Mikill stuðningur á Norðurlöndum við frjálsa verslun yfir Atlantshafið Framkvæmdastjórar Samtaka atvinnulífsins á Norðurlöndum skrifar 29. október 2015 07:00 Frelsi í viðskiptum er hluti af daglegu lífi fólks á Norðurlöndum. Hagkerfi landanna okkar eru lítil, en saman erum við í fremstu röð í framleiðslu og flutningi á hágæða vörum út um allan heim. Saga okkar er mótuð af fólki sem freistaði gæfunnar utan heimahaganna og fluttist vestur, til Færeyja, Íslands eða Grænlands, í austur og suður til Úkraínu, til Frakklands, Svartahafs eða Miðjarðarhafs. Þúsund árum eftir að norrænir landnemar stigu fæti á Vínland er það mikilvægara en nokkru sinni fyrr að treysta böndin yfir Atlantshafið. Bandaríkin eru mikilvægasta markaðssvæði allra Norðurlandanna fyrir utan innri markað ESB/EES. Bandaríkin og Evrópusambandið eiga nú í viðræðum um gerð fríverslunarsamnings (e. Transatlantic Trade and Investment Partnership; TTIP). Það er góð hugmynd að efla verslun og viðskipti og margir eru á þeirri skoðun. Ný könnun meðal 4.600 íbúa á Norðurlöndum sýnir mikinn stuðning í öllum löndunum fimm við frjálsa verslun og ekki síst verslun á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Mikill meirihluti, eða rúmlega sjö af hverjum tíu, eru almennt fylgjandi frjálsum viðskiptum en Danir eru jákvæðastir Norðurlandaþjóða sem eiga aðild að ESB. Þeir sem eru jákvæðir í garð mögulegs fríverslunarsamnings ESB og Bandaríkjanna eru fjórum sinnum fleiri en þeir sem eru neikvæðir. Stuðningur við samninginn er afgerandi á Norðurlöndum öllum. Þeir sem hafa kynnt sér efni samningaviðræðnanna vel eru jákvæðari en þeir sem hafa ekki gert það. Íslendingar og Norðmenn nefna lægra vöruverð og aukið vöruúrval sem helstu kosti þess að gera fríverslunarsamning milli ESB og Bandaríkjanna, en Danir, Finnar og Svíar nefna aukinn útflutning, hagvöxt og fjölgun starfa. Það er almenn skoðun allra þjóðanna að bæði Evrópa og Bandaríkin muni hagnast ef samkomulag næst.Jákvæð áhrif fyrir alla Fríverslunarsamningur sem tengir Evrópu og Bandaríkin mun hafa jákvæð áhrif fyrir alla – bæði neytendur og fyrirtæki. Hagvöxtur mun aukast og störfum fjölga í löndunum okkar fimm. Lítil og meðalstór fyrirtæki munu þó hagnast mest og eru stjórnendur þeirra jákvæðastir í garð fríverslunarsamningsins. Sameiginlegt regluverk og kröfur sem samningurinn mun hafa í för með sér hefur jákvæð áhrif á bæði atvinnulíf og neytendur á öllu Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Lækkun tolla eða afnám þeirra mun auka viðskipti milli landa. Eitt markaðssvæði Bandaríkjanna, Evrópu og Norðurlandanna yrði til með 850 milljóna manna heimamarkað. Þó svo að Noregur og Ísland séu ekki aðilar að Evrópusambandinu, telja bæði Íslendingar og Norðmenn að fríverslunarsamningur milli ESB og Bandaríkjanna myndi hafa jákvæð áhrif á innri markað EES-svæðisins sem þjóðirnar eiga aðild að. Fyrir utan aukinn kraft sem mun hlaupa í atvinnulífið og tilheyrandi vöxt efnahagslífsins á öllu EES-svæðinu munu íslenskir og norskir neytendur njóta góðs af samræmdri vottun og prófunum á neytendavörum sem samningurinn mun fela í sér. Ísland og Noregur gætu svo notið allra kosta fríverslunarsamningsins í fyllingu tímans með því að fullgilda hann nái ESB og Bandaríkin samkomulagi.Neytendavernd mikil Án efa mun reynast flókið að ná samkomulagi um regluverk milli aðila. Því má þó ekki gleyma að neytendavernd er mikil beggja vegna Atlantsála og kröfur í umhverfismálum strangar. Nútímalegir neytendur gera kröfur um góðar og öruggar vörur og fyrirmyndar þjónustu. Standi fyrirtæki ekki undir kröfum neytenda snúa þeir sér annað og fyrirtækin verða undir í samkeppninni. Góðar líkur eru á að staðlar ESB og Bandaríkjanna geti orðið öðrum þjóðum fyrirmynd í alþjóðaviðskiptum. Í ljósi mikils stuðnings á Norðurlöndunum við gerð fríverslunarsamnings milli ESB og Bandaríkjanna viljum við biðja samninganefndirnar um tvennt. Í fyrsta lagi að samningaviðræðum verði lokið á næsta ári og samningurinn taki gildi við fyrsta mögulega tækifæri. Í öðru lagi óskum við þess að fríverslunarsamningur ESB og Bandaríkjanna verði metnaðarfullur og víðtækur. Einnig að í honum felist skýr lagarammi sem tryggi fjárfestingar aðildarfyrirtækja okkar. Við viljum tryggja hagsmuni allra við gerð samningsins og vinna að því markmiði með stjórnmálamönnum og fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar á Norðurlöndunum. Í ljósi þess að Bandaríkin og ríki við Kyrrahafið hafa nýverið gert fríverslunarsamning ( e. Trans Pacific Partnership; TPP) gerir það enn brýnna en áður að ESB og Bandaríkin ljúki samningaviðræðum sínum sem allra fyrst. Könnunin var gerð á Norðurlöndum dagana 31. júlí til 11. ágúst 2015 og byggir á 4.600 svörum. Yfir 1.000 svör fengust í löndunum utan Íslands þar sem svör voru 578. CINT sá um framkvæmd könnunarinnar í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku en MMR á Íslandi. Samtök atvinnulífsins í Svíþjóð létu gera könnunina.Karsten Dybvad,framkvæmdastjóri DI, samtaka iðnaðarins í Danmörku.Jyri Häkämies,framkvæmdastjóri EK, samtaka atvinnulífsins í Finnlandi.Carola Lemne,framkvæmdastjóri SN, samtaka atvinnulífsins í Svíþjóð.Kristin Skogen Lund,framkvæmdastjóri NHO, samtaka atvinnulífsins í Noregi.Þorsteinn Víglundsson,framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Frelsi í viðskiptum er hluti af daglegu lífi fólks á Norðurlöndum. Hagkerfi landanna okkar eru lítil, en saman erum við í fremstu röð í framleiðslu og flutningi á hágæða vörum út um allan heim. Saga okkar er mótuð af fólki sem freistaði gæfunnar utan heimahaganna og fluttist vestur, til Færeyja, Íslands eða Grænlands, í austur og suður til Úkraínu, til Frakklands, Svartahafs eða Miðjarðarhafs. Þúsund árum eftir að norrænir landnemar stigu fæti á Vínland er það mikilvægara en nokkru sinni fyrr að treysta böndin yfir Atlantshafið. Bandaríkin eru mikilvægasta markaðssvæði allra Norðurlandanna fyrir utan innri markað ESB/EES. Bandaríkin og Evrópusambandið eiga nú í viðræðum um gerð fríverslunarsamnings (e. Transatlantic Trade and Investment Partnership; TTIP). Það er góð hugmynd að efla verslun og viðskipti og margir eru á þeirri skoðun. Ný könnun meðal 4.600 íbúa á Norðurlöndum sýnir mikinn stuðning í öllum löndunum fimm við frjálsa verslun og ekki síst verslun á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Mikill meirihluti, eða rúmlega sjö af hverjum tíu, eru almennt fylgjandi frjálsum viðskiptum en Danir eru jákvæðastir Norðurlandaþjóða sem eiga aðild að ESB. Þeir sem eru jákvæðir í garð mögulegs fríverslunarsamnings ESB og Bandaríkjanna eru fjórum sinnum fleiri en þeir sem eru neikvæðir. Stuðningur við samninginn er afgerandi á Norðurlöndum öllum. Þeir sem hafa kynnt sér efni samningaviðræðnanna vel eru jákvæðari en þeir sem hafa ekki gert það. Íslendingar og Norðmenn nefna lægra vöruverð og aukið vöruúrval sem helstu kosti þess að gera fríverslunarsamning milli ESB og Bandaríkjanna, en Danir, Finnar og Svíar nefna aukinn útflutning, hagvöxt og fjölgun starfa. Það er almenn skoðun allra þjóðanna að bæði Evrópa og Bandaríkin muni hagnast ef samkomulag næst.Jákvæð áhrif fyrir alla Fríverslunarsamningur sem tengir Evrópu og Bandaríkin mun hafa jákvæð áhrif fyrir alla – bæði neytendur og fyrirtæki. Hagvöxtur mun aukast og störfum fjölga í löndunum okkar fimm. Lítil og meðalstór fyrirtæki munu þó hagnast mest og eru stjórnendur þeirra jákvæðastir í garð fríverslunarsamningsins. Sameiginlegt regluverk og kröfur sem samningurinn mun hafa í för með sér hefur jákvæð áhrif á bæði atvinnulíf og neytendur á öllu Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Lækkun tolla eða afnám þeirra mun auka viðskipti milli landa. Eitt markaðssvæði Bandaríkjanna, Evrópu og Norðurlandanna yrði til með 850 milljóna manna heimamarkað. Þó svo að Noregur og Ísland séu ekki aðilar að Evrópusambandinu, telja bæði Íslendingar og Norðmenn að fríverslunarsamningur milli ESB og Bandaríkjanna myndi hafa jákvæð áhrif á innri markað EES-svæðisins sem þjóðirnar eiga aðild að. Fyrir utan aukinn kraft sem mun hlaupa í atvinnulífið og tilheyrandi vöxt efnahagslífsins á öllu EES-svæðinu munu íslenskir og norskir neytendur njóta góðs af samræmdri vottun og prófunum á neytendavörum sem samningurinn mun fela í sér. Ísland og Noregur gætu svo notið allra kosta fríverslunarsamningsins í fyllingu tímans með því að fullgilda hann nái ESB og Bandaríkin samkomulagi.Neytendavernd mikil Án efa mun reynast flókið að ná samkomulagi um regluverk milli aðila. Því má þó ekki gleyma að neytendavernd er mikil beggja vegna Atlantsála og kröfur í umhverfismálum strangar. Nútímalegir neytendur gera kröfur um góðar og öruggar vörur og fyrirmyndar þjónustu. Standi fyrirtæki ekki undir kröfum neytenda snúa þeir sér annað og fyrirtækin verða undir í samkeppninni. Góðar líkur eru á að staðlar ESB og Bandaríkjanna geti orðið öðrum þjóðum fyrirmynd í alþjóðaviðskiptum. Í ljósi mikils stuðnings á Norðurlöndunum við gerð fríverslunarsamnings milli ESB og Bandaríkjanna viljum við biðja samninganefndirnar um tvennt. Í fyrsta lagi að samningaviðræðum verði lokið á næsta ári og samningurinn taki gildi við fyrsta mögulega tækifæri. Í öðru lagi óskum við þess að fríverslunarsamningur ESB og Bandaríkjanna verði metnaðarfullur og víðtækur. Einnig að í honum felist skýr lagarammi sem tryggi fjárfestingar aðildarfyrirtækja okkar. Við viljum tryggja hagsmuni allra við gerð samningsins og vinna að því markmiði með stjórnmálamönnum og fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar á Norðurlöndunum. Í ljósi þess að Bandaríkin og ríki við Kyrrahafið hafa nýverið gert fríverslunarsamning ( e. Trans Pacific Partnership; TPP) gerir það enn brýnna en áður að ESB og Bandaríkin ljúki samningaviðræðum sínum sem allra fyrst. Könnunin var gerð á Norðurlöndum dagana 31. júlí til 11. ágúst 2015 og byggir á 4.600 svörum. Yfir 1.000 svör fengust í löndunum utan Íslands þar sem svör voru 578. CINT sá um framkvæmd könnunarinnar í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku en MMR á Íslandi. Samtök atvinnulífsins í Svíþjóð létu gera könnunina.Karsten Dybvad,framkvæmdastjóri DI, samtaka iðnaðarins í Danmörku.Jyri Häkämies,framkvæmdastjóri EK, samtaka atvinnulífsins í Finnlandi.Carola Lemne,framkvæmdastjóri SN, samtaka atvinnulífsins í Svíþjóð.Kristin Skogen Lund,framkvæmdastjóri NHO, samtaka atvinnulífsins í Noregi.Þorsteinn Víglundsson,framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins á Íslandi.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun