Þegar Guðmundur kom í Munaðarnes Ögmundur Jónasson skrifar 7. október 2015 07:00 Þetta greinarkorn fjallar um heimsókn hins mikla baráttumanns fyrir réttindum fatlaðs fólks, Guðmundar Magnússonar, í Munaðarnes fyrir allmörgum árum. Greinin fjallar þó fyrst og fremst um boðaða nýja byggingarreglugerð um afnám kvaða. Ég var formaður BSRB á þessum tíma og jafnframt í forsvari fyrir orlofsbyggðir bandalagsins. Við höfðum þá nýlokið við að gera eitt sumarhúsanna upp frá grunni þannig að allt væri sniðið að þörfum fatlaðs fólks, hækkanlegar og lækkanlegar innréttingar og síðast en ekki síst salerni og baðherbergi þannig úr garði gerð að auðvelt var að athafna sig fyrir fólk í hjólastól. Á þessum tíma settum við einnig lyftu á milli hæða í þjónustumiðstöðina svo fatlað fólk gæti farið frítt um. Við vorum nokkuð góð með okkur þegar við opnuðum nýuppgerða húsið en Guðmundi, sem góðum félaga og manni sem þekkti erfiðleikana frá fyrstu hendi, hafði verið boðið að taka þátt í fögnuðinum. Ég hélt ræðu og hann hélt ræðu. Hans ræða var eftirminnileg. Hann hrósaði okkur í hástert fyrir framtakið en sagði að þetta væri bara fyrsta skrefið. Svo kom sagan. Skömmu eftir að hann slasaðist og lamaðist þannig að hann varð bundinn við hjólastól upp frá því, hafði hann komið í orlofsbyggðirnar í Munaðarnesi að heimsækja fjölskyldu sína. Hann kvaðst minnast þess hve mjög hann hefði hlakkað til heimsóknarinnar. Hún hefði hins vegar snúist upp í martröð. Þannig var að orlofshúsin höfðu verið byggð áður en vitund manna hafði almennt vaknað um þarfir fatlaðs fólks og öllum reglugerðum þar að lútandi auk þess áfátt. Frá því hafi verið skemmst að segja að í Munaðarnesi hafi hann ekki komist á salerni og því afráðið að flýta sér sem mest hann mátti aftur til síns heima.Sæmandi fyrir alla „Og lærdómurinn af þessu,“ sagði Guðmundur, „er að það er ekki nóg að byggja eitt hús sniðið að þörfum fatlaðs fólks, heldur þarf að byggja öll hús á þann veg. Við sem búum við fötlun erum nefnilega líka gestkomandi hjá ykkur hinum!“ Mér kom þessi saga í hug þegar ég nú les um hina miklu baráttu gegn reglugerðum um húsnæðisstaðla, sem ganga út á að gera byggingaverktökum auðveldara um vik að byggja húsnæði fyrir tekjulítið fólk. „Burt með reglugerðafarganið,“ segja menn við góðar undirtektir. En gæti verið að reglugerðunum hafi verið ætlað að tryggja að einvörðungu verði reist íbúðarhúsnæði sem er sæmandi fyrir alla, fatlaða jafnt sem ófatlaða, tekjulága jafnt sem tekjuháa? Reynslumikill arkitekt með góða dómgreind, segir mér að reglugerðarsmiðir hafi farið offari og sitthvað þurfi að einfalda. Vísar hann í ábendingar Arkitektafélagsins. En hugleiðum málið frá öllum hliðum áður en við stöndum upp til að klappa og fagna einfaldara lífi verktökum til handa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þetta greinarkorn fjallar um heimsókn hins mikla baráttumanns fyrir réttindum fatlaðs fólks, Guðmundar Magnússonar, í Munaðarnes fyrir allmörgum árum. Greinin fjallar þó fyrst og fremst um boðaða nýja byggingarreglugerð um afnám kvaða. Ég var formaður BSRB á þessum tíma og jafnframt í forsvari fyrir orlofsbyggðir bandalagsins. Við höfðum þá nýlokið við að gera eitt sumarhúsanna upp frá grunni þannig að allt væri sniðið að þörfum fatlaðs fólks, hækkanlegar og lækkanlegar innréttingar og síðast en ekki síst salerni og baðherbergi þannig úr garði gerð að auðvelt var að athafna sig fyrir fólk í hjólastól. Á þessum tíma settum við einnig lyftu á milli hæða í þjónustumiðstöðina svo fatlað fólk gæti farið frítt um. Við vorum nokkuð góð með okkur þegar við opnuðum nýuppgerða húsið en Guðmundi, sem góðum félaga og manni sem þekkti erfiðleikana frá fyrstu hendi, hafði verið boðið að taka þátt í fögnuðinum. Ég hélt ræðu og hann hélt ræðu. Hans ræða var eftirminnileg. Hann hrósaði okkur í hástert fyrir framtakið en sagði að þetta væri bara fyrsta skrefið. Svo kom sagan. Skömmu eftir að hann slasaðist og lamaðist þannig að hann varð bundinn við hjólastól upp frá því, hafði hann komið í orlofsbyggðirnar í Munaðarnesi að heimsækja fjölskyldu sína. Hann kvaðst minnast þess hve mjög hann hefði hlakkað til heimsóknarinnar. Hún hefði hins vegar snúist upp í martröð. Þannig var að orlofshúsin höfðu verið byggð áður en vitund manna hafði almennt vaknað um þarfir fatlaðs fólks og öllum reglugerðum þar að lútandi auk þess áfátt. Frá því hafi verið skemmst að segja að í Munaðarnesi hafi hann ekki komist á salerni og því afráðið að flýta sér sem mest hann mátti aftur til síns heima.Sæmandi fyrir alla „Og lærdómurinn af þessu,“ sagði Guðmundur, „er að það er ekki nóg að byggja eitt hús sniðið að þörfum fatlaðs fólks, heldur þarf að byggja öll hús á þann veg. Við sem búum við fötlun erum nefnilega líka gestkomandi hjá ykkur hinum!“ Mér kom þessi saga í hug þegar ég nú les um hina miklu baráttu gegn reglugerðum um húsnæðisstaðla, sem ganga út á að gera byggingaverktökum auðveldara um vik að byggja húsnæði fyrir tekjulítið fólk. „Burt með reglugerðafarganið,“ segja menn við góðar undirtektir. En gæti verið að reglugerðunum hafi verið ætlað að tryggja að einvörðungu verði reist íbúðarhúsnæði sem er sæmandi fyrir alla, fatlaða jafnt sem ófatlaða, tekjulága jafnt sem tekjuháa? Reynslumikill arkitekt með góða dómgreind, segir mér að reglugerðarsmiðir hafi farið offari og sitthvað þurfi að einfalda. Vísar hann í ábendingar Arkitektafélagsins. En hugleiðum málið frá öllum hliðum áður en við stöndum upp til að klappa og fagna einfaldara lífi verktökum til handa.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun