Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar 31. júlí 2025 06:00 1. Inngangur og réttaróvissa Í íslenskum rétti hefur um langa hríð ríkt töluverð réttaróvissa um fjárhagsleg réttindi og skyldur einstaklinga við slit óvígðrar sambúðar. Ólíkt því sem gildir um hjúskap, þar sem hjúskaparlög nr. 31/1993 setja skýran ramma um fjármál hjóna, skortir heildstæða löggjöf sem tekur af skarið um skiptingu eigna og skulda sambúðarfólks. Þetta lagalega tómarúm hefur leitt til þess að dómstólar hafa, með vísan til meginreglna fjármunaréttar, mótað þær óskráðu reglur sem gilda á þessu sviði. Markmið þessarar greinar er að greina stuttlega þá réttarframkvæmd sem hefur þróast, með sérstakri áherslu á hina formlegu meginreglu um séreignarhald, þau frávik sem dómstólar hafa viðurkennt á grundvelli fjárhagslegrar samstöðu, og þýðingu samninga og réttrar skráningar eigna. 2. Meginreglan um séreign og sönnunarbyrði Meginreglan sem dómstólar hafa lagt til grundvallar við fjárslit óvígðrar sambúðar er sú að hvor aðili heldur sínum eignum og ber ábyrgð á sínum skuldum. Stofnun sambúðar leiðir því ekki sjálfkrafa til sameignar um þær eignir sem aðilar eru skráðir fyrir eða eignast á sambúðartímanum. Þessi regla endurspeglar það viðhorf að líta beri á sambúðarfólk sem tvo fjárhagslega sjálfstæða einstaklinga. Dómaframkvæmd hefur staðfest þetta sjónarmið með afgerandi hætti, eins og sést í dómi Hæstaréttarfrá25. ágúst 2014 í máli 467/2014, þar sem fram kemur að við fjárslit beri að líta svo á að hvorum aðila tilheyri sínar eignir og komi þær ekki til skipta. Þessi regla hefur verið ítrekuð í síðari réttarframkvæmd, svo sem úrskurði Landsréttarfrá13. desember 2022 í máli nr. 617/2022. Af þessari meginreglu leiðir að formleg skráning eigna, svo sem þinglýst eignarheimild að fasteign eða skráning ökutækis, veitir fullnægjandi líkindi fyrir eignarrétti. Sá aðili sem vefengir hina formlegu skráningu ber því sönnunarbyrði fyrir því að raunverulegt eignarhald sé annað en skráningin gefur til kynna. Þetta er staðfest í fjölmörgum dómum, þar á meðal áðurnefndum dómi Hæstaréttar í máli nr. 467/2014. Sú sönnunarbyrði getur þó reynst þung í framkvæmd, eins og dæmin sanna, sbr. til dæmis dóm Hæstaréttarfrá18. desember 2012 í máli nr. 718/2012, þar sem kröfum um hlutdeild í fasteign skráðri á nafn hins aðilans var hafnað þar sem framlög til eignamyndunar voru ekki talin nægilega sönnuð. 3. Frávik frá meginreglu vegna fjárhagslegrar samstöðu Þrátt fyrir framangreinda meginreglu hefur dómaframkvæmd þróast á þann veg að viðurkennt hefur verið að víkja megi frá henni við sérstakar aðstæður. Þetta á einkum við þegar sýnt er fram á að með aðilum hafi ríkt veruleg fjárhagsleg samstaða og að eignir hafi myndast fyrir sameiginlegt framtak, óháð því á hvorn aðilann þær eru skráðar. Í dómi Hæstaréttarfrá6. júní 2023 í máli nr. 10/2023 er þessu lýst svo: „Á sambúðartíma kann þó að hafa myndast fjárhagsleg samstaða með sambúðarfólki eða eignir þeirra og framlög blandast saman. Hefur í dómaframkvæmd verið viðurkennt að með því geti stofnast til sameignar sambúðarfólks óháð því á hvort þeirra einstakar eignir eru skráðar að lögum ...“. Við þetta mat líta dómstólar til margvíslegra þátta, þar á meðal lengdar sambúðar, efnahags við upphaf hennar, sameiginlegra barna, vinnuframlags innan og utan heimilis og hvernig fjármálum hefur verið hagað, sbr. upptalningu í dómiHæstaréttarfrá5. apríl 2017 í máli nr. 152/2017. Hafa dómstólar jafnvel komist að þeirri niðurstöðu að skipta beri eignum jafnt vegna langrar sambúðar og ríkrar fjárhagslegrar samvinnu. Þessi dómafordæmi sýna að dómstólar hafa talið sig bæra til að hnekkja formlegri skráningu á grundvelli óskráðra reglna sem byggja á heildstæðu mati á framlögum beggja aðila. Bæði bein fjárframlög og óbein framlög, svo sem vinnuframlag á heimili og umönnun barna sem gerir hinum kleift að afla tekna, geta þar haft þýðingu, líkt og rakið var í dómi Hæstaréttarfrá17. mars 2005 í máli nr. 363/2004. Engu að síður er slíkt heildarmat ávallt einstaklingsbundið og þröskuldurinn hár, eins og sést í úrskurði Landsréttarfrá25. júní 2024 í máli nr. 417/2024 þar sem ekki var talið sannað að óbeint vinnuframlag hefði leitt til eignamyndunar sem réttlætti hlutdeild í eignum makans. 4. Þýðing samninga og skráningar eignarhlutfalla Til að draga úr þeirri óvissu sem fylgir alla jafna dómsúrlausn ágreiningsmála er gerð sambúðarsamninga mikilvæg forvörn. Með skýrum samningum um eignarhald, framlög og skiptingu við slit geta aðilar sjálfir skapað þann réttarramma sem þeir telja sanngjarnan. Slíkir samningar eru að meginreglu bindandi milli aðila. Dómaframkvæmd sýnir að dómstólar geta vikið samningi til hliðar á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, ef hann telst ósanngjarn, meðal annars með hliðsjón af langri sambúð, fjárhagslegri samstöðu og verulegu misræmi milli umsaminnar greiðslu og raunverulegra verðmæta. Samhliða samningagerð er nákvæm og rétt skráning eigna sömuleiðis grundvallaratriði. Ef eignarhlutföll eru skráð í samræmi við raunveruleg framlög aðila og verkaskiptingu er mun erfiðara að hnekkja þeirri skráningu síðar. 5. Niðurlag Samandregið er ljóst að réttarumhverfi óvígðs sambúðarfólks einkennist af flóknu samspili milli reglna um eignarhald og sanngirnismat sem þróast hefur í dómaframkvæmd. Meginreglan um séreign stendur föstum fótum en dómstólar hafa skapað svigrúm til frávika þegar rík fjárhagsleg samstaða og sameiginleg eignamyndun er sönnuð. Sönnunarbyrðin fyrir slíku er þó oft erfið og hvílir á þeim sem vefengir skráð eignarhald eftir almennum réttarfarsreglum. Sú réttaróvissa sem þessu fylgir, ásamt þeim kostnaði sem getur hlotist af skiptameðferð og málaferlum, undirstrikar mikilvægi þess að sambúðarfólk geri með sér skýra samninga og gæti að réttri skráningu eigna. Að mati höfundar eru slíkar ráðstafanir ótvírætt til þess fallnar að tryggja fyrirsjáanleika og réttaröryggi við slit sambúðar. Höfundur er löglærður fulltrúi hjá Lögmannsstofu Sævar Þór & Partners. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögmennska Fjölskyldumál Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
1. Inngangur og réttaróvissa Í íslenskum rétti hefur um langa hríð ríkt töluverð réttaróvissa um fjárhagsleg réttindi og skyldur einstaklinga við slit óvígðrar sambúðar. Ólíkt því sem gildir um hjúskap, þar sem hjúskaparlög nr. 31/1993 setja skýran ramma um fjármál hjóna, skortir heildstæða löggjöf sem tekur af skarið um skiptingu eigna og skulda sambúðarfólks. Þetta lagalega tómarúm hefur leitt til þess að dómstólar hafa, með vísan til meginreglna fjármunaréttar, mótað þær óskráðu reglur sem gilda á þessu sviði. Markmið þessarar greinar er að greina stuttlega þá réttarframkvæmd sem hefur þróast, með sérstakri áherslu á hina formlegu meginreglu um séreignarhald, þau frávik sem dómstólar hafa viðurkennt á grundvelli fjárhagslegrar samstöðu, og þýðingu samninga og réttrar skráningar eigna. 2. Meginreglan um séreign og sönnunarbyrði Meginreglan sem dómstólar hafa lagt til grundvallar við fjárslit óvígðrar sambúðar er sú að hvor aðili heldur sínum eignum og ber ábyrgð á sínum skuldum. Stofnun sambúðar leiðir því ekki sjálfkrafa til sameignar um þær eignir sem aðilar eru skráðir fyrir eða eignast á sambúðartímanum. Þessi regla endurspeglar það viðhorf að líta beri á sambúðarfólk sem tvo fjárhagslega sjálfstæða einstaklinga. Dómaframkvæmd hefur staðfest þetta sjónarmið með afgerandi hætti, eins og sést í dómi Hæstaréttarfrá25. ágúst 2014 í máli 467/2014, þar sem fram kemur að við fjárslit beri að líta svo á að hvorum aðila tilheyri sínar eignir og komi þær ekki til skipta. Þessi regla hefur verið ítrekuð í síðari réttarframkvæmd, svo sem úrskurði Landsréttarfrá13. desember 2022 í máli nr. 617/2022. Af þessari meginreglu leiðir að formleg skráning eigna, svo sem þinglýst eignarheimild að fasteign eða skráning ökutækis, veitir fullnægjandi líkindi fyrir eignarrétti. Sá aðili sem vefengir hina formlegu skráningu ber því sönnunarbyrði fyrir því að raunverulegt eignarhald sé annað en skráningin gefur til kynna. Þetta er staðfest í fjölmörgum dómum, þar á meðal áðurnefndum dómi Hæstaréttar í máli nr. 467/2014. Sú sönnunarbyrði getur þó reynst þung í framkvæmd, eins og dæmin sanna, sbr. til dæmis dóm Hæstaréttarfrá18. desember 2012 í máli nr. 718/2012, þar sem kröfum um hlutdeild í fasteign skráðri á nafn hins aðilans var hafnað þar sem framlög til eignamyndunar voru ekki talin nægilega sönnuð. 3. Frávik frá meginreglu vegna fjárhagslegrar samstöðu Þrátt fyrir framangreinda meginreglu hefur dómaframkvæmd þróast á þann veg að viðurkennt hefur verið að víkja megi frá henni við sérstakar aðstæður. Þetta á einkum við þegar sýnt er fram á að með aðilum hafi ríkt veruleg fjárhagsleg samstaða og að eignir hafi myndast fyrir sameiginlegt framtak, óháð því á hvorn aðilann þær eru skráðar. Í dómi Hæstaréttarfrá6. júní 2023 í máli nr. 10/2023 er þessu lýst svo: „Á sambúðartíma kann þó að hafa myndast fjárhagsleg samstaða með sambúðarfólki eða eignir þeirra og framlög blandast saman. Hefur í dómaframkvæmd verið viðurkennt að með því geti stofnast til sameignar sambúðarfólks óháð því á hvort þeirra einstakar eignir eru skráðar að lögum ...“. Við þetta mat líta dómstólar til margvíslegra þátta, þar á meðal lengdar sambúðar, efnahags við upphaf hennar, sameiginlegra barna, vinnuframlags innan og utan heimilis og hvernig fjármálum hefur verið hagað, sbr. upptalningu í dómiHæstaréttarfrá5. apríl 2017 í máli nr. 152/2017. Hafa dómstólar jafnvel komist að þeirri niðurstöðu að skipta beri eignum jafnt vegna langrar sambúðar og ríkrar fjárhagslegrar samvinnu. Þessi dómafordæmi sýna að dómstólar hafa talið sig bæra til að hnekkja formlegri skráningu á grundvelli óskráðra reglna sem byggja á heildstæðu mati á framlögum beggja aðila. Bæði bein fjárframlög og óbein framlög, svo sem vinnuframlag á heimili og umönnun barna sem gerir hinum kleift að afla tekna, geta þar haft þýðingu, líkt og rakið var í dómi Hæstaréttarfrá17. mars 2005 í máli nr. 363/2004. Engu að síður er slíkt heildarmat ávallt einstaklingsbundið og þröskuldurinn hár, eins og sést í úrskurði Landsréttarfrá25. júní 2024 í máli nr. 417/2024 þar sem ekki var talið sannað að óbeint vinnuframlag hefði leitt til eignamyndunar sem réttlætti hlutdeild í eignum makans. 4. Þýðing samninga og skráningar eignarhlutfalla Til að draga úr þeirri óvissu sem fylgir alla jafna dómsúrlausn ágreiningsmála er gerð sambúðarsamninga mikilvæg forvörn. Með skýrum samningum um eignarhald, framlög og skiptingu við slit geta aðilar sjálfir skapað þann réttarramma sem þeir telja sanngjarnan. Slíkir samningar eru að meginreglu bindandi milli aðila. Dómaframkvæmd sýnir að dómstólar geta vikið samningi til hliðar á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, ef hann telst ósanngjarn, meðal annars með hliðsjón af langri sambúð, fjárhagslegri samstöðu og verulegu misræmi milli umsaminnar greiðslu og raunverulegra verðmæta. Samhliða samningagerð er nákvæm og rétt skráning eigna sömuleiðis grundvallaratriði. Ef eignarhlutföll eru skráð í samræmi við raunveruleg framlög aðila og verkaskiptingu er mun erfiðara að hnekkja þeirri skráningu síðar. 5. Niðurlag Samandregið er ljóst að réttarumhverfi óvígðs sambúðarfólks einkennist af flóknu samspili milli reglna um eignarhald og sanngirnismat sem þróast hefur í dómaframkvæmd. Meginreglan um séreign stendur föstum fótum en dómstólar hafa skapað svigrúm til frávika þegar rík fjárhagsleg samstaða og sameiginleg eignamyndun er sönnuð. Sönnunarbyrðin fyrir slíku er þó oft erfið og hvílir á þeim sem vefengir skráð eignarhald eftir almennum réttarfarsreglum. Sú réttaróvissa sem þessu fylgir, ásamt þeim kostnaði sem getur hlotist af skiptameðferð og málaferlum, undirstrikar mikilvægi þess að sambúðarfólk geri með sér skýra samninga og gæti að réttri skráningu eigna. Að mati höfundar eru slíkar ráðstafanir ótvírætt til þess fallnar að tryggja fyrirsjáanleika og réttaröryggi við slit sambúðar. Höfundur er löglærður fulltrúi hjá Lögmannsstofu Sævar Þór & Partners.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun