberir aðilar gera til frágangs og búnaðar íbúða geri það að verkum að byggingarkostnaður er hærri en hann þyrfti að vera. Þessu til viðbótar er lóðasala orðin mikilvæg tekjulind stærstu sveitarfélaganna og lóðir eru seldar hæstbjóðendum í stað þess að sveitarfélög tryggi stöðugt framboð af ódýrum lóðum inn á markaðinn. Það getur aldrei farið saman að lágmarka byggingarkostnað og hámarka tekjur sveitarfélaga af lóðasölu. Ekki er nóg að setja upp sorgarsvip og lýsa áhyggjum sínum af slæmu ástandi á húsnæðismarkaði. Sé ráðamönnum alvara með að leysa vandann verða þeir að ráðast gegn lóðaverði sveitarfélaga, gefa kost á byggingu ódýrra íbúða, afnema verðtryggingu og koma böndum á vaxtafárið. Það verður einhvern tímann að hugsa um Jón og Gunnu en ekki bara banka og fjármálaöfl.
Skjóðan Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira