Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar 29. júlí 2025 22:01 „Þetta var auðvitað rosalega mikil truflun, partí og mikil læti. Þess vegna ætlum við ekki að gera þetta aftur. En í raun og veru voru engin vandræði, engin slagsmál og ekki neitt.” Þessi orð lét eigandi tjaldsvæðisins að Hraunborgum falla í samtali við blaðamann Vísis í kjölfar árlegrar útilegu nemenda við Verzlunarskóla Íslands, sem haldin var á svæðinu. Í þessari útilegu voru um 400 ungmenni sem komu saman í þeim tilgangi að hafa gaman, skemmta sér og hittast í sumarfríinu. Auðvitað má búast við að svona samkomum fylgi hávaði, enda um stóran hóp af fólki að ræða. Eigandi tjaldsvæðisins sagðist sjálfur hafa látið aðra gesti vita af fyrirhugaðri samkomu ungmennanna. Það var búið að sjá fyrir öllu, hvort sem það var gæsla eða afmarkað svæði. Eigandinn hyggst ekki ætla að leigja svæðið aftur vegna hávaða sem fylgdi gleði og lífi. Hvers konar skilaboð eru það að refsa ungmennum fyrir það sem er gert vel? Ég get sagt sjálfur frá því þegar ég fór í þessa útilegu, tvisvar sinnum, þá gekk allt mjög vel. Það var gæsla á svæðinu, svæðið var vel afmarkað og við fengum skýr fyrirmæli um það sem ekki mátti gera. Það er auðvitað smá hávaði sem fylgir svona stórum viðburði en við hlýddum og fórum eftir fyrirmælum. Það var ekkert vesen og engin vandræði, en hávaðinn fylgdi gleði og góðri stemningu. Verzlingum var treystandi fyrir því að koma aftur á næsta ári. En nú þurfa nemendur að leita að nýju tjaldsvæði þar sem má vonandi hafa gaman. Nýlega birtist frétt þess efnis að börn mættu ekki leika sér í boltaleik eftir klukkan 22 við Hlíðaskóla og þetta er staðan víðar, væntanlega vegna hávaða sem þessum leikjum kann að fylgja. Það liggur í hlutarins eðli að þegar börn og ungmenni eru að leika sér úti eru læti. Þegar ég var yngri skemmtum við okkur krakkarnir konunglega upp á sparkvelli, körfuboltavelli eða á skólalóðinni, og það var stundum eftir klukkan 22. Ég man ekki eftir að hafa séð nein skilti sem bönnuðu okkur að hittast eftir ákveðinn tíma. Það fylgdu okkur auðvitað einhver læti og hávaði, en það er einmitt með því að hittast og leika sér saman sem tengslin myndast, sem vináttan fær að blómstra á réttum forsendum. Af hverju þurfum við alltaf að vera setja ungmennum óþarfa skorður? Eru þær ekki settar af sama fólki sem finnst ungmenni vera einmana og grilluð í hausnum af skjátíma? Af hverju fá börn í dag ekki að njóta þess að vera ung eins og eldri kynslóðir? Það hefur tíðkast í umræðunni að segja að ungmenni séu ekki á góðum stað, að þau séu of mikið í símanum og þau séu ekki nógu dugleg að vera með jafnöldrum sínum utan skóla. Svo loks þegar þau ætla sér að fara út, hittast og hafa gaman, til dæmis í boltaleik er það bannað, eða þegar allt gengur vel og ekkert vesen en það fylgir hávaði þá er það ekki leyft aftur. Það er kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu. Í stað þess að tala þau niður fyrir það hversu ósjálfstæð og óábyrg þau eru, hrósum þeim fyrir það sem er vel gert. Ég tel það mjög gott að 400 manna hópur hafi komið saman án þess valda vandræðum eða veseni. Það sýnir það að þau eru að gera eitthvað rétt, þau eru að passa upp á hvort annað og þau eru á réttri leið. Höfundur er fyrrum nemandi Verzlunarskóla Íslands og framhaldsskólafulltrúi Ungs jafnaðarfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
„Þetta var auðvitað rosalega mikil truflun, partí og mikil læti. Þess vegna ætlum við ekki að gera þetta aftur. En í raun og veru voru engin vandræði, engin slagsmál og ekki neitt.” Þessi orð lét eigandi tjaldsvæðisins að Hraunborgum falla í samtali við blaðamann Vísis í kjölfar árlegrar útilegu nemenda við Verzlunarskóla Íslands, sem haldin var á svæðinu. Í þessari útilegu voru um 400 ungmenni sem komu saman í þeim tilgangi að hafa gaman, skemmta sér og hittast í sumarfríinu. Auðvitað má búast við að svona samkomum fylgi hávaði, enda um stóran hóp af fólki að ræða. Eigandi tjaldsvæðisins sagðist sjálfur hafa látið aðra gesti vita af fyrirhugaðri samkomu ungmennanna. Það var búið að sjá fyrir öllu, hvort sem það var gæsla eða afmarkað svæði. Eigandinn hyggst ekki ætla að leigja svæðið aftur vegna hávaða sem fylgdi gleði og lífi. Hvers konar skilaboð eru það að refsa ungmennum fyrir það sem er gert vel? Ég get sagt sjálfur frá því þegar ég fór í þessa útilegu, tvisvar sinnum, þá gekk allt mjög vel. Það var gæsla á svæðinu, svæðið var vel afmarkað og við fengum skýr fyrirmæli um það sem ekki mátti gera. Það er auðvitað smá hávaði sem fylgir svona stórum viðburði en við hlýddum og fórum eftir fyrirmælum. Það var ekkert vesen og engin vandræði, en hávaðinn fylgdi gleði og góðri stemningu. Verzlingum var treystandi fyrir því að koma aftur á næsta ári. En nú þurfa nemendur að leita að nýju tjaldsvæði þar sem má vonandi hafa gaman. Nýlega birtist frétt þess efnis að börn mættu ekki leika sér í boltaleik eftir klukkan 22 við Hlíðaskóla og þetta er staðan víðar, væntanlega vegna hávaða sem þessum leikjum kann að fylgja. Það liggur í hlutarins eðli að þegar börn og ungmenni eru að leika sér úti eru læti. Þegar ég var yngri skemmtum við okkur krakkarnir konunglega upp á sparkvelli, körfuboltavelli eða á skólalóðinni, og það var stundum eftir klukkan 22. Ég man ekki eftir að hafa séð nein skilti sem bönnuðu okkur að hittast eftir ákveðinn tíma. Það fylgdu okkur auðvitað einhver læti og hávaði, en það er einmitt með því að hittast og leika sér saman sem tengslin myndast, sem vináttan fær að blómstra á réttum forsendum. Af hverju þurfum við alltaf að vera setja ungmennum óþarfa skorður? Eru þær ekki settar af sama fólki sem finnst ungmenni vera einmana og grilluð í hausnum af skjátíma? Af hverju fá börn í dag ekki að njóta þess að vera ung eins og eldri kynslóðir? Það hefur tíðkast í umræðunni að segja að ungmenni séu ekki á góðum stað, að þau séu of mikið í símanum og þau séu ekki nógu dugleg að vera með jafnöldrum sínum utan skóla. Svo loks þegar þau ætla sér að fara út, hittast og hafa gaman, til dæmis í boltaleik er það bannað, eða þegar allt gengur vel og ekkert vesen en það fylgir hávaði þá er það ekki leyft aftur. Það er kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu. Í stað þess að tala þau niður fyrir það hversu ósjálfstæð og óábyrg þau eru, hrósum þeim fyrir það sem er vel gert. Ég tel það mjög gott að 400 manna hópur hafi komið saman án þess valda vandræðum eða veseni. Það sýnir það að þau eru að gera eitthvað rétt, þau eru að passa upp á hvort annað og þau eru á réttri leið. Höfundur er fyrrum nemandi Verzlunarskóla Íslands og framhaldsskólafulltrúi Ungs jafnaðarfólks.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar