Tæki Landsvirkjun 4-6 ár að fá nýja orkukaupendur Kristján Má Unnarsson skrifar 30. nóvember 2015 21:30 Það tæki Landsvirkjun fjögur til sex ár að fá nýja kaupendur að allri raforkunni, ef álverinu í Straumsvík yrði lokað, að mati sérfræðings um orkumarkaðinn. Ákvæði er í samningum Landsvirkjunar um að staðbundið verkfall geti losað kaupanda undan skuldbindingum sínum, svo fremi að hann hafi beitt öllum eðlilegum ráðum til að koma í veg fyrir verkfallið. Gunnar Tryggvason, sérfræðingur KPMG um orkumál, ræddi stöðuna í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spurt var hvort stjórnendum Rio Tinto Alcan væri alvara með hótun sinni um að loka álverinu eða hvort þetta væri blöff í kjaraviðræðum. Gunnar sagði að ef menn slekktu á álveri þá væri það ekki gert af leikaraskap né sem pókerspil í samningaviðræðum, því kostnaður við að ræsa það aftur hlypi væntanlega á nokkur hundruð milljónum króna, í þessu tilviki. Í húfi er meðal annars fjórðungur af orkusölu Landsvirkjunar, framleiðslugeta eins og þriggja Sultartangavirkjana eða fimm Búðarhálsvirkjana. Straumsvíkurálverið gæti mögulega losnað undan kaupskyldunni. Almennir skilmálar heildsölusamninga Landsvirkjunar segja að ákvæði um óviðráðanleg öfl í 9. grein taki einnig til allsherjarverkfalla og staðbundinna verkfalla en það yrði væntanlega túlkunaratriði dómstóla hvort álverið hefði í þessu tilviki beitt öllum eðlilegum ráðum, sem voru tiltæk, til að koma í veg fyrir verkfall. Í viðtalinu, sem sjá má hér að ofan, lýsti Gunnar þeim möguleikum sem Landsvirkjun hefði til að selja öðrum raforkuna, sem nú nýtist í Straumsvík. Hafa verður í huga að Ísland er lokaður raforkumarkaður, sem þýðir að kaupendur yrðu fyrst að byggja upp starfsemi hérlendis áður en þeir gætu nýtt orkuna. Ef kaupendur yrðu litlir aðilar, eins og mörg gagnaver eða mörg kísilver, þá tæki sú uppbygging fjögur til sex ár. Það væri helst hálfbyggt Helguvíkurálver sem gæti komið fyrr, eftir kannski tvö ár. Norðurál væri hins vegar með samninga við HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur, þannig að það yrði heldur ekki auðvelt, að mati Gunnars. Sæstrengur myndi ekki bjarga málum við þessar aðstæður, það tæki 6-8 ár að þróa og klára hann. „Þannig að ef það verður slökkt á álverinu á morgun eða hinn þá verður orkan ekkert notuð allavega næstu fjögur árin, myndi ég halda," segir Gunnar Tryggvason. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. 23. nóvember 2015 07:00 Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Sjá meira
Það tæki Landsvirkjun fjögur til sex ár að fá nýja kaupendur að allri raforkunni, ef álverinu í Straumsvík yrði lokað, að mati sérfræðings um orkumarkaðinn. Ákvæði er í samningum Landsvirkjunar um að staðbundið verkfall geti losað kaupanda undan skuldbindingum sínum, svo fremi að hann hafi beitt öllum eðlilegum ráðum til að koma í veg fyrir verkfallið. Gunnar Tryggvason, sérfræðingur KPMG um orkumál, ræddi stöðuna í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spurt var hvort stjórnendum Rio Tinto Alcan væri alvara með hótun sinni um að loka álverinu eða hvort þetta væri blöff í kjaraviðræðum. Gunnar sagði að ef menn slekktu á álveri þá væri það ekki gert af leikaraskap né sem pókerspil í samningaviðræðum, því kostnaður við að ræsa það aftur hlypi væntanlega á nokkur hundruð milljónum króna, í þessu tilviki. Í húfi er meðal annars fjórðungur af orkusölu Landsvirkjunar, framleiðslugeta eins og þriggja Sultartangavirkjana eða fimm Búðarhálsvirkjana. Straumsvíkurálverið gæti mögulega losnað undan kaupskyldunni. Almennir skilmálar heildsölusamninga Landsvirkjunar segja að ákvæði um óviðráðanleg öfl í 9. grein taki einnig til allsherjarverkfalla og staðbundinna verkfalla en það yrði væntanlega túlkunaratriði dómstóla hvort álverið hefði í þessu tilviki beitt öllum eðlilegum ráðum, sem voru tiltæk, til að koma í veg fyrir verkfall. Í viðtalinu, sem sjá má hér að ofan, lýsti Gunnar þeim möguleikum sem Landsvirkjun hefði til að selja öðrum raforkuna, sem nú nýtist í Straumsvík. Hafa verður í huga að Ísland er lokaður raforkumarkaður, sem þýðir að kaupendur yrðu fyrst að byggja upp starfsemi hérlendis áður en þeir gætu nýtt orkuna. Ef kaupendur yrðu litlir aðilar, eins og mörg gagnaver eða mörg kísilver, þá tæki sú uppbygging fjögur til sex ár. Það væri helst hálfbyggt Helguvíkurálver sem gæti komið fyrr, eftir kannski tvö ár. Norðurál væri hins vegar með samninga við HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur, þannig að það yrði heldur ekki auðvelt, að mati Gunnars. Sæstrengur myndi ekki bjarga málum við þessar aðstæður, það tæki 6-8 ár að þróa og klára hann. „Þannig að ef það verður slökkt á álverinu á morgun eða hinn þá verður orkan ekkert notuð allavega næstu fjögur árin, myndi ég halda," segir Gunnar Tryggvason.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. 23. nóvember 2015 07:00 Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Sjá meira
Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29
Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. 23. nóvember 2015 07:00
Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30