Mikill stuðningur á Norðurlöndum við frjálsa verslun yfir Atlantshafið Framkvæmdastjórar Samtaka atvinnulífsins á Norðurlöndum skrifar 29. október 2015 07:00 Frelsi í viðskiptum er hluti af daglegu lífi fólks á Norðurlöndum. Hagkerfi landanna okkar eru lítil, en saman erum við í fremstu röð í framleiðslu og flutningi á hágæða vörum út um allan heim. Saga okkar er mótuð af fólki sem freistaði gæfunnar utan heimahaganna og fluttist vestur, til Færeyja, Íslands eða Grænlands, í austur og suður til Úkraínu, til Frakklands, Svartahafs eða Miðjarðarhafs. Þúsund árum eftir að norrænir landnemar stigu fæti á Vínland er það mikilvægara en nokkru sinni fyrr að treysta böndin yfir Atlantshafið. Bandaríkin eru mikilvægasta markaðssvæði allra Norðurlandanna fyrir utan innri markað ESB/EES. Bandaríkin og Evrópusambandið eiga nú í viðræðum um gerð fríverslunarsamnings (e. Transatlantic Trade and Investment Partnership; TTIP). Það er góð hugmynd að efla verslun og viðskipti og margir eru á þeirri skoðun. Ný könnun meðal 4.600 íbúa á Norðurlöndum sýnir mikinn stuðning í öllum löndunum fimm við frjálsa verslun og ekki síst verslun á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Mikill meirihluti, eða rúmlega sjö af hverjum tíu, eru almennt fylgjandi frjálsum viðskiptum en Danir eru jákvæðastir Norðurlandaþjóða sem eiga aðild að ESB. Þeir sem eru jákvæðir í garð mögulegs fríverslunarsamnings ESB og Bandaríkjanna eru fjórum sinnum fleiri en þeir sem eru neikvæðir. Stuðningur við samninginn er afgerandi á Norðurlöndum öllum. Þeir sem hafa kynnt sér efni samningaviðræðnanna vel eru jákvæðari en þeir sem hafa ekki gert það. Íslendingar og Norðmenn nefna lægra vöruverð og aukið vöruúrval sem helstu kosti þess að gera fríverslunarsamning milli ESB og Bandaríkjanna, en Danir, Finnar og Svíar nefna aukinn útflutning, hagvöxt og fjölgun starfa. Það er almenn skoðun allra þjóðanna að bæði Evrópa og Bandaríkin muni hagnast ef samkomulag næst.Jákvæð áhrif fyrir alla Fríverslunarsamningur sem tengir Evrópu og Bandaríkin mun hafa jákvæð áhrif fyrir alla – bæði neytendur og fyrirtæki. Hagvöxtur mun aukast og störfum fjölga í löndunum okkar fimm. Lítil og meðalstór fyrirtæki munu þó hagnast mest og eru stjórnendur þeirra jákvæðastir í garð fríverslunarsamningsins. Sameiginlegt regluverk og kröfur sem samningurinn mun hafa í för með sér hefur jákvæð áhrif á bæði atvinnulíf og neytendur á öllu Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Lækkun tolla eða afnám þeirra mun auka viðskipti milli landa. Eitt markaðssvæði Bandaríkjanna, Evrópu og Norðurlandanna yrði til með 850 milljóna manna heimamarkað. Þó svo að Noregur og Ísland séu ekki aðilar að Evrópusambandinu, telja bæði Íslendingar og Norðmenn að fríverslunarsamningur milli ESB og Bandaríkjanna myndi hafa jákvæð áhrif á innri markað EES-svæðisins sem þjóðirnar eiga aðild að. Fyrir utan aukinn kraft sem mun hlaupa í atvinnulífið og tilheyrandi vöxt efnahagslífsins á öllu EES-svæðinu munu íslenskir og norskir neytendur njóta góðs af samræmdri vottun og prófunum á neytendavörum sem samningurinn mun fela í sér. Ísland og Noregur gætu svo notið allra kosta fríverslunarsamningsins í fyllingu tímans með því að fullgilda hann nái ESB og Bandaríkin samkomulagi.Neytendavernd mikil Án efa mun reynast flókið að ná samkomulagi um regluverk milli aðila. Því má þó ekki gleyma að neytendavernd er mikil beggja vegna Atlantsála og kröfur í umhverfismálum strangar. Nútímalegir neytendur gera kröfur um góðar og öruggar vörur og fyrirmyndar þjónustu. Standi fyrirtæki ekki undir kröfum neytenda snúa þeir sér annað og fyrirtækin verða undir í samkeppninni. Góðar líkur eru á að staðlar ESB og Bandaríkjanna geti orðið öðrum þjóðum fyrirmynd í alþjóðaviðskiptum. Í ljósi mikils stuðnings á Norðurlöndunum við gerð fríverslunarsamnings milli ESB og Bandaríkjanna viljum við biðja samninganefndirnar um tvennt. Í fyrsta lagi að samningaviðræðum verði lokið á næsta ári og samningurinn taki gildi við fyrsta mögulega tækifæri. Í öðru lagi óskum við þess að fríverslunarsamningur ESB og Bandaríkjanna verði metnaðarfullur og víðtækur. Einnig að í honum felist skýr lagarammi sem tryggi fjárfestingar aðildarfyrirtækja okkar. Við viljum tryggja hagsmuni allra við gerð samningsins og vinna að því markmiði með stjórnmálamönnum og fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar á Norðurlöndunum. Í ljósi þess að Bandaríkin og ríki við Kyrrahafið hafa nýverið gert fríverslunarsamning ( e. Trans Pacific Partnership; TPP) gerir það enn brýnna en áður að ESB og Bandaríkin ljúki samningaviðræðum sínum sem allra fyrst. Könnunin var gerð á Norðurlöndum dagana 31. júlí til 11. ágúst 2015 og byggir á 4.600 svörum. Yfir 1.000 svör fengust í löndunum utan Íslands þar sem svör voru 578. CINT sá um framkvæmd könnunarinnar í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku en MMR á Íslandi. Samtök atvinnulífsins í Svíþjóð létu gera könnunina.Karsten Dybvad,framkvæmdastjóri DI, samtaka iðnaðarins í Danmörku.Jyri Häkämies,framkvæmdastjóri EK, samtaka atvinnulífsins í Finnlandi.Carola Lemne,framkvæmdastjóri SN, samtaka atvinnulífsins í Svíþjóð.Kristin Skogen Lund,framkvæmdastjóri NHO, samtaka atvinnulífsins í Noregi.Þorsteinn Víglundsson,framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Frelsi í viðskiptum er hluti af daglegu lífi fólks á Norðurlöndum. Hagkerfi landanna okkar eru lítil, en saman erum við í fremstu röð í framleiðslu og flutningi á hágæða vörum út um allan heim. Saga okkar er mótuð af fólki sem freistaði gæfunnar utan heimahaganna og fluttist vestur, til Færeyja, Íslands eða Grænlands, í austur og suður til Úkraínu, til Frakklands, Svartahafs eða Miðjarðarhafs. Þúsund árum eftir að norrænir landnemar stigu fæti á Vínland er það mikilvægara en nokkru sinni fyrr að treysta böndin yfir Atlantshafið. Bandaríkin eru mikilvægasta markaðssvæði allra Norðurlandanna fyrir utan innri markað ESB/EES. Bandaríkin og Evrópusambandið eiga nú í viðræðum um gerð fríverslunarsamnings (e. Transatlantic Trade and Investment Partnership; TTIP). Það er góð hugmynd að efla verslun og viðskipti og margir eru á þeirri skoðun. Ný könnun meðal 4.600 íbúa á Norðurlöndum sýnir mikinn stuðning í öllum löndunum fimm við frjálsa verslun og ekki síst verslun á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Mikill meirihluti, eða rúmlega sjö af hverjum tíu, eru almennt fylgjandi frjálsum viðskiptum en Danir eru jákvæðastir Norðurlandaþjóða sem eiga aðild að ESB. Þeir sem eru jákvæðir í garð mögulegs fríverslunarsamnings ESB og Bandaríkjanna eru fjórum sinnum fleiri en þeir sem eru neikvæðir. Stuðningur við samninginn er afgerandi á Norðurlöndum öllum. Þeir sem hafa kynnt sér efni samningaviðræðnanna vel eru jákvæðari en þeir sem hafa ekki gert það. Íslendingar og Norðmenn nefna lægra vöruverð og aukið vöruúrval sem helstu kosti þess að gera fríverslunarsamning milli ESB og Bandaríkjanna, en Danir, Finnar og Svíar nefna aukinn útflutning, hagvöxt og fjölgun starfa. Það er almenn skoðun allra þjóðanna að bæði Evrópa og Bandaríkin muni hagnast ef samkomulag næst.Jákvæð áhrif fyrir alla Fríverslunarsamningur sem tengir Evrópu og Bandaríkin mun hafa jákvæð áhrif fyrir alla – bæði neytendur og fyrirtæki. Hagvöxtur mun aukast og störfum fjölga í löndunum okkar fimm. Lítil og meðalstór fyrirtæki munu þó hagnast mest og eru stjórnendur þeirra jákvæðastir í garð fríverslunarsamningsins. Sameiginlegt regluverk og kröfur sem samningurinn mun hafa í för með sér hefur jákvæð áhrif á bæði atvinnulíf og neytendur á öllu Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Lækkun tolla eða afnám þeirra mun auka viðskipti milli landa. Eitt markaðssvæði Bandaríkjanna, Evrópu og Norðurlandanna yrði til með 850 milljóna manna heimamarkað. Þó svo að Noregur og Ísland séu ekki aðilar að Evrópusambandinu, telja bæði Íslendingar og Norðmenn að fríverslunarsamningur milli ESB og Bandaríkjanna myndi hafa jákvæð áhrif á innri markað EES-svæðisins sem þjóðirnar eiga aðild að. Fyrir utan aukinn kraft sem mun hlaupa í atvinnulífið og tilheyrandi vöxt efnahagslífsins á öllu EES-svæðinu munu íslenskir og norskir neytendur njóta góðs af samræmdri vottun og prófunum á neytendavörum sem samningurinn mun fela í sér. Ísland og Noregur gætu svo notið allra kosta fríverslunarsamningsins í fyllingu tímans með því að fullgilda hann nái ESB og Bandaríkin samkomulagi.Neytendavernd mikil Án efa mun reynast flókið að ná samkomulagi um regluverk milli aðila. Því má þó ekki gleyma að neytendavernd er mikil beggja vegna Atlantsála og kröfur í umhverfismálum strangar. Nútímalegir neytendur gera kröfur um góðar og öruggar vörur og fyrirmyndar þjónustu. Standi fyrirtæki ekki undir kröfum neytenda snúa þeir sér annað og fyrirtækin verða undir í samkeppninni. Góðar líkur eru á að staðlar ESB og Bandaríkjanna geti orðið öðrum þjóðum fyrirmynd í alþjóðaviðskiptum. Í ljósi mikils stuðnings á Norðurlöndunum við gerð fríverslunarsamnings milli ESB og Bandaríkjanna viljum við biðja samninganefndirnar um tvennt. Í fyrsta lagi að samningaviðræðum verði lokið á næsta ári og samningurinn taki gildi við fyrsta mögulega tækifæri. Í öðru lagi óskum við þess að fríverslunarsamningur ESB og Bandaríkjanna verði metnaðarfullur og víðtækur. Einnig að í honum felist skýr lagarammi sem tryggi fjárfestingar aðildarfyrirtækja okkar. Við viljum tryggja hagsmuni allra við gerð samningsins og vinna að því markmiði með stjórnmálamönnum og fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar á Norðurlöndunum. Í ljósi þess að Bandaríkin og ríki við Kyrrahafið hafa nýverið gert fríverslunarsamning ( e. Trans Pacific Partnership; TPP) gerir það enn brýnna en áður að ESB og Bandaríkin ljúki samningaviðræðum sínum sem allra fyrst. Könnunin var gerð á Norðurlöndum dagana 31. júlí til 11. ágúst 2015 og byggir á 4.600 svörum. Yfir 1.000 svör fengust í löndunum utan Íslands þar sem svör voru 578. CINT sá um framkvæmd könnunarinnar í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku en MMR á Íslandi. Samtök atvinnulífsins í Svíþjóð létu gera könnunina.Karsten Dybvad,framkvæmdastjóri DI, samtaka iðnaðarins í Danmörku.Jyri Häkämies,framkvæmdastjóri EK, samtaka atvinnulífsins í Finnlandi.Carola Lemne,framkvæmdastjóri SN, samtaka atvinnulífsins í Svíþjóð.Kristin Skogen Lund,framkvæmdastjóri NHO, samtaka atvinnulífsins í Noregi.Þorsteinn Víglundsson,framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins á Íslandi.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar