Tækifæri en ekki ógn Kolbeinn Árnason skrifar 7. október 2015 07:00 Velferð Íslendinga byggist á skynsamlegri nýtingu auðlinda. Íslendingar hafa þegar náð miklum árangri við að draga úr umhverfisáhrifum í sjávarútvegi, reyndar svo miklum að litið er til greinarinnar sem fyrirmyndar í öðrum atvinnuvegum hér á landi og víða um heim. En betur má ef duga skal. Ýmis rök benda til þess að ástand hafsins sé að breytast mjög hratt til hins verra og að súrnun sjávar, hlýnun jarðar og fleiri umhverfisþættir komi til með að ógna lífríkinu í hafinu á komandi árum. Það er því mikilvægt að Íslendingar taki virkan þátt í alþjóðlegum áætlunum um að sporna við þessari þróun. Næsta alþjóðlega ráðstefna þar sem þjóðir heims leitast við að sameinast um alþjóðleg losunarmarkmið er í París í lok þessa árs. Í aðdraganda þessa væntanlega fundar í París hafa íslensk stjórnvöld tilkynnt um landsmarkmið Íslands í loftslagsmálum fram til ársins 2030. Miða þau að því að ná sameiginlegu markmiði með ríkjum ESB og Noregi um 40% minnkun losunar miðað við árið 1990. Um þetta fjallaði Svavar Svavarsson, deildarstjóri viðskiptaþróunar HB Granda, á Umhverfisdegi atvinnulífsins sem haldinn var í fyrsta skipti í síðustu viku. Í máli hans kom meðal annars fram að árið 1990 eða fyrir 25 árum notaði íslenskur sjávarútvegur 207 þúsund tonn af jarðefnaeldsneyti á fiskiskip og 61 þúsund tonn í annan fiskiðnað, aðallega í fiskimjölsverksmiðjum, eða samtals 270 þúsund tonn. Núverandi notkun sjávarútvegs á jarðefnaeldsneyti er um 200 þúsund tonn á ári og hefur því minnkað um tæp 70.000 tonn frá árinu 1990 m.a. vegna hagræðingar í greininni. Til að mæta nýjum áformum Íslendinga í loftslagsmálum þarf árleg olíunotkun sjávarútvegs að fara samtals niður í 160 þúsund tonn fyrir árið 2030. Sjávarútvegurinn þarf með öðrum orðum að minnka núverandi notkun sína á jarðefnaeldsneyti úr 200 þúsund tonnum í 160 þúsund tonn eða um 40.000 tonn á næstu 15 árum. Leita þarf allra leiða til að draga enn frekar úr mengun svo sem með því að ljúka við að rafvæða fiskimjölsvinnslur. Eins og staðan er núna er það ekki hægt nema með frekari uppbyggingu flutningsgetu raforkukerfisins. Stjórnvöld og fyrirtæki í sjávarútvegi þurfa því að líta heildstætt á viðfangsefnið og setja sér sameiginleg markmið í umhverfismálum og vinna saman að því að þau náist. Það er því mikil áskorun fyrir sjávarútveginn sem og íslensku þjóðina að leita allra leiða til að draga úr mengun og ekki líta á umhverfisvernd sem ógn heldur tækifæri. Fátt sýnir það betur en íslenskur sjávarútvegur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Velferð Íslendinga byggist á skynsamlegri nýtingu auðlinda. Íslendingar hafa þegar náð miklum árangri við að draga úr umhverfisáhrifum í sjávarútvegi, reyndar svo miklum að litið er til greinarinnar sem fyrirmyndar í öðrum atvinnuvegum hér á landi og víða um heim. En betur má ef duga skal. Ýmis rök benda til þess að ástand hafsins sé að breytast mjög hratt til hins verra og að súrnun sjávar, hlýnun jarðar og fleiri umhverfisþættir komi til með að ógna lífríkinu í hafinu á komandi árum. Það er því mikilvægt að Íslendingar taki virkan þátt í alþjóðlegum áætlunum um að sporna við þessari þróun. Næsta alþjóðlega ráðstefna þar sem þjóðir heims leitast við að sameinast um alþjóðleg losunarmarkmið er í París í lok þessa árs. Í aðdraganda þessa væntanlega fundar í París hafa íslensk stjórnvöld tilkynnt um landsmarkmið Íslands í loftslagsmálum fram til ársins 2030. Miða þau að því að ná sameiginlegu markmiði með ríkjum ESB og Noregi um 40% minnkun losunar miðað við árið 1990. Um þetta fjallaði Svavar Svavarsson, deildarstjóri viðskiptaþróunar HB Granda, á Umhverfisdegi atvinnulífsins sem haldinn var í fyrsta skipti í síðustu viku. Í máli hans kom meðal annars fram að árið 1990 eða fyrir 25 árum notaði íslenskur sjávarútvegur 207 þúsund tonn af jarðefnaeldsneyti á fiskiskip og 61 þúsund tonn í annan fiskiðnað, aðallega í fiskimjölsverksmiðjum, eða samtals 270 þúsund tonn. Núverandi notkun sjávarútvegs á jarðefnaeldsneyti er um 200 þúsund tonn á ári og hefur því minnkað um tæp 70.000 tonn frá árinu 1990 m.a. vegna hagræðingar í greininni. Til að mæta nýjum áformum Íslendinga í loftslagsmálum þarf árleg olíunotkun sjávarútvegs að fara samtals niður í 160 þúsund tonn fyrir árið 2030. Sjávarútvegurinn þarf með öðrum orðum að minnka núverandi notkun sína á jarðefnaeldsneyti úr 200 þúsund tonnum í 160 þúsund tonn eða um 40.000 tonn á næstu 15 árum. Leita þarf allra leiða til að draga enn frekar úr mengun svo sem með því að ljúka við að rafvæða fiskimjölsvinnslur. Eins og staðan er núna er það ekki hægt nema með frekari uppbyggingu flutningsgetu raforkukerfisins. Stjórnvöld og fyrirtæki í sjávarútvegi þurfa því að líta heildstætt á viðfangsefnið og setja sér sameiginleg markmið í umhverfismálum og vinna saman að því að þau náist. Það er því mikil áskorun fyrir sjávarútveginn sem og íslensku þjóðina að leita allra leiða til að draga úr mengun og ekki líta á umhverfisvernd sem ógn heldur tækifæri. Fátt sýnir það betur en íslenskur sjávarútvegur.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun